Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Flóttamaður í eigin föðurlandi....

Ég skreið undir borð í dag! Maður er svo skilyrtur sjáðu til............. Krjúpa- skýla - eitthvað...... ég man ekki alveg hvað - en ábyggilega er það eitthvað rosa gáfulegt!

Ég á ekkert innbú lengur! EKKERT!! Allt ónýtt..... Jú jú ég er tryggð - en hvað færir mér aftur bollana hennar ömmu? Myndina frá Zordisi? Það opnaðist 90 gráðu heitur gosbrunnur í garðinum hjá mér - ég er stoltur eigandi fyrsta heita gosbrunnsins á Íslandi!

Ég er á lífi og ég er ekki lengur á Selfossi! Ég er komin langt upp í sveit og ég er langt komin með eina hvítvín - sem er það eina rétta í stöðunni.......

Var samt að hugsa þegar ég skreið undan borðinu í dag og stökk yfir glerbrot og hillur á leið minni út að það síðasta sem ég hefði skilið eftir mig á blogginu var: FOKK

Ekki gott..........

.... en fátt er svo með öllu illt! Mér datt nefnilega í hug, mitt í öllum hörmungunum, ný pikkupplína: Ég þori ekki að sofa ein í nótt! Má ég sofa hjá þér.......?

Hvernig finnst ykkur hún?


Ómægod

Þetta var - skal ég segja ykkur - JARÐSKJÁLFTI!! Eða einhver keyrði á húsið mitt!!

Fokk


....og lífið gengur sinn gang

Við lötruðum í gegnum skóginn á mörkum dags og nætur. Kyrrðin var ólýsanleg - eins og hún getur bara verið svona snemma á morgnana. Meira að segja áin rann hljóðar og ekki bærðist blað á grein. Einn og einn fugl tísti þegar við gengum hjá. Ég settist á bekkinn við ferjuna, lokaði augunum og leyfði kyrrðinni að fljóta. Bý að því enn..... en ekki kom ferjan, ég er að spá í hvort hún sé kannski hætt að ganga..... Woundering

Picture 386"Strákarnir" í löggunni eru úti að leika með dótið sitt í dag.....Strákarnir í slökkviliðinu eru að sýna leikskólabörnum sinn búnað. Hér streymdu brunabílar og slökkvibílar sitt á hvað inn á leikskólalóðina og þeir eru búnir að sprauta vatni í allar áttir og blikka ljósunum. Nú voru þeir að kveðja og settu flauturnar í gang W00t Eins gott að ég er seinæst..........

 

 

 

 

Fór á skemmtilegt slútt með sundsystrum í gærkvöldi. Það var farið í Þrastaskóg og farið í ratleik áður en við borðuðum í Þrastalundi. Þar var flegið og hlissað fram eftir kvöldi en allar komust þó heim í björtu Tounge

Picture 380 Læt fylgja eina mynd af laumuvatnsfimiprinsessunni. Hún tók þátt í leikfiminni í allan vetur enda var haft á orði að hún hefði sjaldan sofið værar. Hún náttúrulega fyllist öryggi við gasprið í kjéddlingunum sem hún er búin að hlusta á í níu mánuði Smile

 

 

 


Soldið slow.....

..... ég las fyrirsögn í blaði í morgun sem ég áttaði mig ekki á fyrr en um hádegi: Ófrískum ungum hefur fækkað.... W00t Ég spáði í hvaða ungar væru ófrískir! Hvar væru yfirleitt komnir ungar! Eru ekki flestir fuglar enn liggjandi á.....?

Annað sem ég velti fyrir mér þessa dagana er að úr því að það er búið að senda geimfar á Marz er þá ekki kominn tími á "aðra" ferð á tunglið......? Þið munið small step og allt það! 

Var kannski aldrei farið þangað? Var bara verið að plata ykkur?

Hugsanlega....... 

 


Mér finnst rigningin góð...

Svakalega hefur þessi rigning róandi áhrif á mig..... Ég væri til í að skríða undir rúm nú, þegar, strax! Eins og þýzkukennarinn minn sagði hér í denn. Hann hafi lært íslensku úr orðabókum og tók öll samheitin í einni setningu. Síðan hef ég notað þetta til að leggja áherzlu á mál mitt LoL

Ég sló helminginn af heimatúninu í dag. Áttaði mig svo á því að það var farið að rigna helst til mikið fyrir slátt með rafmagnsvél Tounge

Sundleikfimin styttist í annan endan hvað á hverju. Bara einn tími eftir og svo er brostið á sumarfrí! Þá fer ég út að hlaupa í staðinn. Eins gott að Eygló frétti það ekki. Hún bannaði mér í gærkvöldi að hlaupa, sagði að ég eyðilegði fæturnar á mér á þessari vitleysu. Eygló er alltaf svo fullviss Heart Enda hefur hún leiðinlega oft rétt fyrir sér. Ætla samt að hlaupa, það er of skemmtilegt til að hætta því, rétt eins og hitt..... þið vitið sem enginn má tala um en allir gera..... LoL Ég fæ þá bara nýja fætur. Er ekki Össur alltaf að framleiða fætur?

Dornrósinni minni líður vel úti í garði, einkum og sér í lagi í svona úðaregni. Ég sagði Mömmusinnardúlludúski að hann yrði að vera búinn að smíða píramídaskjól fyrir sautjánda júní. Daginn sem öll blóm eyðileggjast................ Hann samþykkti það og gufaði síðan upp í reyk Wink Bezt ég minni hann á það aftur í fyrramálið!! 

Ég er eitthvað svo full tilhlökkunar. Hef samt enga hugmynd um af hverju W00t Hafiði lent í þessu? Að hlakka til einhvers og hafa ekki hugmynd um eitt eða neitt? Mér finnst eins og ævintýrin bíði mín handa við hornið......

Ætlaði að baka rabbarbarapæ í dag en tíminn rann frá mér. Segi bara eins og Scarlett O´Hara mæ feivoreit person: Á morgun kemur nýr dagur........ Kissing

 

 


Sunnudagur

Ég er búin að afkasta miklu yfir helgina! Svo til öllu nema taka til, hef enda ákveðið að gera orð ömmu minnar að mínum, með smábreytingum, og segi: Rykið bíður bara eftir mér.....Tounge

Ég gróðursetti rósina eftir miklar pælingar um hvar hún myndi njóta sín bezt InLove Mömmusinnardúlludúskur gróf holu til Kína og til baka og sagði eftir það með innlifun og algjörlega eins og hann meinti það, samkvæmt fyrirfram gefinni forskrift: "Rosalega er þetta falleg rós mamma mín - til hamingju með hana....." Ég velti því fyrir mér á meðan hann hvarf í sólina að skrá hann í leikfélagið á staðnum Wink

Ég sló suðurtúnið með aðstoð Eyglóar, sem vissi nákvæmlega hvernig átti að gera þetta, enda elst í þessum systkinahópi Tounge Hún fór síðan og keypti sumarblóm á meðan ég sló seinni slátt líka, þá er það búið, sjáðu til, og þarf ekki að hafa áhyggjur af því meira!

Fórum síðan heim og ég eldaði himneskan mat og bakaði brauð. Neitaði algjörlega að hleypa Eygló heim fyrr en hún væri búin að borða. 

Ætla núna að skríða undir rúm með kodda undir hné og njóta þreytunnar og þess að vera eins og glóandi eldhnöttur í framan eftir daginn. 

Mér finnast sunnudagar góðir dagar InLove


Baðtúr og Eurovision

Picture 361Skaust niðr´í fjöru að fylgjast með hestunum baða sig! Alltaf svo gaman að fylgjast með baðtúrnum og stundum sér maður sæta stráka líka..... Tounge

Er orðin stoltur eigandi bæði fuchiu og dornrósar. Skrapp í Garðyrkjustöð Ingibjargar í gær og lét þetta eftir mér. Er búið að langa í mörg ár í rós út í garð. Mér var sagt það í fyrrahaust að dornrósin væri kjörin fyrir byrjendur. Nú þarf ég bara að moka holu og gróðursetja rósina.... 

Það fór aldrei svo að mér yrði ekki boðið í Eurovision partý. Magga hringdi InLove hefur líklega fundið á sér að ég ætti enga vini..... W00t Bauð mér í grill og party. Nú þarf ég bara að finna mér land að halda með. Þarna verða líka tvær þýzkar stelpur þannig að ekki held ég með Þýzkalandi....

Hvaða landi ætlið þið að halda með?

Pís InLove


License to kill....

Ef James Bond væri svartur hver ætti þá að leika hann?

Bókasafnskortið mitt er 005 ætli það gefi mér einhver leyfi? Tounge

 


Kynþokki!

Í hverju felst kynþokki? Er það útlit? Framkoma? Útgeislun? Allt þetta og meira til....?

Horfði á hávtúlúkkgúddneiked í gærkvöldi - náði þættinum klukkutíma seinna..... Fékk smá áhyggjukast yfir því að ég hefði gleymt honum..... ég meina hvernig á ég ever að ná að lúkka vel nakin ef ég gleymi alltaf að horfa? Tounge

Mér finnast þessir þættir algjörlega frábærir. Þarna sýnir hann á innan við klukkutíma öll helstu trixin! Og allt virkar svo einfalt......

Ef þið ættuð að velja kynþokkafyllsta karlmann sem þið þekkið - hvern munduð þið þá velja? Nú eða konu ef Gunni Palli kokkur og Markús slæðast hér inn............ W00t

Ein lauflétt að lokum.....

....hvaða ár vann Dana Eurovision? 


Ég er brjáluð...

.... í rabbarbara!!!

Gjörsamlega brjáluð! Ég nota hann í allt og við allt. Ég baka rabbarbarapæ í tíma og ótíma. Ég sýð rabbarbaragraut í öll mál. Hugsanlega er ég ólétt, ég var nú á bekkjarmóti um daginn með öllum mínum gömlu æskuástum....... - gæti líka verið að ég væri tízkufrík! W00t Ég veit ekki hvort hugsunin skelfir mig meira! Ég las í einhverju blaði um daginn að rabbarbarinn væri í tízku núna og síðan hef ég verið úti að slíta upp rabbarbara!

Af allri þessar veru minni úti í garði hef ég komist að raun um að mig langar í moltukassa, rósir og girðingu!

Vitiði um smið með afgangstimbur? Má líka vera afgangssmiður með nýtt timbur Tounge


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband