Samsæri........

Ég vaknaði í nótt við það að það var nartað í tærnar á mér ekki svo blíðlega......

... það var ekki í framhaldi af rómantísku tónleikunum sem ég fór á um daginn í Stokkseyrarkirkju - þar sem Kristjana Stefáns og Svavar Knútur sungu eins og verur með vængi og þá er ég ekki endilega að tala um flugur........ heldur var það lítill grár kettlingur í banastuði, í þess orðs fyllstu merkingu. Ég brást heldur hrannarlega við og sparkaði honum fram úr um leið og ég lét nokkur orð falla, sem hvorki flokkast undir að vera kristileg né kærleiksrík. Hann lét sér fátt um finnast og stökk beina leið aftur á tærnar á mér.

Ég greip litla Ósómann, lokaði hann frammi í ytri gangi og hugsaði um leið til Fanneyjar sem sagði við mig um leið og hún skaust út um dyrnar þegar hún afhenti mér litla sæta kettlinginn í sumar, að pabbi hans væri skelfilega ljótur villiköttur... að þarna segði faðernið líklega til sín. Mjása litla sko... ekki Fanneyjar.....Enda hef ég ekkert nema gott um pabba hennar að segja Tounge

Ég stökk aftur upp í rúm og sofnaði værum blundi - enda hafði ég verið að taka upp kartöflur fram undir kvöldmat - og uppskeran! Maður lifandi! Ég þarf allavega ekki að líkjast bændum úr Þykkvabænum sem eru allir frekar skældir í framan þegar þeir tala um að uppskeran í ár dugi vart fram að áramótum. Sem aftur leiðir hugann að því.... ætli þeir reikni þá með öllum þeim herskara sem setti niður sínar eigin kartöflur í ár?

Þegar ég svo vaknaði í morgun fullkomlega óhult fyrir villidýraflórunni í dýragarðinum, lágu þeir mjög svo friðsamlega við hliðina á mér báðir, steinsofandi, bræðurnir Beztu skinn.

Ég gizka á að Ljónshjartað hafi opnað fyrir Ósómanum, sem í dag hefur gengið undir dulnefninu Bin Laden Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já minn flaug kirfilega framúr þegar hann ákvað að leika sér að tánum á mér eina nóttina. Ætlaði svo að loka hann frammi en sá að ég hefði þurft að henda þremur dýrum út til að fá almennilegan frið (nei ég er ekki að tala um Steinar)

Ég pakkaði inn tánum og steindofnaði aftur en ekki kettlingurinn, hann var einhverrahlutavegna með hiksta !

Tumi Tígur rúlar heima hjá mér - að eigin áliti sko

Ragnheiður , 23.9.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ó, hvað ég kannast við nagaðar tær... frekar óþægilegur vakningarmáti.

Vilma Kristín , 23.9.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kattdýr eru fíkin í tær & tázulykt er mín reynzla.  Kannazt við að hafa útflatt mín eðal á vegg einu zinni eða átján, alveg óvart náttla.  Mín zíamzlæða var reyndar farin að beita 'kló í nef' til athyglizvakníngar, enda orðin löt til gángz á átjánda aldurzári.  Verra var að perzinn hermdi allt eftir henni.

Norðlenzkar 'kattöbblur' yfirrúla zunnlenzka zweppazýkíngarmaukið...

Steingrímur Helgason, 24.9.2009 kl. 00:17

4 Smámynd: www.zordis.com

Fanney er s.s. ekki komin af Villdýrakyni hehehehhe bara krútt þessi Mjási þinn.

Til hamingju með bullu uppskeruna, algjörlega frábært framtak hjá þér að haga þér eins og hver annar bóndi í Þykkvabænum.

Lovjú girl.

www.zordis.com, 24.9.2009 kl. 07:14

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha Ragga og Vilma! Þetta er sumsé afskaplega þekkt vandamál?

Steingrímur ég skal bara bjóða þér í bakaðar sunnlenskar einhvern daginn.

Takk Zordis! Nei Fanney er líklega ekki komin af villidýrakyni - þrátt fyrir villingataka ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 08:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En flott saga.  Ljónshjartað hefur sem sagt bjargað málunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2009 kl. 08:44

7 identicon

Mér finnst Ósómi stórgott nafn á svona skæruliða!!!

Kisa sem bjó einu sinni hjá mér var meira fyrir að veiða fingur á nóttinni - tær voru bara veiddar ef maður lá undir teppi að horfa á sjónvarp og var uþb að ná hinni fullkomnu afslöppun.

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:37

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Cesil ég hef grun um að hann hafi opnað fyrir skæruliðanum....

Valgerður Ósk! Gaman að sjá þig aftur. Ég hélt ég hefði týnt þér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 17:57

9 identicon

Nei ég er hér en þori ekki að kommenta jafn oft og ég les því þá er ég hrædd um að þú myndir setja upp netnálgunabann á mig

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:08

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nei nei. Mundi aldrei taka sjensinn á því. Hver veit nema þú eigir eftir að kenna frænku minni......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 22:08

11 identicon

eins og verur með vængi  og þá er ég ekki endilega að tala um flugur hehehehehe ég er í kasti snillingurinn þinn

Mikið er gott að fá hláturskast í morgunsárið,ég hristist svo að ég sleppi bara morgunleikfiminni í dag.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:04

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég get ekki hugsað hugsunina til enda að láta Bin Laden naga á mér tærnar!

Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2009 kl. 13:31

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks Ía! Það var nú óþarfi að setja þetta svona upp ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2009 kl. 15:24

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

hvaða hvaða... hann hefur bara viljað leika sá litli.....enda fjörkálfur mikill....ég er með tvo bræður hans hér í Einholti... þá Ljót og Gosa.... og það er sko fjör í þeim skal ég segja ykkur....:))

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.9.2009 kl. 14:15

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 08:57

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe tásunart er óþægilegt og enn verra að vakna upp við það.

Ég hef verið svo vanvirk á blogginu að ég gerði mér ekki grein fyrir að Ljónshjartað hefði eignast systkini!!

Jóna Á. Gísladóttir, 28.9.2009 kl. 10:14

17 Smámynd: Garún

Já nefnilegalega.  Þau eru alveg ótrúleg hvað þau eru einhvern veginn alltaf svakalega hress á milli 5 og 7 á morgnanna.  Hér er kattakór af mjálmi á hverjum morgni fyrir utan hurðina hjá mér...aldrei opna ég og aldrei hætta þau að mjálma.  Talandi um skilyrtahegðun my assssssssssss.   Ætli það endi ekki á því að ég opna!

Garún, 28.9.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.