Operation hotfield!

Þeir smíðuðu fyrir mig vermireitinn í dag - drengirnir. Þeir vita sem er að þegar ég er búin að biðja þrisvar sinnum um að hlutirnir séu gerðir þá er vissara að fara að haska sér í þá!

sany0295.jpgÍ ausandi rigningu stóðu þeir úti, Mömmusinnardúlludúskur og Fyrrum starfsmaður Húsasmiðjunnar og dunduðu sér við að saga og skrúfa. Á meðan dundaði ég mér inni við við að líma saman gamlan stól sem ég klófesti á nytjamarkaðnum!

Hann kom að mér fyrrum starfsmaður Húsasmiðjunnar þar sem ég mundaði límið og varð að orði að ég skyldi fara varlega með þetta lím - það freyddi nefnilega! Ég horfði ströng á hann á móti og spurði hvort það væru ekki einhverjar spýtur úti í garði merktar honum? Enda hafði ég aldrei heyrt um að lím freyddi. Ég þekki vín sem freyða - en ekki lím. Það er að segja - ekki fyrr en nú......

Ég gaf þeim síðan að borða í staðinn fyrir smíðavinnuna og þeir fóru sáttir út í rigninguna með Hlín Hrekkjusvín í farabroddi.

Við Stúfur Stubbalings fundum okkur hins vegar hjólbörur og skemmtilegan félagsskap og fórum í hesthúsahverfið að rupla hrossaskít. Ég mokaði síðan mold yfir hrossaskítinn í vermireitnum og á morgun stefni ég á að umplanta og sá gulrótarfræjum ásamt því að plokka umframfreyðilím af stólnum sem ég ætla mér að sitja í sumarkvöldin löng og prjóna.... þ.e. ef Hlín Hrekkjusvín verður ekki búin að eigna sér hann! Ef þið eruð heppin og myndin prentast vel má sjá æskumynd af mér í skápnum sem pabbi gaf mér! Ég hef eiginlega ekkert breyst.........

Í sumar stefni ég að bjóða ég svo upp á lífrænt ræktað spínat og gulrætur ásamt blómkáli og brokkolí, hugsanlega kartöflum með sméri líka, í vinnustaðagrillpartýinu og kem til með að slá algjörlega í gegn Tounge Gott ef ég fæ ekki launahækkun út á það.........

Hver vill ekki vera eins og Stjáni Blái?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hhahahaha, ég var einmitt að rýna í myndirnar í bakgrunni.

You know me woman.

Stólinn er ótrúlega krúttlega og bleikur.  Gargandi snilld.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er eins og stóllinn sé í kjól.    Töff !!!

Það þýðir semsagt ekkert að selja þér grænmeti kona góð.

Anna Einarsdóttir, 11.5.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jenný! Suma þekkir maður bara betur en aðra. Stóllinn er ferlega flottur. Og það sem meira er það er svo þægilegt að sitja í honum að ég íhuga að flytja í hann!! Ég veit að Hlín flytti með mér fyrir eitt orð........

Nebbs Anna. Í sumar verður borðað heimaræktað.....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Æji, keyptir þú stól í þezzari okurverzlun?

Ég hefði átt að vara þig við, verzlunarstjórinn er vízt hið versta HEX & á til að selja fólki ónýtt drazl sem að brotnar á heimleiðinni & þarf strax að líma.

Mér sýnizt muni vanta kanínur í garðinn þinn þegar ~sumrar~...

Steingrímur Helgason, 11.5.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Steingrímur! Það þarf að passa sig á henni........... Hér verða kanínur skotnar á færi eins og hverjir aðrir kettir á Húsavík!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algjör prinsessustóll  Til lukku með vermireitinn

Þú ert ennþá sama krúttið, það fer ekki á milli mála

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:16

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef ég ætti svona flottann stól myndu kisurnar mínar slást um hann.  Þær eru hrifnar af gömlum stólum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flottur stóll við flotta mynd.! Ég öfunda þig af vermireitnum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:02

9 Smámynd: www.zordis.com

Glæsileg myndin af þér ! ! ! ! !

Keyptiru púzzlustól hjá vinkonu okkar í Nytjamarkaðnum, það er greinilega ýmislegt sniðugt þarna.

Pant vera Olivia, vonast til að nálgast hennar vaxtalag á næstu 10 árum ef ég held aðhaldið út. Knús og kossar mín kæra, hlakka til að hitta þig ferska við vermireitinn (hjarta)

www.zordis.com, 12.5.2009 kl. 08:23

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það má finna ýmislegt þarna hjá henni! Ég þurfti að líma armana og skrúfa nokkrar festingar! Hann er algjör gullmoli þessi stóll.

Já stelpur! Vermireiturinn á eftir að slá í gegn......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 08:51

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALdeilis flottur stóll, og myndin er fín... já þú hefur ekkert breyst Hrönn mín   Freyðilím alltaf heyrir maður eitthvað nýtt   Og svo til lukku með nýja ylreitinn, megi allt vaxa þar vel og dafna nema arfinn.    Smátips gott að segja akríldúk yfir hann.  Plönturnar vaxa betur og jafnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 08:57

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

glæsilegur stóll.....en ég vil sjá mynd af þessum umrædda vermireit..... ekkert plein mont... ég vil sannanir.....

Myndin af þér er krúttleg..... á ég ekk svona eintak líka....sem þú gafst mér í kveðjugjöf hér um árið þegar ég flutti af landi brott og þú varst hrædd um að ég myndi gleyma þér...

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.5.2009 kl. 09:35

13 Smámynd: Brattur

Ég vildi gjarnan vera eins og Stjáni blái... en nenni samt ég ekki að borða mikið af spínati... Hvað verður maður annars ef maður borðar mikið af lakkgrís...

Brattur, 12.5.2009 kl. 18:40

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahaha Fanney! Hvernig datt mér það í hug? Ég hef ekki verið búin að átta mig á því þá að ég er ógleymanleg

Takk Cesil. Ég skoða dúkinn.

Brattur! Hugsanlega bara andstæðan við Stjána Bláa með allt of háan blóðþrýsting að auki? 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.