Trúnaðarmál

Ég eldaði grænmetissúpu að hætti Zordisar í hádeginu og bauð mömmu í mat. Svakalega góð súpa og ekki spillti félagsskapurinn Heart

Ég hef af því örlitlar áhyggjur að ég sé að verða svolítið skrýtin. Ég nefnilega vakna á nóttunni með svona fullkláraðar setningar í kollinum sem ég nota svo daginn eftir í mínu nánasta umhverfi. Ég man líka ótrúlegustu frasa en sáralítið af einföldum orðum. Það er sagt að maður eigi að deila kvíðanum ekki satt Tounge Segið mér nú endilega að þetta sé alltaf að koma fyrir ykkur svo ég geti haldið áfram að halda að ég sé normal.......

Maðurinn sem ég ætla að giftast hringdi í mig í dag - ekki þó til að biðja mín, enda hefur hann ekki hugmynd um að hann ætli að kvænast mér. Mamma er búin að bjóðast til að gefa mér meðmæli þannig að þetta getur ekki klikkað. Það yrðu þó líklega einu meðmælin sem ég myndi þiggja - því eins og dyggir lesendur mínir muna þá ráðlagði ég þeim sem síðast vildi gefa mér meðmæli að stinga þeim þar sem sólin aldrei skín......   enda hafði hann notað góðan hálftíma í að útlista fyrir mér hvað ég væri ómöguleg á allan hátt..... Ég meina hver getur tekið þannig meðmæli trúanleg? Miklu nær væri náttúrulega að mamma skrifaði þau - hún er allavega nákvæm og veit líka svo miklu betur hvar kostir mínir liggja.... Tounge Ég hef til dæmis afskaplega gaman af að elda mat og ljúga að litlum börnum þó ekki endilega samtímis. Það er líka mjög eftirsóknarvert að fara með mér í ferðalög - ég er nefnilega uppfull af ónauðsynlegum upplýsingum um hin ýmsustu landsvæði  - svo er ég líka mjög góður aftursætisbílstjóri, við skulum heldur ekki vanmeta þann hæfileika að ég verð aldrei bílveik Happy

Ég held, svei mér þá að ég sé konan sem Ríó Tríó orti um hér forðum.... hvað sagði nú aftur í laginu... "á meðan aðrar eru á útsölu, þú ert að versla í ríkinu"?

Þó var ég bara cirka fimm ára þegar þeir sömdu þetta lag Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

You made my day !

Skrítin eður ei ?  Ef vitræn niðurstaða á að nást í því máli, þarftu að slengja fullmótuðu frösunum hingað á bloggið og leyfa okkur að meta sönnunargögnin í málinu.

Og Hrönn.  Ef þig vantar svarakonu, þá er ég til. 

Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... ég held það væri nær að fá þig í mitt umhverfi og fylgjast með í einn dag eða tvo......

Svarakona!? Þú ert ráðin

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 20:15

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Víííííí.

Þú mátt fá brúðarkjólinn minn ! 

En Hrönn..... ég verð þá að sofa hjá þér Því frasarnir koma á nóttunni. 

Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 20:19

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já hahahhahah þar fór í verra......... Þú mátt allavega ekki segja manninum sem ég ætla að giftast frá því

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 20:21

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei nei, biddu fyrir þér.  Hann fær sko ekkert að vita af því.  Hann fær reyndar ekki að vita nokkurn skapaðan hlut fyrr en á brúðkaupsdaginn en þá verðum við líklega að segja honum að þú sért hans tilvonandi. 

Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha já... það er líklega best þannig ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 20:55

7 Smámynd: Brattur

Brattur, 12.1.2010 kl. 21:07

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu ekki brattur Brattur?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 21:15

9 Smámynd: Brattur

Brattur ég... jú... ég er sko snaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrr Brattur...

Brattur, 12.1.2010 kl. 21:30

10 identicon

Þú ert jafn normal núna og þegar þú varst fimm ára þegar ríó tríó söng lagið góða! Eins normal og við frænkurnar (allar, margar?!) getum nokkurn tíma orðið!! Er nokkur eins normal, ég bara spyr?!?!?!?!?!?!!'

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 21:46

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú verð ég að vitna í Flosa heitinn Ólafsson, þann mikla snilling:

"Ég er eins og ég er en ekki eins og aðrir vilja að ég sé".

Eigum við ekki öll að vera nákvæmlega þannig ? 

Anna Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 22:03

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal gefa þér meðmæli Hrönn mín, kona sem er góð við dýr og börn getur ekkert annað verði en eðalkona, og það ertu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 00:57

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er stefnan sett a 10.10.10 thetta arid? Verd sennilega a landinu tha, ef vantar svaramann. Passadu bara ad lata Onnu ekki stela af ther bestu frosunum, ef hun faer ad hlusta a thig i svefni Hilsen fra argentinu.

