Kyoto

Sólin skein hástöfum og í allan dag. Þó hef ég setið inni og unnið. Látið hreinlega sem ég sæi ekki þegar hún reyndi að lokka mig út í teygjutvist og snú snú! Næ samt aldrei þeim áfanga að hafa verið 75 ár í sama starfi......... ekki úr þessu, nema kannski ef taldir eru tímarnir? Neeeee held ekki að það dugi........ - Sjötíuogfimmár!!! Ég er mest hissa að karlinn var ekki beðinn um að syngja. Fátt fer eins mikið í taugarnar á mér og þegar gamalt fólk er beðið um að syngja "eitt lag í tilefni dagsins...." Pinch Hver byrjaði á þessari vitleysu? Af hverju ætti allt gamalt fólk að hafa gaman af að syngja fremur en allir tvítugir? Maður spyr sig........ Woundering

Stúlkubarnið í kjallaranum þvoði gluggana að utan og söng hástöfum á meðan - var með ipod í eyrunum og ég hlustaði og flissaði hástöfum fyrir innan mína óþvegnu glugga Tounge Ekki af því að hún syngi svo illa - bara fyndið þegar fólk syngur svona hástöfum með einhverju sem það er einsamalt um að heyra.

Nú væri gott að fara út að skokka - ef ég nennti, sem ég geri ekki........ eða út að ganga - ef ég nennti, sem ég geri ekki heldur.......... Kannski væri bara gott að vera þreyttur í kvöld og leyfa sér það?

Horfði á Kastljósið þar sem Magnús Þór og Gísli bæjarstjóri dissuðu hvorn annan í dágóðan tíma! Vona að þeir hafi komið saman á bíl - reyna að vera soldið umhverfisvænir og uppfylla Kyoto bókunina. Stendur ekki þar einhversstaðar að allir stjórnmálamenn skuli sambíla í viðtöl og heim aftur? Þeir hefðu allavega gott af því að reyna að leysa málin á heimleiðinni.......

Pís  Heart


Það er vor...........

Fór út í garð eftir vinnu í dag.......... alla leið Tounge Ákvað að hreinsa beðin - bæði Gasp og þegar ég var búin að því rakaði ég allar dauðu greinarnar, sem hafa fallið af trjánum í vetur, í hrúgu. Nú vantar mig bara kerru með krók og bíl..........

Á meðan ég bardúsaði þetta, sá ég að það er orðið ansi mikið líf í garðinum. Býflugnadrottingar sveimuðu hjá með vængjaþyt og slætti - ég hélt ró minni og ímyndaði mér að þeir væru bara að saga svona mikið strákarnir í sögunarmyllunni W00t Kóngulær léku sér að því að láta sig falla í frjálsu falli úr greinum trjánna ofan á mig.......... og ég hélt ró minni. Bjó mér til sögu um það að kannski færi ég að sofa með kóngulóm í kvöld - en í fyrramálið mundi ég vakna með Spiderman mér við hlið......... LoL

Hér eru ekki lesin Grimsævintýri - hér eru búin til Garðsævintýri...... enda engin læs á þessu heimili....

Sé, mér til mikillar ánægu og þrátt fyrir að mig klæji hreint um allt Pinch að kóngulærnar eru byrjaðar að spinna vefi sína um allt. Fyrir nú utan hvað þetta er fallegt "handverk" hjá þeim þá halda þær flugum úti fyrir mig. Eitthvað það fallegasta sem ég veit er kóngulóarvefur í úða. Birtan glitrar svo fallega í vefinn.........

Já ég veit Jenný! Tounge

 
"Þú deplar auga, og dagur verður kveld.

Þú dregur blæju hægt á mánagluggann—

og breiðir þér að brjósti næturskuggann,

þú blundar, vaknar, kveikir morguneld.

Þú dúðar okkur hljótt í haustsins feld,

en heitan móðurkoss til vorsins geymir.

Svo snýr þú við, sem víf að ástarhótum,

og vetrardvöl í röðulfaðmi gleymir.

En grannahvelin heilög bros þín dreymir,

            ó, himinstjarna, sem vér troðum fótum"


Ein lauflétt í lokin........ Úr hvaða ljóði er þetta og hver orti.............?

pís InLove

 


Djö..

..sem ég er búin að vera dugleg í dag. Henti bæði jólasmákökunum OG laufabrauðinu! 

Well! Bezt að skríða strax undir rúm. Kona þarf nú að hvíla sig eftir svona framtak.........W00t


Mömmusinnardúlludúskur

......gaf mér rósir í gær! Hann gaf mér eina hvíta - af því að var Hvítasunnudagur og eina rauða af því að það var Mæðradagur.....Tounge Segiði svo að það megi ekki breyta merkingu blóma........

Ég varð náttúrulega voða tötsí og kvakaði um leið og ég knúsaði hann.....æj hvað þú ert sætur, mundirðu eftir þessu..........? Já, sagði snúllinn - þegar ég gekk fram hjá blómabúðinni og sá auglýsinguna! Cool

Alltaf gaman að fá blóm og sérstaklega rósir. Þær eru svo fallegar. Þið munið það bara ef ykkur langar að gefa mér blóm, þá eru rósir alveg að gera sig........ Wink


Jiiiii......

....... það var svo gaman á bekkjarmótinu í gær!!

að leika dátt..Við byrjuðum á að skoða skólann, þar sem allt gerðist W00t Fengum Tobba Hjalta, okkar "gamla" kennara til að rölta með okkur og segja okkur sögur frá þessum árum, þar sem svo virtist sem sumir hefðu borðað strokleður í morgunmat alla skólagönguna og myndu ekkert frá þessum árum. Ég, náttúrulega misnotaði aðstöðu mína í nefndinni og gaf Tobba nokkuð nákvæmar ordrur um að hann skyldi fara fögrum orðum um mig sem afburðarnemanda þessara ára - en hann hlýtur að hafa borðað strokleður í morgunmat líka - því hann mundi ekkert eftir því........ Tounge

 

 

Fórum svo á Veiðisafnið á Stokkseyri, þar sem Bjarni Harðar, okkar eini og sanni, bættist í hópinn og sagði okkur stórskemmtilegar sögur um álfa, huldufólk og drauga á leiðinni heim aftur. Eitthvað virðist draugagangurinn fylgja Bjarna því ég náði ekki að festa hann á filmu........  

Íslandsmeistarar í línudansi

 

 

Þegar svo uppgötvaðist að við eigum í okkar röðum Íslandsmeistara í Línudansi, voru þær að sjálfsögðu fengnar til að sýna okkur hinum hvernig á að gera þetta. 

Hrikalega flottar stelpurnar........ 

 

 

 

Tvö fallegÍ salnum þar sem við borðuðum voru rifjaðir upp gamlir tímar og Dóri Villa minnti mig á atburð sem ég var lööööngu búin að gleyma. Í þeirri sögu, sem ég ætla svo sannarlega ekki að deila með ykkur, var farið inn á hæfileika mína sem bílstjóra á þessum árum og gott ef dularfullt mannshvarf tengdist þessu ekki eitthvað líka......

Dóri er alltaf svo mikið krútt og ekki versnaði hann við að hætta að drekka Wink

 

 

Restuðum svo í Hvíta húsinu þar sem var haldið sveitaball - okkur til heiðurs, geri ég ráð fyrir Woundering Þar dansaði ég af mér fæturnar.........Whistling 

Mikið rosalega er ég ánægð með ykkur strákar hvað þið eruð flottir að dansa. Það hefur ræst ótrúlega úr ykkur W00t

Fyrir þau ykkar sem slæðast hingað inn hef ég sett inn myndir úr partýinu í albúm sem heitir bekkjarmót 2008. Endilega kíkjið á myndirna og þið megið ná ykkur í þær myndir sem ykkur langar í.

Takk, krakkar, fyrir stórgott kvöld. Gerum þetta aftur............. um næstu helgi Tounge


59:59

.....stóð á klukkunni þegar ég skrölti í mark í gærkvöldi!! Ég var hrikalega stolt að það var ekki búið að taka saman og allir farnir! Held samt að danskurinn hafi verið ívið stoltari en ég af mér - en kannski hafði hann bara áhyggjur af að þurfa að eyða kvöldinu einsamall á bekk bíðandi eftir konu sem aldrei kom W00t Neeeeee segi sonna, hann er nú soddan krútt Joyful Dró hann síðan með mér í sund, sagði honum að honum yrði ekki hleypt úr landi fyrr en ég væri búin að vinna hann í einhverju......... en auðvitað vildi ég bara sjá hann fáklæddan.......... Cool 

Mikið rosalega lagði ég mig eftir vinnu í dag. Vaknaði ekki fyrr en klukkan nítján:fimmtán að staðartíma.  Ég sá fram á að ég hef ekki tíma í að hafa harðsperrur á morgun þannig að ég borðaði ekkert nema banana í gær! Ef ég verð heppin breytist ég ekki í apa Gasp

Sé líka að uppáhaldsþátturinn minn er að byrja aftur á Skjá einum: How to look good naked! W00t

Vona að helgin verði ykkur góð. Ég veit að mín verður annasöm.

Elskið hvort annað InLove


En það bar til um þessar mundir........

......það er svo mikið að gera í félagslífinu hjá mér að ég má varla vera að því að vinna W00t Meira hvað hún getur slitið í sundur hjá manni þessi vinna! Ég hef ákveðið að sofa þegar ég verð gömul - til að spara tíma Tounge

Fór í bíltúr eða túra - hljómar svo miklu betur að túra, alveg svona hljómsveitarlegt, jafnvel eins og ég sé um það bil að meika það Tounge - með danskan vin minn sem er staddur hér um slóðir......... Já, já danskir dagar hjá fleirum en Dorrit og forsetanum Wink

Arne Ákvað að taka þessa mynd - just in case - svo ég gæti allavega sýnt hvar danskurinn sást síðast..... ef ég mundi tapa honum í vatnsfallið W00t En það slapp og allir komu heilir og með húfur til byggða......LoL

 

 

 

 

 

DSC02415 Þarna varð ég algjörlega heilluð - sagðist ætla að byggja mér hús akkúrat þarna og vera kölluð kuldalega kellingin á klöppinni Tounge Vitiði hvernig það hljómar á dönsku?

Daninn þurfti að toga mig burt með því að lofa mér sögu - sem hann sveik mig ekki um. Hún gerðist í skógi í Finnlandi og endar illa............ en er hrikalega fyndin.

Enduðum svo í bláa lóninu - hvar ég sagði honum dónalega sögu um það hvað íslendingar gera þar.......... Ætla sko ekki að segja hana hér. Hún er mjög blá - alveg í stíl við lónið........og endar líka illa Cool Jamm miklar harmasögur sem við kunnum - enda komin á þann aldur, sjáðu til!

Í kvöld ætlum við að hlaupa í Icelandairhlaupinu og hafa stífar æfingar staðið yfir - þ.e. á milli þess sem við höfum farið út að borða og drukkið vín, flissað og ég hef farið með lygimál.

Á morgun lýkur dönskum dögum og þá sný ég mér að bekkjarmótinu af fullum krafti sem ég er að skipuleggja í félagi við nokkrar bekkjarsystur mínar. Það verður hrikalega gaman að hitta krakkana aftur á laugardaginn. Það stefnir í góða þátttöku og dans á borðum.

Þetta endar með því að ég verð há og grönn er ég hrædd um - og ég sem var með unnið veðmál í höndunum í keppninni um að verða feitt gamalmenni......Joyful


....... ;)

Ég nennti ekki út í morgun með Stubbaling. Þegar klukkan nálgaðist hádegi var orðið fullmikið fjör hér á bæ fyrir minn smekk! Þannig að ég arkaði út á golfvöll. Þegar ég stormaði yfir völlinn til að komast að ánni, þar sem ég ætlaði að leyfa liðinu að hlaupa í sandinum og vaða í ánni ef þau vildu, gólaði á mig eldri maður úr fjarlægð að þetta væri ekki staður fyrir hunda! Mér datt eitt örsnöggt augnablik í hug að góla í hann til baka að þetta væri heldur enginn staður fyrir geðvonda gamla karla! En ég kann mig Tounge - og svo er hugsanlega einhversstaðar einhver sem þykir vænt um hann, vona ég......... Þannig að ég svaraði honum með svona semingsspurningar....nei........? Og hélt áfram för minni að ánni. Þá gólaði sá gamli "ég sagði þér að fara" þá var mér nú nóg boðið og ég svaraði honum fullum hálsi - að þetta væri opið svæði og hann segði mér EKKERT um það hvar ég væri eða færi! Með það þagnaði hann og stormaði fullur vandlætingar áfram með kylfuna sína! 

Ég hef enga trú á því að golf geri manni gott......GetLost en kannski hefur hann bara aldrei hitt í holuna sína? Hugsanlega var hann líka bara búinn með allt endorfínið sitt........ Önnur möguleg skýring er sú að ég, verandi kona, sé bara illa stödd í tíðahringnum Tounge

Fór svo heim og borðaði grænmetisrétt sem systir mín kom með færandi hendi í morgun - hrikalega góður réttur! Hún er snillingur hún systir mín InLove

Átti hreint hrikalega góða helgi í góðum félagsskap Wink svo er Frederik prins mættur á svæðið og ég er hreint út sagt virkilega ánægð með það. Mér er alveg sama þó einhverjum finnist þessum peningum hefði verið betur varið í eitthvern vandamálapakka innanlands. Ég er alls ekki sammála því! Aurarnir mínir eiga ekki endalaust að fara í björgunaraðgerðir fyrir fólk í vanda! Stundum þarf að gera eitthvað skemmtilegt líka. Svo er Frederik svo mikið krútt Halo

Ég segi því fleiri danir á landinu - því betra Joyful


Jolly cola!

Er búin að vera hrikalega löt í dag. Eins gott að það er frídagur og ég þarf ekki að berjast fyrir bættum kjörum Tounge Hitti fyrrum vinnufélaga á förnum vegi og við urðum ásátt um að hann mundi berjast fyrir - jæja, ég ætla ekki að ljóstra því upp.... Cool 

Fór út að hlaupa, eða skokka, í morgun. Tók tímann og er alls ekki að hlaupa, eða skokka, fyrir gulli á palli Pinch Stórbætti samt tímann frá því í síðustu viku........ Ljónshjartað blés ekki úr nös þar sem hann lullaði við hlið mér á milli þess sem hann fann hjá sér þörf fyrir að reka gæsir úr túni bóndans Tounge

Er að velta fyrir mér hvenær Mexicanar urðu að Mexicoum og af hverju? Er ekki svolítið hjákátlegt að breyta nafni heillar þjóðar án þess að ræða það við mig? Þarf þá að syngja núna: Lítill mexicói með som sombrero......?

Einhver sem veit það?  Og ekki reyna að segja mér að það sé vegna þess að landið heiti Mexico!

 

 

 


Fréttir á flugi!

Ég var að hugsa, þegar ég leit út um gluggann áðan og sá heilt Fréttablað hefja sig til flugs í áttina að mínum garði, hvað það færi óendanlega í taugarnar á mér allt þetta árans ekkisen rusl sem fýkur frá Bónus yfir til mín!!

Var í huganum búin að hanna himinháa girðingu úr ryðfríu stáli ;) með smáum möskvum sem hleypa engu bréfarusli í gegn - þegar ég áttaði mig á því að þá kemur ruslið bara til að hanga í sjónhæð minni um aldur og ævi og ergja mig þar í staðinn fyrir að fjúka í gegn og enda í langtíburtztan..........

..... þegar ég svo hugsaði girðinguna örlítið áfram sá ég að það er það ekki ósvipað með allt það slæma sem hendir mann í lífinu. Auðvitað á að láta það streyma í gegn og hverfa í fjarzkan í stað þess að það nagi mann um eilfíð.

Með það fór ég og tók niður mínar andlegu girðingar. Nú streymir allt fram - gott sem slæmt - eins og fréttirnar frá í gær - sem skipta engu máli í dag.

Elskaðu sjálfa/n þig  InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband