Óskalagaæfing Manna og Mána....

Fimmtudagar eru uppáhalds.....

....ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur það, en ég segi það þá bara aftur. Þeir eru langir strangir og skemmtilegir.

Ég bjó til tvö ný slagorð í vinnunni í dag. 'Masað í mýrinni!' Og 'Hringd´í Hrönn!' Þetta endar með því að ég verð leigð út í slagorðasafnið sem opnað verður á næstunni...... Þar getur fólk komið ef það sárvantar slagorð - gott t.d. fyrir þá sem eru að plana byltingu eða þá sem eru í ríkisstjórn og sárri þörf fyrir ímynd ;)

Fimmtudagar enda svo á kóræfingu. Það er eitthvað sem skeður þegar maður syngur í tvo tíma. Eitthvað ólýsanlegt. 

Annars endar þetta kórævintýri mitt náttúrulega með mitti......eins og raddformaður altsins sagði svo snyrtilega. Hún gefur mér nefnilega alltaf olnbogaskot í síðuna ef henni finnst ég fara yfir strikið í fíflagangi - sem er cirka nokkrum sinnum á hverri æfingu.......... 

Við enduðum síðan æfinguna á óskalaginu mínu - sem ég sting þrjózkulega uppá á hverri æfingu..... jafnvel þótt sama raddformanni finnist óþarfi að vera að hlaupa eftir mínum kenjum þá fékkst það í gegn í þetta sinn.....

....enda ég meina - hver getur staðist mig? Ég er yndisleg Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert yndi .... Raddformaðurinn, af hvaða kyni er hann, hverra manna og hvernig er olnboginn hans (breiður, oddmjór og hvass etc) ...

Þú ert slagorðasnillingur dauðans!

www.zordis.com, 29.1.2010 kl. 00:00

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki stenst ég þig.    Eins gott að ég er ekki á lausu !

Anna Einarsdóttir, 29.1.2010 kl. 00:19

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Allt zem er undarlegt, minnir mig á þig..."

Steingrímur Helgason, 29.1.2010 kl. 01:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2010 kl. 09:33

5 Smámynd: Brattur

"Masað í Mýrinni" og "Hringd´í Hrönn". Semur þú titlana fyrir Arnald ???

Þú gætir ábyggleg skrifað sannfærandi forustugreinar fyrir Davíð líka, í afleysingum.

Brattur, 29.1.2010 kl. 18:17

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh Brattur ég snýst eins og skopparakringla. Get verið sannfærandi alveg í allar áttir ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2010 kl. 18:46

7 identicon

Hvert er óskalagið?

Vilma Kristín (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 23:22

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Óskalagið Ó Hrönsa, kæra Hrönsa mín.........

Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 12:12

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

var eki búin.: Ótaleg pönsa svona líka fín...................

Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 12:13

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég segi ykkur það náttúrulega ekki! Ég á orðspors að gæta.....

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 21:12

11 identicon

Þú ert frábær,það eru líka "skrílslæti"á mínum kóræfingum.Þar er ég víst ein af þeim seku.Þarf svo mikið að tala að það er erfitt að syngju.Er aum eftir öll olnbogaskotin hehehe.Þú ert velkomin í minn kór ef þú verður rekin fyrir að vera með truflandi hegðun hehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband