Til hamingju með daginn..

...sagði ég við fyrrum vinnufélaga minn þegar ég hitti hann úti í bakaríi hjá Guðna í okkar venjubundna föstudagskaffi. Við höldum nefnilega þeim ágæta sið að hittast í kaffi og slúðra um menn og málefni ásamt því að flissa góðlátlega að heimsku náungans Tounge

Í dag viðrar þó ekki jafnvel til jarðskjálfta og fyrir ári síðan en ég er þó búin að stinga niður kartöflunum - svona just in case......... Kryddjurtirnar lifa sæmdarlífi og bíða helspenntar hvort þær endi villtar í garðinum eins og systur þeirra í fyrra. Tómatplantan sem mér áskotnaðist um daginn er hinsvegar í gjörgæslu í eldhúsglugganum þar sem ég gleymdi henni úti hjá jarðarberjunum sem mér voru líka gefin um daginn. Hún er nú öll að koma til, sýnist mér.....

Maðurinn í næsta húsi hringdi í mig, rétt í þessu, og spurði hvort það væri í lagi að hann sagaði niður greinarnar af grenitrjánum í garðinum hjá mér - sem mig vantaði einmitt að losna við. Ég var búin að plana að setja gróðurhús þar og var svona að veltast með það með sjálfri mér hvernig ég færi að því að saga niður þessar greinar og koma þeim burt. 

Mömmusinnardúlludúskur er komin með vinnu hjá sveitarfélaginu - allavega í sumar. Svona hafa nú hlutirnir lag á að leysast Happy

Eina sem mig vantar er góð pikkuplína! Enívonn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ertu bensínlaus,ég er á hjóli"prófaðu það....

zappa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

neeee... nenni ekki að tengja hana við efnahagsástandið....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þú átt góðan nágranna sem les hugsanir. Oft er það nú á hinn veginn, samvinnan við nágrannana.

Þórbergur Torfason, 29.5.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Hef ég ekki séð þig einhvers staðar áður?

Jú, það er þess vegna sem ég er hættur að fara þangað

Þröstur Unnar, 29.5.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Þórbergur við vinnum undir slagorðinu: Allt má leysa nema ráðaleysi ;)

Þröstur! Kallarðu þetta pikkupplínu? Ég er ekki hissa að þetta gangi ekkert hjá þér

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Ó

Þröstur Unnar, 29.5.2009 kl. 15:35

7 Smámynd: Einar Indriðason

Bíddu... áttu við að tómatplantan gæti verið ófrísk eftir jarðarberin?

Pikkupplína... hmm... Ef þú værir ljóska, þá væri línan... "mikið ... svakalega... er ég .. *HIKK* full... Eigum við að koma heim?"

Einar Indriðason, 29.5.2009 kl. 15:44

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmm.... en Einar! Nú er ég það ekki!! :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 16:54

9 Smámynd: Einar Indriðason

Þú gætir samt prófað?  Gáð hvort þetta virki?

Einar Indriðason, 29.5.2009 kl. 17:00

10 identicon

Karlmenn eru ekkert hrikalega flóknir finnst mér svo:

"Viltu?"

...ætti að nægja

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 17:03

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 17:07

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með afmælið.

Hver var það sem lyfti upp símanum og hringdi í sína um leið og hún hafði rifið þakjárnið úr hárinu á sér (eða þannig)?

Moi.

En svaraðir þú?

Nei, hlaupinn út, skíthrædd.

Munur en ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2009 kl. 17:11

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah góð!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 17:21

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey! Þarna er loksins ein vitræn!! Takk Valgerður Ósk :)

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 17:54

15 Smámynd: www.zordis.com

Lovjú ... virkar sennilega ekki sem pikkupp lína.

Mér detta ýmsar aðgerðir til hugar sem pikköppaðgerð en það er svooo dónó að ég segi ekki boffs meir!

www.zordis.com, 29.5.2009 kl. 19:35

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...enda ert þú í afar vafasömum bókmenntum ;)

Lovjútú

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 19:51

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

"Má bjóða þér að skoða nýja gróðurhúsið mitt...?"

eða

"Viltu sjá nýju tómatplöntuna mína...?"

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2009 kl. 23:12

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Getur þú hjálpar bjargarlausri konu?   Er það ekki pickuplína dauðans???????????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2009 kl. 03:46

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst vel á þínar Guðný Anna.

Jóna Kolbrún! Óver mæ ded boddí!! Svona mundi ég aldrei segja!!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 09:32

20 Smámynd: Garún

Gerðu bara eins og ég:  Ekki segja neitt!  Horfðu í augun á fórnarlambinu, brostu þínu breiðasta og blástu svo toppnum til hægri!   Virkar alltaf!  Bros fer með mann þangað sem maður vill fara!  Orð eru fyrir! 

Garún, 30.5.2009 kl. 13:15

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Garún alltaf góð! Eini vandinn er sá að ég kann ekki muninn á hægri og vinstri.... en það er kannski ekki ástæða til að láta það velkjast fyrir aðalatriðinu?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:23

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Notaðu tækifærin sem gefast.

Nú getur þú t.d. hoppað í fangið á einhverjum um leið og þú hrópar JARÐSKJÁLFTI !

Síðan áttar þú þig á að það er enginn jarðskjálfti (og hann líka) en þá heldur þú bara áfram utan um hann..... hreyfir höfuðið þokkafullt um leið og þú lítur í augun á honum með blik í augum og hvíslar seiðandi röddu..... fyrirgefðu. 

Anna Einarsdóttir, 30.5.2009 kl. 13:58

23 Smámynd: Garún

Og þá get ég notað tækifærið og ruglað þig enn meira í rýminu!!!  Það er fórnarlambsins hægri 

Og PLÍS segðu mér hvað þið eruð alltaf að gera á sunnudögum...hélt ég myndi gubba af hlátri!

Garún, 30.5.2009 kl. 13:58

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Anna! Það hafði hvarflað að mér svo ótrúlegt sem það má virðast......

Garún! Spurning um að hnykkja bara höfðinu hægri, vinstri þar til fórnarlambið biður mig að hætta þessum hávaða?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 14:14

25 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

..ég kann enga pikkupplínu.... ég pikka þá bara upp.... ekkert vesen....

 en en.... hvað gerðiru við greinarnar sem sagaðar voru af trénu þínu.... þarf nebbla svona greinar....call me...

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:38

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm.... hringi í þig á morgun! Klukkan er orðin svo margt ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 23:02

27 Smámynd: Einar Indriðason

En, sko.. ef þú hnykkir höfðinu .. hægri... vinstri... er þá ekki mikil hætta á að "fórnarlambið" misskilji hreyfinguna, og haldi að þú sért núna að leika í auglýsingu um sjampó fyrir hárið?  Sérstaklega ef þú gerir þetta í hægri .... þokkafullri ... hægri... og vinstri .. hreyfingu ?

Einar Indriðason, 31.5.2009 kl. 10:15

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Einar - það er mikil hætta á því... Sérstaklega vegna þess að ég hef alveg hárið í það

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.