Nostalgía

Ég var að lesa gamalt blað með morgunkaffinu..... Matur og Vín heitir það. Þar eru oft góðar uppskriftir og viðtöl við hina og þessa. Ég staldraði við viðtal við (takið eftir öllum viðunum.... mætti halda að ég væri úr iðnaðarmannahéraði Happy) Tomma í Tommaborgurum og þá fór ég að hugsa.......

Ég renndi mér allt til árs fyrsta alvöruhamborgarans sem ég smakkaði. Hann var vitaskuld keyptur í útlöndum því hér fengust engir almennilega sveittir borgarar í þá gömlu góðu........ á Strikinu nánar tiltekið - ég hef snemma byrjað að njóta lífsins lystisemda í Danmörku en þetta er ekki saga um það..... Tounge Mig minnir samt endilega að minn fyrsti borgari hafi heitað Whopper Burger frekar en Burger King. Ég man ég fylltist valkvíða miklum yfir öllu því úrvali af hamborgurum og meðlæti sem þar gat að líta..... Ég man líka að mér fannst hann ekkert spes...

Fyrir nokkrum árum vaknaði ég óvenjuþunn og skundaði um miðjan dag í næstu sjoppu og verslaði einn sveittan borgara alltaf gott að borða bras í því ástandi. Síðan hef ég ekki borðað hamborgara! - Nú hélduð þið að ég ætlaði að segja: Síðan hef ég ekki vaknað þunn Tounge

Lifið í lukku Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Ég man ennþá fyrsta Tommaborgarann minn þegar Tommi opnaði á Laugaveginum rétt við Hlemm. VÁ, algert æði og ég var ekki þunn

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Abbababb. 

Matur og vín ?  Ég sé í gegnum þetta.  Þú varst að lesa um vínin. 

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 14:33

3 Smámynd: Ragnheiður

Já og sleiktir út um ! Hamborgari hvað !

Hey, ég verð heima á morgun...flensan leyfir enn ekki vinnudaga

Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok Ragga! Ég rata þangað núna..... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 15:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst mynd af sveittum borgara fylla mig af hálfgerðu ógeði   örugglega hægt að fá fullt af svoleiðis á borgarafundum eller hur!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2009 kl. 16:06

6 Smámynd: Vilma Kristín

mmmm, hamborgari er nú eiginlega svona matur sem klikkar ekki og nauðsynlegur á þynnkudögum! Algjörlega!

Vilma Kristín , 8.2.2009 kl. 16:57

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég get rétt ímyndað mér hvar þessi "þynnkuborgari" endaði....nánast ómeltur

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:31

8 Smámynd: Dísa Dóra

Um tvítugsaldurinn var ég að vinna á kvöldin í Barón á Laugaveginum og þar kynntist ég almennilegum hamborgurum og slefa við minninguna

Dísa Dóra, 8.2.2009 kl. 21:09

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég man eftir Barón sem Dísa Dóra talar um.

Ég man líka hvað mér þóttu Tommaborgarar góðir. Ég hef ekki smakkað þá nýju. Þ.e. af hamborgarabúllunni.

Ég trúi því ekki að þú hafir ekki étið hamborgara i nokkur ár!! En franskar?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.2.2009 kl. 11:19

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú ég hef úðað í mig frönskum!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 11:53

11 Smámynd: Einar Indriðason

Þá er nú kominn tími á að fá sér "búllu-borgara" hjá Tomma!  NAMMI GOTT!

Einar Indriðason, 9.2.2009 kl. 12:44

12 identicon

Þynnkuborgariég á sögu um þynnku svið.Hafið þið verið ógeslega þunn og borðað heit svið?Það er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:37

13 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Á ég að bæta í?  Sviðasulta, út í búð... hlaupkennd.  Sett á disk.  Diskurinn settur í örbylgjuofninn... svona til að taka mesta frostið úr sviðasultunni.  Hlaupið breyttist í vatnskennda efnablöndu....

Og sviðabitarnir út um allt.  Smakkaðist ágætlega, en það kom grænn svipur á borðfélagana.

(Og þetta hef ég gert amk 3svar... alltaf grænn svipur á borðfélagana....)

Einar Indriðason, 9.2.2009 kl. 13:59

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ó, þúúúúú, enginn minnist eins og þúúúú, enginn minnst hamborgara í þynnnnnnnku, nneeeeeeeemmmma þúúúú.

Þetta var lélegur texti við frábært lag, en saminn um frábæra konu. (Sko, þarna reddaði ég mér fallega....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2009 kl. 18:12

15 Smámynd: www.zordis.com

Eg mun dæna með þér sveittan borgara hvar sem er í heiminum .... Eða bara eitthvað annað ....

www.zordis.com, 9.2.2009 kl. 19:48

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Oj Einar.....

Guðný Anna! Þarna reddaðirðu þér fyrir horn.

Zordis! <3 

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 20:05

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

 Ha ha ha... 

Bergljót Hreinsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband