Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ókunnug kona frá framandi landi

Á blogginu í dag verður mörgum tíðrætt um fordóma.

 elizab                                                  Af því tilefni rifaðist upp fyrir mér þegar ég hitti núverandi mágkonu     mína í fyrsta sinn án þess að það hafi nokkuð sérstakt að gera með fordóma annað en það að hún verður stundum fyrir þeim.

Elizabeth og Eyfi hittust í Frakklandi þegar þau voru þar bæði í námi. Eyfi kom heim um sumarið og vann við að  leiðasaga Frakka um landið. Var í viku til 10 daga ferðum í senn. Elizabeth kom í heimsókn seinni part sumars. Hún bjó hjá pabba og mömmu en þau voru bæði í vinnu og Eyfi var nýlagður af stað í hringferð með Frakka. 

Það vildi þannig til að ég var í sumarfríi og tók að mér að hafa ofan af fyrir henni. Ég var með smá kvíðahnút í maganum. Vissi ekki alveg hvernig ég átti að fara að því að hafa samskipti við þessa stúlku sem ég hafði aldrei séð áður. Ég talaði ekkert sérstaklega góða ensku á þeim tíma og hún ekki heldur. Ég talaði enga spænsku á þeim tíma en hún er hins vegar talsvert sleip í henni Tounge Ég safnaði kjarki og fór á Engjaveginn eftir hádegi daginn eftir að hún kom á Selfoss. Gekk inn í eldhúsið og þar sat hún, svo gullfalleg og geislandi. Henni hefur ábyggilega kviðið jafnmikið fyrir að hitta mig.......... viktor og elizabeth

Ég bað hana að koma með mér heim með fransk/ísl - ísl/franska orðabók að vopni og saman stautuðum við okkur í gegnum daginn og næstu daga...... Við vorum ekkert rosalega fljótar að klára setningarnar og þær voru kannski ekkert svakalega innihaldsríkar - en við töluðum, við drukkum kaffi og við hlógum hvor að annarri og hvor við annarri.

Síðan höfum við verið beztu vinkonur og mikið lifandi skelfing væri lífið miklu litlausara ef ég þekki ekki Elizabeth og hennar framandi og frábæru menningu og matargerð. Vini henna hitti ég líka reglulega og mér er alveg sama þó þau tali spænsku þegar ég er viðstödd. Mér er líka alveg sama þó ég skilji ekki allt sem þau segja. Ég skil tóninn og heyri hrynjandann og næ inntakinu og svo tek ég þátt í samtalinu á íslensku. Stundum geri ég mig að fíbbli þegar ég reyni að tala við þau á spænsku en það er allt í lagi þá hlæja þau bara góðlátlega, klappa mér á bakið og leiðrétta mig. Alveg eins og ég geri fyrir þau.

Ég er afar þakklát fyrir að Elizabeth birtist í lífi mínu. Hún er falleg kona með fallega sál.

Heart

 


Veisluhöld í borg óttans

Fór með mömmu og pabba í aldeilis frábæra afmælisveislu hjá Viktori Má.Viktor Már

 

elizabeth Mamma hans og Pabbi Eyjólfur Már sem er litli bróðir minn, eru snillingar í að halda veislur. Eru með veðrið á hreinu hvað þá annað. Veislan var haldin í garðinum heima hjá þeim í brakandi þurrki og blíðu.

Stólar, teppi og borð, allt borið út og þau hristu 30 manna veislu fram úr erminni eins og ekkert væri.

Að sjálfsögðu rottaði fólk sig saman eftir ættum og þjóðerni, en Elizabeth, mamma Viktors er frá Colombiu og því liggur í hlutarins eðli að margir eru spænskumælandi í veislum hjá þeim. Ég lagðist á teppið sem var breitt út í miðjum garðinum hjá konunum sem spjölluðu saman á spænsku og á meðan þær þögnuðu andartak til að velta því fyrir sér hvort þær ættu að svissa yfir á íslenzku, sagði ég þeim endilega að halda áfram að tala spænsku. Ég gæti þá ímyndað mér að ég lægi á sólarströnd.......

Yndislegur dagur, frábært fólk.

Skelli hér inn til gamans mynd af lille bror þegar hann var lítill.........  Eyjólfuró já - einu sinni vorum við öll ung.............

Ég sé það allltaf betur og betur hvað ég er heppin með alla mína ættingja og vini

Knús til ykkar Heart og takk fyrir mig

PS bæti við mynd af Elizabeth á morgun, veit að ég á mynd af henni í tölvunni í vinnunni!


Afmælisbarn dagsins!

Viktor Már dúlludós er þriggja ára í dag

Viktor Már

Til hamingju með afmælið Viktor minn - Feliz compliãnos Wink

- knús og kossar Heart Tia Maria Smile


Hjátrú og hindurvitni

 01 Upp er runninn föstudagurinn þrettándi. Fullur dulúðar og galdra. Systir mín er alveg sannfærð um að þessir dagar séu óheilladagar.........

Ég finn það hins vegar á mér að dagurinn í dag á eftir að verða frábær. Fullur töfra! Einn af betri dögum lífs míns.

Sanniði til


080808?

Þá er þessi dagur að kveldi kominn og enginn bað mín í dag Tounge verð líklega að doka þar til 080808

01 Annars vorum við Magga að plana brúðkaup Eyglóar í bústað í kvöld. Eygló bauð okkur í mat og okkur datt í hug að það væri sniðugt að hún gifti sig 080808. Eitthvað taldi Eygló það fráleitt, þrátt fyrir gylliboð okkar um samhæfðan dans OG söng - sannkallaðar Karasystur...... Við buðumst til að vera brúðarmeyjar í bleikum kjólum með bleik blóm í hárinu, veislustjórar og allt! Ætluðum sannarlega að dreifa hæfileikum okkar um svæðið.

Halda ræður og segja sögur frá því í gamla daga þegar Eygló var látin passa okkur og sagði okkur hryllingssögur af Lóu á Fossi. Hún átti að vera galdrakerling og breyta okkur í mýs. Eitt sinn biðum við eftir mömmu fyrir utan bakaríið þegar Lóa gamla gekk hjá. Við fleygðum okkur gargandi í gólfið á bílnum í leit að felustað fyrir Lóu.....

Sigtið í djúpu lauginni átti að draga til sín alla sem kæmu nálægt og enn þann dag í dag fæ ég fiðring í magann þegar ég kem nálægt sigtinu. Þær halda að ég sé smáskrýtin, konurnar sem ég er með í sundleikfimi, þegar ég bið þær um að skipta um pláss ef ég lendi fyrir ofan sigtið.´

Já Eygló kunni ýmis ráð til að hemja okkur og veitti kannski ekkert af.......

Var að hlusta á fréttir á rás eitt á leiðinni upp í bústað. Þar var talað við mann á Landsmóti UMFÍ um starfsgreinakeppnir. Ég var alveg að missa mig í hneykslan á að vera ekki boðuð á svæðið. Þarna var keppt í pönnukökubakstri, dráttarvélaakstri, stafsetningu og ýmsu fleiru sem ég hefði algjörlega brillerað í. Áttaði mig svo þegar maðurinn sagði að þessar keppnir væru aðallega ætlaðar fólki yfir miðjum aldri..... Auðvitað hefur unglamb eins og ég ekkert í það að gera!!

Frábær dagur í góðum félagsskap!


Vinnuvika á Íslandi of löng?

Þá er fyrstu vinnuviku eftir sumarfrí lokið. Hún var hvorki verri né betri en ég bjóst við.

Viðurkenni að vísu að síðustu tvo dagana taldi ég niður fram að helgi, enda alltof langt að byrja eftir sumarfrí á heilli vinnuviku.....

Fimm daga vinnuvika er líka of löng! Allavega þegar kona er svona skemmtileg með sjálfri sér og hefur svo mikið annað að gera en vinna Smile

Vaknaði í morgun með ótrúlega mikinn hálsríg og hrikalega geðvond en sökum hinnar alkunnu sjálfstjórnar sem ég bý yfir varð enginn var við það - nema kannski Jenný, sem minntist eitthvað á að ég hljómaði eins og mér fyndist hún og hinar bloggvinkonur hennar ekki alltaf hljóma mjög gáfulega Tounge sem þær að sjálfsögðu gera - 24/7

Eygló og Erla Björg eru með hele familien í bústað, kíki kannski þangað - ef ég nenni...... stefni annars á að gera sem minnst á sem lengstum tíma. Maður á alltaf að gera það sem maður er beztur í - ekki satt?

Óver and át Smile


Fuglar og flugur

 01 Fór í frábæran göngutúr með Möggu í gærkvöldi. Við villtumst í Þrastaskógi í tvo klukkutíma eftir missýnilegum göngustígum. Verulega spennandi ferð!! Steikjandi hiti, blankalogn og regnboginn var01 einhverra hluta vegna að glenna sig á bak við okkur Tounge Og mýið OMG!!!! Ætlaði okkur lifandi að éta. Við skipulögðum gönguferð í Loðmundarfjörð og siglingu með Norrænu á milli þess sem við ræddum hagkerfið og auðvaldssina - les. sæta stráka Tounge

Hins vegar er ég ekki viss um mófuglavarp bíði þessa göngutúrs bætur. Veit ekki hvoru brá meira, Möggu eða fuglunum sem flugu skrækjandi upp, þegar við ruddum okkur leið í gegnum trjágróðurinn. Svo er sagt að í skógum á Íslandi nægi að standa upp ef maður villist. Trúðu mér, það 01er ekki rétt.

Eitt það bezta sem maður á eru systkyni. Sérstaklega ef þau eru eins frábær og Magga.

Vaknaði svo snemma í morgun og skokkaði með labbakút út á golfvöll í brakandi þurrki - þarna kom nú bóndinn upp í mér......

Well bezt að winna

Smile

 


Afmæli!

gunnar tumi Gunnar Tumi, krúttaralingur er fjögurra ára í dag.  Þarna er gaurinn ekkert smá flottur á nýja hlaupahjólinu sínu og með öll öryggisatriði á hreinu.

Gunnar Tumi býr, ásamt fjölskyldu sinni, í Danmörku og þess vegna hitti ég hann alltof sjaldan. Hins vegar er ég stundum að velta því fyrir mér að gerast húshjálp hjá þeim þarna úti og skipta mér þá jafnt á milli þeirra systra, gæti haft ofan af fyrir börnunum á daginn, af því að þau eru nú komin á þennan aldur Wink og drukkið hvítvín, bjór eða rauðvín með foreldrum þeirra á kvöldin um leið og ég fer með gamanmál.....

Til hamingju með daginn Gunnar Tumi. Sendi ykkur stórt knus og klem yfir hafið

Heart

 


NPN

Ædolið mitt, Njörður P. á afmæli í dag. Var að lesa pistilinn hans í Fréttablaðinu sem ég tek fram yfir DV.......Tounge Smá pilla á DV enda hafa þeir enn ekki endurgreitt mér Devil En aftur að Nirði, pistlarnir hans eru frábærir!

Sem einlægur aðdáandi óska ég honum til hamingju með daginn en lýsi jafnframt yfir smá vonbrigðum með að hann skuli vera krabbi......

Jamm ég hef margan krabbann grætt Halo

Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera dugleg og fara út að skokka, labbakútur væri alveg til í það, svo mikið veit ég Smile eða hvort ég eigi að vera löt og taka til - ekki alveg mitt uppáhald!

Sé að það á vera fundur á - þó ég mundi persónulega og í anda Njarðar segja hjá - Urriðafossi á morgun. Ég ætti kannski að hringja í Möggu og athuga hvort hún kippir mér með, þ.e. ef hún fer.....

Stefnir í valkvíða hjá mér heyri ég á öllu, hlaupa? taka til? hringja? úff svo margir möguleikar LoL

Fer bara út að hlaupa.

Nokkrar stafsetningarvillur? Þetta verður að vera stafsetningarvillulausi dagurinn LoL

Ást og biti


Maggi Eiríks

Var að lesa viðtal við Magga Eiríks í DV - já DV - mín refsing þeim til handa nú les ég blaðið frá orði til orðs......

Mikill svakalegur sjarmör er maðurinn. Maður finnur hlýjuna streyma til sín frá orðunum...

Ég væri sko snögg að falla fyrir honum. Miklu sneggri en Jenny fyrir Banderas.....

Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.