Flokkum og skilum.....

Mér var boðið í teiti í gær - sem ég að sjálfsögðu mætti í! Þangað var boðið þeim sem vissu póstnúmerið á Króksfjarðarnesi - án þess að gúggla það og svo einum sem er hvorki á facebook né blogginu!

Jamm - það er Dúa sem á svona undarlegan vin W00t

Það var þrusugaman. Dúa dansað á ræmunni og allir sögðu neyðarlega sögu af sjálfum sér. Ég var svo að hugsa þegar ég keyrði heim yfir fjöllin sjö - maður leggur ýmislegt á sig, sjáðu til, til að mæta í partý - að ég hafði alls ekki sagt neyðarlegustu söguna mína. Enda var hún vitlaust flokkuð......

Þannig var að ég átti einu sinni vinkonu, áherzlan er á einu sinni, hvers vinkona hafði keypt sér sundbol í gegnum svona..... hvað heitir það nú aftur.... pöntunarlista! Hún fór aldrei í sund þannig að hún gaf vinkonu sinni bolinn, sem fór heldur aldrei í sund og fannst upplagt að gefa mér bolinn - því ég er jú hafmeyja og alltaf í sundi.

Ég tók við bolnum, þakkaði fyrir mig og fór í sund og synti nokkrar ferðir. Það var hinsvegar ekki fyrr en ég var á leiðinni í heita pottinn að ég tók eftir því að bolurinn var búinn þeim fágæta eiginleika að verða ósýnilegur þegar hann blotnaði!

Ég skannaði í hendingskasti möguleikana sem ég hafði í stöðunni og gerði svo það eina sem hægt var að gera. 

Ég lét eins og ekkert væri eðlilegra en vera í ósýnilegum sundbol í sundi! Ekkert........ Ég er náttúrulega heimskona og svo þurfa hafmeyjar ekkert endilega að vera í sundbol Tounge

Ég á sundbolinn ennþá ef ykkur vantar einhvern tíma sönnun á því að þið séuð heimskonur.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Heimta myndir úr partíinu, áður en þú flokkar og skilur.

Þröstur Unnar, 22.2.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Vilma Kristín

Leiðinlegt að komast ekki í partýið... það er svona að vera með of mikið skipulagt.

Vilma Kristín , 22.2.2009 kl. 16:36

3 identicon

 og mynd af þér í sundbolnum ósýnilega.Ég á sundbol sem sést og er með plastbrjóstum.Skipta??????????

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:47

4 Smámynd: Rebbý

úbs partý-ið
æj - vona að það hafi verið geggjað gaman ... fæ vonandi boð aftur frá Dúu síðar

Rebbý, 22.2.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sama og þegið...............................með sundbolinn, langar ekkert til að sanna það fyrir mér og öðrum að ég sé heimskona

Huld S. Ringsted, 22.2.2009 kl. 19:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gat verið, auðvitað vissir þú alveg að bolurinn var see through.

Skamm.

Flottar myndir úr partíinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.2.2009 kl. 22:53

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld vissi ég það......

ógó skemmtilegt partý líka! Enda almost eingöngu nördar þar.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þröstur! Ég skil aldrei neitt....

Birna! Held ekki...... en þú mátt fá minn lánaðan enítæm ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 22:56

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta hefur verið svona Pamelu Anderson sundbolur....hefur örugglega farið þér mikið betur en henni

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:14

10 identicon

alva (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 01:26

11 Smámynd: www.zordis.com

Takkk .... koddu með hann í næstu sólarferð og við munum syngja í blautbolakarokí! (alveg nýtt trend hérna megin) ....

Góð saga og gott partý! (var með ykkur í anda, er boðflenna sko)

www.zordis.com, 23.2.2009 kl. 08:56

12 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Hvert er svo aftur póstnúmerið á Króksfjarðarnesi?

Einar Indriðason, 23.2.2009 kl. 10:16

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Varstu þarna á fölskum forsendum?

Kem með hann Zordis - en fer ekki í sjóinn í honum..... tíhí......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2009 kl. 10:40

14 Smámynd: M

M, 23.2.2009 kl. 12:24

15 Smámynd: Einar Indriðason

Óh!  Hmm... sko... nefndu tölu á bilinu 0 og upp í 5000?  Það er nánast örugglega ekki póstnúmerið á Króksfjarðarnesi!

Hmm.....

Nýju fötin keisarans hvað?

Einar Indriðason, 23.2.2009 kl. 22:32

16 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha ég hef alveg misst af því að sjá boð í slíkt nördapartý - aldrei að vita hvort ég hefði staðist inngönguprófið

Væri nú gaman að sjá myndir af þessum nördum og ég tala nú ekki um af sundbolnum

Dísa Dóra, 23.2.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband