Skortsala...

Ég hlustaði á Bylgjuna í morgun á leiðinni heim! Þar var Jafet Ólafsson að útskýra skortsölu fyrir hlustendum.

Ef ég skildi hann rétt þá er skortsala þegar hlutabréfaeigendur "lána" hlutabréfin sín og þau eru seld á uppsprengdu verði og keypt aftur þegar verðið á bréfunum lækkar - framboð og eftirspurn sjáðu til. Þannig geta þeir grætt á þessari sölu - sem er náttúrulega, vægast sagt hæpin.........

Ég legg til að þessi skortsala sem er bein þýðing úr enska orðinu shortsale - verði breytt í skammsölu! Þeir sem stunda þessi viðskipti geta þá skammast sín á meðan......

Á morgun útskýri ég fyrir ykkur hvers vegna krónan er í fjálsu falli Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Ragnheiður

Ehh..já . Þá vitum við það

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð, það er ég viss um að téður Jafet hafði fleiri orð og útskýringar á takteinum, án þess að hinn dæmigerði hlustandi skildi málið til fullnustu.  Þín útgáfa er pottþétt og ég mæli með því að leitað verði til þín með næsta orðskrípi, það mun ég alla vega gera.

Sigrún Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Átti þetta ekki að vera skortstaða?

Þröstur Unnar, 23.9.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Vilma Kristín

Er það fjármálahorn Hrannar? Lýst vel á þetta, býð spennt eftir næsta pistli!

Vilma Kristín , 23.9.2008 kl. 21:07

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hver þarf 'brókera' sem hefur Hrönnzlu ?

Steingrímur Helgason, 23.9.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Múhaha....þú ert náttla bara fyndin...ættir kannski líka að útskýra af hverju úrvalsvísitlan er mæld í stigum en ekki tröppum...eða lyftum....

Walt Disney eða var honum hrint????

Lafði Díana eða hékk hún???

Hefurðu séð ís í boxi eða bíl skúra????

Nei...grííín....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:00

9 Smámynd: M

:-D

M, 23.9.2008 kl. 23:38

10 Smámynd: Tína

Halló sæta. Sorry hvað ég hringdi síðan seint í þig í gær. En kaffið verður víst að bíða um stund þar sem hún móðir mín liggur alvarlega veik á Landsanum. En við systurnar erum búnar að koma okkur upp vaktakerfi þannig að það er alltaf önnur hvor okkar hjá henni. En ég kíki um leið og þetta er afstaðið.

Knús inn í daginn þinn elsku vinkona.

Tína, 24.9.2008 kl. 07:41

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tína mín! Ekkert mál. Við getum alltaf drukkið kaffi

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 07:53

12 Smámynd: Solla Guðjóns

HAhAh

Solla Guðjóns, 24.9.2008 kl. 09:22

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 12:55

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frekar ætti 'ztyttíngzztyttan' að vera úr bronzi & því þriðjúngur af hæð ...

Ágætiz hagfræði & samsærizkennínginn auðrennd.

Steingrímur Helgason, 24.9.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.