Velferðarþjóðfélagið

Síðustu sex vikur hafa tveir ungir menn, innan við þrítugt, dáið! 

Báðir voru fyrrum fíklar. Báðum hafði tekist að losa sig undan fíkninni og staðið sig vel.

Báðir féllu þeir og reyndu strax að komast í meðferð. Báðum var hafnað sökum plássleysis. Hvorugum var bent á nein önnur úrræði og báðir fundust þeir morguninn eftir.

Þá var allt búið hjá þeim. Hins vegar upphefst mikil angist hjá öllum sem koma að þessum ungu mönnum. Hræðilegur tími sem sér ekki fyrir endann á um ókomna framtíð!!

Maður spyr sig hvernig hægt sé að neita fólki sem leitar eftir aðstoð! Hvernig er hægt að segja nei? Af hverju er ekki búið til pláss?

Er þetta það frábæra heilbrigðiskerfi sem Íslendingar gorta sig af? Er þetta eitthvað til að státa sig af?

Það hefur lítið að segja að tala fjálglega um vandann og gera auglýsingar úr kirkjugörðum landsins ef það á að yppta bara öxlum og segja "því miður" þegar til á að taka.

Hvers virði er mannslíf? Hvers virði er barnið ÞITT?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef komist að því eftir margra ára streð með minn son að líf eru mismikils virði.  Sumt fólk má ekkert skorta og ekkert vanta, meðan aðrir geta etið það sem úti frýs og þaðan af verra. Sumum finnst allt í lagi að troða og traðka á fólki sem hefur orðið útundan í samfélaginu.  Finnst ef til vill að þeir séu meiri menn að geta verið yfir þá hafnir.  Þetta er viðbjóður en samt sem áður satt.  Þarna skil ég engan undan, hvorki lækna sýslumenn né aðrar litlar sálir sem þrá að vera meiri menn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfilega sorglegt og gjörsamlega ólíðandi að ekki skuli vera akútþjónustu fyrir fólk sem svona er ástatt um.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 10:52

3 identicon

Ég verð oft vitni að slíku.LSH er lokaður fyrir fólk í sjálfsvígshættu,sáá er ég löngu hætt að botna í og ég veit að Hlaðgerðarkot er umsetið.Ríkið hefur ekkert viljað vita af þessum hópi fólks,og því deir það.Það er MANNRÉTTINDABROT að neita veikri manneskju um hjálp.En sjáið þið einhver mannúðarsamtök mótmæla?????Ég hélt ekki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Vilma Kristín

Sorglegt.

Vilma Kristín , 27.7.2009 kl. 12:52

5 Smámynd:

Það er með þetta eins og svo margt í þessu þjóðfélagi. Allir eru jafnir en sumir bara jafnari en aðrir. Þannig er það líka með sjúkdómana sem hrjáir fólk. Fái maður kveisusting sem gæti túlkast sem hjartveiki er babúað á sjúkrahús. Sértu hins vegar svo þunglyndur að þú kemst ekki á fætur máttu bara liggja í þínum skít.  Og fíklar er svo neðarlega í forgansröðuninni að þeir eru ekki skráðir.

, 27.7.2009 kl. 13:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þarf þá ekki að breyta röðinni? Ætli það sé ekki hægt?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Stórt faðmlag til þín frábæra kona....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.7.2009 kl. 14:36

8 Smámynd: Þröstur Unnar

......það var ekkert.

[quote] Maður spyr sig hvernig hægt sé að neita fólki sem leitar eftir aðstoð! Hvernig er hægt að segja nei? Af hverju er ekki búið til pláss? [quote]Það er svo auðvelt að snúa sér út í horn, þegar það blæðir ekki.

Þröstur Unnar, 27.7.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Allt spurning um peninga. Spyrjið sjálfstæðisflokkin, framsóknarflokkinn og samfylkingu um af hverju vantar fé í samhjálpina.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.7.2009 kl. 15:47

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það á að taka verulegan hluta af áfengis- og tóbaksgjaldi í meðferðarstofnanir. Þannig væri tryggt að þessar lífsmikilvæga þjónusta væri ekki svellt umfram þörf.

Héðinn Björnsson, 27.7.2009 kl. 16:22

11 identicon

Í Danmörku voru sett lög árið 2003 þess efnis að engin sem bæði um aðstoð í vímuefnamálum skyldi þurfa að bíða lengur en 14 daga. Sama var gert í Noregi árið 2007 nema hvað þar var talað um að engin skyldi þurfa að bíða lengur en 30 daga.

Mér finnst þetta skelfilegt að heyra og þetta er eitthvað sem við hér á landi verðum að skoða. Svo mætti einnig fara velta því fyrir sér hvort það sé glæpur að vera háður fíkniefnum? Það er óþolandi að vímuefnaneytandi sé meðhöndlaður eins og glæpamaður ef hann er tekin með lítilræði af fíkniefnum til eigin nota. Það er fyrir löngu búið að finna það út að þetta sé sjúkdómur. Það eru sannanir til fyrir því að svo kallað eyjarbað í gagnaugablaðsfellingu sé tengt fíkn og það sama má segja um dóbamín umbunarkerfið. Þó svo ekki hafi fundist gen, þá skiptir það ekki máli. Fólk þróar með sér sjúkdóminn og sumir eru veikari en aðrir hvað hraða þessarar þróunar varðar.

Nýlegar rannsóknir staðfesta þessa hluti án alls vafa. Nú þarf bara að breyta hugarfari til þessa hóps og berjast gegn fordómum. Þar gætum við sjálfsagt lært margt af hópum eins og geðfötluðum og samkynhneigðum.

 Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál betur vill ég benda á eftirfarandi:

Leshner, I., A. (2001). Addiction is a Brain Disease. Science and Technology, 17, 75-80.

Mantere o. fl., 2002; Storvik, Häkkinen, Tupala & Tiihonen, 2009 

Gísli Ragnarsson. (2004 nóvember). Vímuefnafíkn er heilasjúkdómur. http://www.lydheilsustod.is/greinar/greinasafn/afengi/nr/808

 

 Það er fyrir löngu komin tími til að endurskoða þessi mál. Ég er þó sannfærður um að starfsfólkið á Vogi gerir eins mikið og það getur, en oftast er allt fullt hjá þeim og þá er ekki um neitt annað að gera en að forgangsraða sjúklingum. Það sem vantar er breytt hugarfar, minnkun fordóma, og meiri skilning frá stjórnmálamönnum.

 

Kveðja Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 16:26

12 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Verulega sorglegt.  

Marinó Már Marinósson, 27.7.2009 kl. 19:27

13 Smámynd: Ragnheiður

Mínir krakkar hafa ekki verið neins virði miði ég við þá aðstoð sem þeim hefur boðist í gegnum tíðina.

Mér finnst sorglegt að svona skuli þetta vera. Svona var þetta líka í "góðærinu" og ekki á ég von á að það lagist neitt í kreppunni

Ragnheiður , 27.7.2009 kl. 20:30

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við þurfum að breyta þessu.

Hvernig væri að skrifa fjöldapóst til Ögmundar heilbrigðisráðherra og krefjast úrbóta ?

Hvert einasta mannslíf skiptir máli.

Anna Einarsdóttir, 27.7.2009 kl. 22:59

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hrikalega sorglegt!

Ía Jóhannsdóttir, 28.7.2009 kl. 10:23

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Ía! Það er það.

Anna! Ég held að fjöldapóstar séu hættir að virka síðan þeir voru ofnotaðir í sambandi við bankahrunið. Það nennir enginn að lesa þá lengur....

Ragga! Ég á ekki von á því heldur. En það væri gott að geta lagað þetta...

Takk Valsól og þið hin öll fyrir komment.

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 00:00

17 Smámynd: Einar Indriðason

Ég held að skýringin sé einfaldlega (og því miður):  "Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að púkka upp á svona fólk.  Það skilar ekki gróða til baka."

Semsagt... í hnotskurn:  "Við græðum ekkert á þessu."

Takk fyrir þetta D og B. 

Einar Indriðason, 29.7.2009 kl. 09:08

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er hræðilegt og sorglegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2009 kl. 18:23

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég verð ekki einungis sorgmædd að lesa þetta ég verð svo reið svo voðalega voðalega reið.

Solla Guðjóns, 29.7.2009 kl. 21:39

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:38

21 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Við erum ótrúlega frumstæð og höfum ekki tekið miklum framförum síðustu þúsund árin. Ég er búin að liggja yfir Grágás undanfarið og þar er alveg á hreinu að verðgildi fólks fer eftir því sem það leggur til þjóðfélagsins, til dæmis er engin refsing við því að nauðga göngukonu, þ.e. heimilislausri konu, það þarf bara að gangast við því af því að ef barn verður til þarf að vera hægt að feðra það rétt, það þarf að vera á hreinu hver á að borga. Þar er líka þessi óborganlega setning: Rétt er að gelda göngumenn, og varðar eigi við lög þótt þeir fái örkumbl af eða bana. Samkvæmt Grágás er heimilt að gelda heimilislausa menn til að þeir fjölgi sér ekki og skiptir engu máli þótt þeir fái örkuml eða bana. Ég er ekki frá því að við séum ennþá á þessum stað.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.7.2009 kl. 17:04

22 identicon

Því miður bættist einn við í hópinn um helgina, rétt rúmlega tvítugur. Ég hef nokkrum sinnum farið með ungt fólk á göngudeildina hjá LSR og ég er svo sammála fíklunum þegar þau segja að það talað yfirleitt við þau með fyrirlitningu.

Eitt af því sem þarf að gera er að skipta um starfsfólk reglulega, fólk fer að líta á alla fíkla sem aumingja sem eiga ekkert gott skilið. 

Núna er sonur minn búinn í sinni fyrstu meðferð, hann fór fyrst inn á 33a og svo beint í Kotið. Hann var áður búinn að prófa að vera nokkra daga á Vogi og af einhverjum ásæðum líkar mér illa við Vog. Ekki bara hans vegna. Það þyrfti að auka starfsemi stað eins og Hlaðgerðarkots, Götusmiðjunnar og Krýsuvíkur.

Það er eitthvað við Hlaðgerðarkot sem veldur svo mikilli vellíðan bara við að fara þangað að keyra fólk sem er að fara í meðferð þar. En það eru margir sem gefast upp eða er vísað frá vegna brota.

Ég er sannfærð um að það að koma fíkli á rétta braut og hjálpa honum til þess sé mun ódýrara fyrir þjóðfélagið að öllu leyti heldur en að hafa þá úti í þjóðfélaginu í neyslu. Það þarf líka að breyta lögunum þannig að hægt sé að neyða fólk í neyslu í meðferð. Hafa það þannig að við foreldrarnir fáum meira vald, fíklarnir bera ekkert skynbragð á hvenær það sé komið nóg. 

En mér finnst vanta eitt á flesta þessa staði en það er meiri andleg hjálp. Hjálp við að komast yfir ástæður sem td hröktu viðkomandi í dópið. Það var aðeins byrjað að taka þetta fyrir þegar minn útskrifaðist en hann hefði haft gott af því að vera í að minnsta kosti 2 vikur í viðbót. 

Kidda (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 22:59

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sorglegt Kidda! Hvað þarf marga til?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2009 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.