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2010 kl. 02:08

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Sigrún það slær okkur enginn við í normalinu ;)

Jú Anna - það finnst mér.

Takk Cesil! Viltu að ég gefi þér upp símanúmeri hjá manninum?

Egill! Frekar kannski 20.10. 2010 krúttleg tala ;) Ég læt Önnu skrifa undir höfundarréttaeyðublað í þríriti ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2010 kl. 10:52

15 identicon

Elsku Hrönn.

Þakka þér fyrir yndislega orðsendingu. Ég gef þér meðmæli og risti þau á hellu eins og boðorðin ef þess gerist þörf.

Ég sit hér í Lundi og les fyrir próf. Reyndar yndislegt próf. Les yfir texta og ljóð eftir samstúdenta og ég skal segja þér að það er ekki leiðinlegt. Það sem ég er í öðru málumhverfi, þá hefur það dregið úr ,,yrkingum" á því ylhýra og ég verið að spreyta mig að setja saman á sænsku. Hér færðu eitt dæmi þrungið ættjarðarást. Hef því miður ekki þýtt það enn á íslensku, en bráðum:

Giftermålet Mitt land med lugna röstenmed lynnets färg av hettamed is och kyla som inget kan ersätta. Mitt land och drömda dagar,diktens mjuka röra,med meningar som endast jag får höra. Mitt land nu långt där bortamed lavans gröna mossa,längtan efter dig kan lynnet krossa. Dina grundvalar girighet skakar,gråsvarta stormarna vina,men snart kommer solen igen och stormarna sina. Jag lägger min längtan i jorden,mina lågor i dvala sänker.min kärlighet Island till dig i ögonen blänker.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 10:56

16 identicon

 Ljóðið breyttist við að birtast á síðunni þinni. Hér set ég það inn aftur og vona að það birtist þá á réttan hátt. Geturðu eytt hinu fyrir mig.

Knús

Unnur

Giftermålet

Mitt land med lugna rösten

med lynnets färg av hetta

med is och kyla som inget kan ersätta.

Mitt land och drömda dagar,

diktens mjuka röra,

med meningar som endast jag får höra.

Mitt land nu långt där borta,

med lavans gröna mossa,

längtan efter dig kan lynnet krossa.

Dina grundvalar girighet skakar,

gråsvarta stormarna vina,

men snart kommer solen igen och stormarna sina.

Jag lägger min längtan i jorden,

mina lågor i dvala sänker.

Min kärlighet Island till dig i ögonen blänker.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:00

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig ......lofa að segja engum frá þessu trúnaðarmáli

Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2010 kl. 18:30

18 Smámynd: Ragnheiður

nei nei við steinþegjum, sko við Sigrún. Veit ekki með aðra viðstadda haha...

hm...20102010 er greinilega dagurinn...tek hann frá.

Ragnheiður , 13.1.2010 kl. 21:06

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

 Held ég þekki ekki neinn sem er eins normal og þú...færð mín bestu meðmæli þó ég þekki þig bara af skrifum þínum á bloggi og fésnbók...ég meina kjarninn er alltaf það sem uppúr stendur...20102010...flottasti dagurinn

Bergljót Hreinsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:15

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sólrún ég tími ekki að eyða þessu innleggi - ég get ekki eytt bara ljóðinu

Takk fyrir það Sigrún og Ragga. Ég vissi ég gæti stólað á trúnað ykkar ;)

Takk Bergljót mín - ég býð þér í brúðkaupið... þetta er að vísu miðvikudagur - en maður getur ekki verið að hengja sig í smáatriðin sjáðu til ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2010 kl. 22:30

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gott að þetta trúnaðarmál er ekki bara komið á Wikileaks eða hvað það nú heitir!

Líst vel á brúðkaupið, þú ert þó skrefi nær en ég þar sem hvorki hann né ég vitum hverjum við ætlum að giftast, þú veist þó að þú ætlar að giftast honum þó að hann viti það ekki! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 18:48

22 Smámynd: www.zordis.com

Þegar allt hefur verið sagt þá er fátt eftir nema að senda ljúfan fingurkoss ... Love 2 jú honn.

Vill bara minna á að brúðarkjóllinn er sérhannaður af Dúu og Daisy en þær eru sérlega lagnar við að hanna eftirtektarverða kjóla á athyglisverðar konur.

:-)

www.zordis.com, 16.1.2010 kl. 09:47

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm endilega símanúmerið takk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 09:40

24 identicon

ég er sí ljúgandi að börnum,systkinabörn mín fengu að njóta þess.Eintómri vitleysu var logið að blessuðum börunum.Þú færð frítt kaffi á Kaffi Amen í brúðkaupsferðinni til höfuðborgarinnar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband