Skemmtum okkur innanlands.

Var að lesa moggann í morgun. Þar fletti ég mig að heilsíðuauglýsingu frá einhverju flugfélagi sem vill að ég skemmti mér innanlands.

Auglýsingin er mynd af fjölskyldu þar sem mamman situr svo ógesslega happí, pabbinn er nördaútgáfa af út og suðurkallinum og börnin eru merkt með stað og ártali. 

Það getur vel verið að mömmunni finnist hrikalega gaman að vita af syni sínum barnungum á þjóðhátið og hinum börnunum á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri á meðan hún nördast með kallinum heima. En - hafa börnin eitthvað gaman af að fljúga innanlands?

Hvar er barnaverndarnefnd?

Maður spyr sig........

Á morgun tek ég fyrir auglýsinguna um Valentínusardaginn - hvar karlmaðurinn á að sýna samúð, hugrekki og rómantík!

Lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Ha, ha... ja, það getur verið góð hvíld fyrir mömmuna að senda börnin hingað og þanngað.  Ég get alveg gert það opinbert að stundum er mér skapi næst að senda mín í burtu með næstu flugvél... en svo kemst ég yfir það fljótt.

Og Valentínusarauglýsing... það hellist yfir okkur auglýsingar um amerískan upp-poppaðan ástardag... jakkk....

Vilma Kristín , 13.2.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æ haf ónlí vonn þeing tú sei...... Ást á rauðu ljósi?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvað með barnaverndarnefnd ef maður sendi ungana sína út og suður eftirlitslaus

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2009 kl. 10:37

4 identicon

 er ekki ódýrara að senda alla saman í flugi til Spánar?Það er stutt síðan ódýrara var að fljúga þangað en á Akureyri.Mín börn eru heppinn að vera flutt að heiman  en "nördinn"minn á að vinna með mér um helgina svo hann verður hjá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: SigrúnSveitó

snilld!

SigrúnSveitó, 13.2.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: M

Ég les oft svo vitlaust í þessar auglýsingar. Hélt það þýddi að þau gömlu hefðu verið svo dugleg að ferðast innanlands með flugi og að börnin hefðu verið getin á þeim stöðum og hvaða ár sem þau voru merkt

Skýra svo strákinn Egil Daða (Egilsstaða )  eins og þau sætu Beckham hjónin gerðu um árið (Brooklyn)

Hvað veit ég....

M, 13.2.2009 kl. 12:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Barnaverndarnefnd virðist sjaldan vera þar sem hennar staður er; þ.e. að vernda börnin.

Knús Hrönnsla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 12:39

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála Jenný en kærar kveðjur til þín Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2009 kl. 19:32

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:18

11 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 14.2.2009 kl. 09:34

12 identicon

Fékk ekki Fréttablaðið inn um lúguna í morgun og ályktaði sem svo að nú væru þeir líklega bara , lok, lok og læs og allt í pati.

Takk fyrir þetta elsku Hrönn.  Ég fæ þó að minnsta kosti auglýsingafréttir hér hjá þér og það er nú bara ágætlega góð gegnumlýsing á ástandinu.

Eigðu fallegan dag og hugsaðu um vorið. 

Knús,knús (ekkert bús).

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 13:25

13 Smámynd: Rebbý

hlakka til að heyra í ykkur Vilmu eftir daginn í dag .... þú að yfirfara auglýsingar dagsins og hún þykist ætla að rembast við að banna ást á almannafæri  híhíhíh
happy valentinesday babes

Rebbý, 14.2.2009 kl. 14:48

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þegar stelpan mín var lítil þá sagði hún starfsfólkinu á leikskólanum sínum að hún hefði verið að koma frá útlöndum en við vorum BARA að koma úr flugi frá Egilsstöðum.   Heimurinn getur jú verið stór þegar maður er lítill.   

Marinó Már Marinósson, 14.2.2009 kl. 20:34

15 Smámynd: Solla Guðjóns

 Ég spyr mig oft hvaðan þú færð þessar hugdettur.

Solla Guðjóns, 14.2.2009 kl. 23:19

16 Smámynd: www.zordis.com

Heil vika og lífið nokkuð heilt .... Það væri nær að fljúga bara til mín og skemmta sér erlendis! Annars er dýrara að fljúga til Alicante heldur en oft áður.

Verð með heitt á könnunni fyrir þá sem vilja.

www.zordis.com, 16.2.2009 kl. 09:19

17 Smámynd: Ólöf Anna

ertu en að pæla í valentínusarauglýsingum. Það er ekki flókið, væmið auglýsingaplott sem gefur manni gubbuna!!!

Jæja þá er það búið nú geturu tjáð þig um eitthvað annað.

 hopp hopp kella!!!

Ólöf Anna , 16.2.2009 kl. 18:59

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já sko Ólöf Anna! Ég komst að ALLT ANNARRI niðurstöðu! Hún er svo dónalega að hún er ekki birtingarhæf. Á meðan ég reyni að komast yfir dónaskapinn í sjálfri mér verð ég bara að þegja....... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 19:07

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Heyrðu...ó...úbbs...ég hef misskilið þessa auglýsingu eitthvað illilega.....'

Ég hélt að foreldrarnir hefðu getið börnin þessi ár á þessum stöðum...og þarna væri manni sýnt hvað það er mikil fjölbreytni í lífinu...he he he...

Já sææææll....svona getur maður verið fáránlega berskjaldaður....

Bergljót Hreinsdóttir, 16.2.2009 kl. 20:06

20 Smámynd: Marta B Helgadóttir

knús til þín Hrönnslan

Marta B Helgadóttir, 16.2.2009 kl. 22:46

21 Smámynd: www.zordis.com

Úhhhh .... hin þegjandi þögn sem segir meira en mörg orð!

www.zordis.com, 17.2.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.