In your face

sany0512.jpgÉg skutlaði mér í réttir á laugardaginn.

Þar var margt um manninn og mátti ábyggilega finna - ef vel var að gáð - mútuþægna sveitarstjórnarmenn, þingmenn sem kunna ekki að senda tölvupósta ásamt örfáum öðrum heiðarlegum einstaklingum sem oftast væru þá bændur.... en hver er að spá í það í réttum? Ekki ég enda einstaklega óvönd að virðingu minni og flissa að öllum jafnt Tounge

Ég ætla til dæmis ekki að reyna að lýsa því fyrir ykkur hvað mér fannst fyndið um daginn, þegar hér fyrir utan gluggann stöðvaði stór bíll með miklum búnaði, merktur einhverju hreinsifyrirtæki og stakk stórri slöngu niður í niðurfallið. Leið svo og beið og ekkert skeði og menn fóru að gerast órólegir - örkuðu að næsta niðurfalli og kíktu ofan í það um leið og bunan stóð upp úr því............. Það heitir ef mér skjöplast ekki mjög mikið, að fá það óþvegið.........

sany0506_909873.jpgÉg dekra við gæludýrin og fór með Ljónshjartað og Hrekkjusvínið í extra langan göngutúr í gær. Var svo stálheppin að rekast á Lóló frænku þegar ég var rétt ókomin heim og hún bauð mér í sunnudagskaffi a la amma þannig að ég þurfti ekki að óttast um grömmin mín þann daginn.

Hér liggja bræðurnir Beztu skinn og Hrekkjusvínið er ekki langt undan. Mjásmundur er að verða eitt helsta ljónið í hverfinu - enda með gott bakland! Þau tuska hann til Ljónshjartað og Hrekkjusvínið en þau líða engum öðrum að gera það. Ég stend alltaf með öndina í hálsinum og held að hans seinasta stund sé runnin upp þegar þau eru að "leika" sér. Dúskurinn er hinsvegar alveg slakur og vill meina að þetta heiti leikur í dýraheimum en ég hef þá bent honum á að svona leiki dýrin sér ekki heima hjá Walt Disney.......

Þannig að ef einhver spyr í hvaða ævintýri ég sé - þá er svarið að öllum líkindum Disney Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama hvaðan gott kemur, mér finnst Disney líka sá besti.  Vona samt að mjási lendi ekki í svipuð og Tommi, enda er sennilega enginn Jenni á þínu heimili bara hrekkjusvín og Ljónshjarta sem verða venjulega frekar fyrir barðinu á Tomma heldur en hitt.  Takk annars fyrir enn eina snilldarfærsluna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: www.zordis.com

Lovjú Disney girl!

www.zordis.com, 14.9.2009 kl. 13:06

3 identicon

Heyrðu og ég beið eftir þér í allar réttirnar þrjár sem voru hjá mér!!! Svo fórstu bara í einhverjar sunnlenskar með einhverjum sveitastjórnarmönnum!! Hér eru svona alvöru bændur og svo ég! Bíddu annars, er ég ekki sunnlensk líka? Jæja.........

Gaman að vita að hægt er að sjá Disney "live" hjá þér! Skemmtu þér!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Vilma Kristín

:)

Vilma Kristín , 14.9.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já en Sigrún.... ég var svo hrædd um að þú hefðir lagst í bakstur þegar þú hefðir átt að leggja í landa......

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 20:27

6 identicon

Hæ dúlla. Öfunda þig af réttarferðinni og mæti með þér að ári. Þá verðum við alvöru, fáum lánaða hesta (ef þú verður ekki búin að bæta þeim við Disneyworld) og förum ríðandi í réttirnar eins og Rúnki gerði um árið. Segjum bless við tilvonandi svið, fáum okkur súpur og görótta drykki, allt made in sveitin og syngjum með bændum og búaliði.

systir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst vel á það systa.... sérstaklega hestana, sönginn, göróttu drykkina og súpuna..... er ég að gleyma einhverju?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.