Þá eru jólin gengin í garð.

Ég skreytti jólatréð með dyggri aðstoð litla Kattarósómans sem er að upplifa sín fyrstu jól sem Jólakötts og lét ekki gabbast þó ég opnaði niður í kjallara - hans uppáhaldsævintýrastaðar, hann getur hangið þar niðri tímunum saman enda eru þar svo mörg skúmaskotin að ég gæti hæglega haldið árshátið útrásarvíkinga Cool

Við fröken Fíólín sungum í messu klukkan sex á aðfangadag - jú og örfáir aðrir sem eru með okkur í kórnum Tounge Ég man ekki eftir því að hafa nokkru sinni fyrr mætt í messu á aðfangadag- en mæli alveg með því. Eftir messu komumst við að því að það er hefð fyrir því að kyssa alla meðlimi kórsins og óska gleðilegra jóla. Jamm stórgræddi marga kossa frá fallegum mönnum - þetta var næstum eins og að eiga afmæli ;) Ég sagði líka að ég hefði verið lööööngu gengin í þennan kór ef ég hefði vitað af þessum hlunnindum......

Á Þorláksmessu voru ellefu ár síðan ég tók afdrifaríka ákvörðun varðandi líf mitt sem síðan hefur farið stigbatnandi og sér ekki fyrir endann á því. Hugsið ykkur.... ellefu ár sem ég hef notið þess að elska sjálfa mig. Ég segi það ekki - það er kannski kominn tími á að leyfa öðrum að elska mig örlítið líka.......því eins og Pálmi syngur "...víða mætti vera meira um kærleika og ást." En það verða þá vel valdir einstaklingar Happy

Í dag gengum við Ljónshjartað út með á í fimbulkulda en feykifallegu veðri. Ég sofnaði svo vært eins og gömul kona í messu þegar við komum inn aftur - enda fátt meira svæfandi en sofandi hundur í sófa og malandi köttur við hlið hans. Endaði svo daginn í mat og spilum hjá Möggu.

Betra verður lífið varla InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég óska þess að þér auðnist hið rétta augnaráð. 

Haltu áfram að njóta þín..... þú átt það svo sannarlega skilið. 

Anna Einarsdóttir, 26.12.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk

Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegt að fá svona marga kossa. Geri ráð fyrir að það hafi allt verið prúðir kossar á kinn.

Knúz á þig sæta vinkona.

www.zordis.com, 26.12.2009 kl. 18:11

4 identicon

Kað er líka kossaflens í mínum kór.Ætli það ség löglegt ??

Gleðileg jól frábæra kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var einn sem reyndi aðeins meira Zordis

Gleðileg jól Birna Dís

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2009 kl. 10:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Iss Hrönn mín ég elska þig og svo margir aðrir líka, við gerum það auðvitað bara í laumi sko!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 18:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Cesil. Þú ert vitaskuld ein af þessum vel völdu einstaklingum

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2009 kl. 20:06

8 Smámynd: Ragnheiður

Flott þaddna ...sko ég skal barasta kyssa þig um hæl eða um leið og ég sé þig næst og þú þarft ekkert að syngja fyrst !

Ragnheiður , 27.12.2009 kl. 20:52

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah Ertu viss um að þú viljir ekki að ég syngi?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:13

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hef verið svo lítið við tölvu undanfarið að ég missti næstum því af þessari yndislegu jólafærslu  Verð að fara að bæta mig í bloggheimsóknum, annars gæti ég kannski misst af þér í ástarsamband og alles.......sko án þess að fá að lesa um skemmtilegheitin

Gleðilega hátíð elsku Hrönn og megir þú eiga syngjandi bjart nýtt ár með ást og marmelaði

Sigrún Jónsdóttir, 28.12.2009 kl. 21:02

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ji..... það væri hræðilegt Sigrún!!

.... og takk sömuleiðis nema ást og rauðlauk ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.12.2009 kl. 22:23

12 Smámynd: Garún

Gleðileg Jól elsku Hrönn.   Stór sleikur frá hundi, dverg og köttum úr Höfnum.

Garún, 29.12.2009 kl. 11:43

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Oh...hvað þetta er dásamlegt...að lesa færslurnar þínar og njóta kyrrðarinnar í botn...hlæja með sjálfri mér...í friði og spekt.

Gleðilega rest Hrönn mín!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband