Spurt er

EF ég get haft illan bifur á einhverju eða einhverjum....

....get ég þá líka haft góðan bifur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

bifur=bjór. Bjór=kvikindi með flatt skott. Bjór=glundur í dós eða flösku. Góður bifur=gott djamm. Illur bifur=slæmir timburmenn

Stendur eitthvað til ?

Ragnheiður , 6.3.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef skoðað er orðið bif-reið, þá held ég að bifur sé yfirleitt í vondu skapi eða illur.

Anna Einarsdóttir, 6.3.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

jebbbb+knus s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 20:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætlastu til að maður svari þessu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 20:33

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

... í matinn allaveganna.      

Marinó Már Marinósson, 6.3.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jenný! Annars hefði ég varla spurt?

Marinó! Í matinn?

hhaha Anna!

Ragga! Svo gæti maður líka talað um flatan bjór!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 21:22

7 identicon

 Ragga sagði það.Á að fara að djamma?Passaðu þig á sýsla,hann tapaði

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Er ekki Kreppa?     Allt er hey í ....

Marinó Már Marinósson, 6.3.2009 kl. 21:43

9 Smámynd: Brattur

Já, auðvitað er hægt að hafa góðan bifur... sbr. kerlinguna sem sagði "það er kominn nýr prestur í sóknina og ég hef rosalega góðan bifur á honum"... ég þekkti ekki þessa kerlingu en mér var sögð þessi saga af manni sem var næstum því skyldur henni...

Brattur, 6.3.2009 kl. 22:15

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vildi bara vera viss áður en ég settist niður og skrifaði ritgerð til svars.

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 22:15

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja, vonandi getur þú notað þetta.

Sauðfjársæðingastarfið í desember endaði með nýju meti hjá okkur en alls voru sæddar 15.462 ær frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands sem er 539 ám fleira en það sem mest hefur verið hingað til en það var árið 2005. Aukningin er hinsvegar 1.577 frá síðasta ári en þátttakan þá var samt sú næst mesta fram að því. Langmest var tekið úr Rafti alls 2.421 skammtar (484 strá) en pantanir í hann voru 3.331 skammtar sem var 25,4 % pantana í hyrnda hrúta (fyrir utan Gera og Hyrni). Alls náðu sex hyrndir hrútar 1.000 skammta markinu í pöntuðu sæði og einn kollóttur hrútur,Örvar. Í útsendu sæði voru það hinsvegar níu hyrndir hrútar sem náðu þessu marki og tveir þeirra fóru yfir 2.000 útsenda skammta (Raftur og Bifur). Þrír kollóttir hrútar fóru síðan yfir 1.000 útsenda skammta. 80% pantana í hyrnda hrúta (án Gera og Hyrnis) voru í sex hrúta þ.e. Raft, Grána, Papa, Þráð, Bifur og Dropa. Þar af 45,5% í þá þrjá fyrstu.Á starfssvæði BV voru sæddar alls 7.093 ær sem er um 1% aukning frá fyrra ári, þar af voru 683 ær á Vestfjörðum sæddar með frystu sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Með fersku sæði þaðan voru einnig sæddar 150 ær á okkar starfssvæði. Aldrei hafa fleiri á starfssvæði BV sætt 100 ær eða fleiri, alls 14 bændur sem sæddu samtals 1.604 ær. Ítarlegri texta og yfirlitstöflur um sauðfjársæðingar hjá Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands má finna á heimasíðu  BV, www.buvest.is 

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 22:18

12 Smámynd: www.zordis.com

Ég hef mjög góðan bifur á á sumu út af dottlu. Ég er ekki viss í hvora bifuráttina ég stefni en tel þó líklegara að það sé í góða átt, út af sotlu en það er eins og ég segi, ekki viss!

Hún heyrði ekki bifur,

enda snæddi bara lifur.

salt á borð,

klúrt í orði.

góðan eða íllan

bifur, bifur eða bifur!

www.zordis.com, 6.3.2009 kl. 22:29

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki bif-aðizt ég við lezturinn...

Steingrímur Helgason, 6.3.2009 kl. 22:48

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe Jenný! Þú ert eins og hann þarna.... kall.... sem ég man ekki hvað heitir en hann myndast alls ekki vel..... Bloggar í bloggum

Passa mig á sýsla? Hann passar sig bara á mér.......

...en ég sé það á öllu að það er hægt að hafa mjög góðan bifur!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 23:26

15 identicon

Ekki hissa á spurningunni!. Lánirðu einhverjum eitthvað áttu von á að því verði skilað. ?Eigum við að segja að það varði tilfinningargreind þó vík sé á milli vina?

Ég er að þeirri gerðinni Hrönn að ég skila því sem mér er lánað. Kannski meðvirk? .. Eða smámunasöm. Sértu hinsvegar í vandræðum þá máttu eiga bókina...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 01:10

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii - já ég er í rosa vandræðum! Get til dæmis ekki sofið núna fyrir hávaða! Ætti kannski að fara niður og athuga hvort þau eigi einhverja bók sem þau geta tilfinnanlega lánað mér! Eða rauðvín?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2009 kl. 01:31

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

skál í boðinu - eða kjallaranum eða hehemm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 09:16

18 identicon

Ég hef bifur(löngun) á samveru við þig Hrönn.  Hvergi endar þinn yndisleiki og alltaf brosi ég þegar ég fer á flakk og kem hingað í heimsókn.  Þú ert aðal bifarinn þegar kemur að því að hrista upp í manni.  Þú ert hreint frábær bifari, eða kannski bara aðal bifið?  Þú skrifar þannig að þú uppskerð alltaf bifandi svör. Ó hvað ég er bifuð.

Ég bið sólina að brosa til þín í allan dag og lita himininn rauðan fyrir þig er kvöldar.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 14:28

19 Smámynd: www.zordis.com

Sko þú hefur líka góðar bífur sem er nú alveg í stíl við nikkið þitt: Háfætta hryssan ....

www.zordis.com, 7.3.2009 kl. 20:36

20 Smámynd: Einar Indriðason

Bifur-kolla!

Einar Indriðason, 8.3.2009 kl. 09:30

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fletti þessu upp í gamni 

Bifast til dæmis getur þýtt að skjálfa af ótta. Bifan er geðshræring  eða ekkasog, og svo framvegis, svo það er erfitt að gera sér í hugarlund að bif geti verið eitthvað jákvætt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2009 kl. 11:57

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaa þess vegna bifast ég ekki.......

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband