Ég er svöööööng......

Mig langar ekki lengur að borða bara AB mjólk! Ferlega er ég orðin þreytt á AB mjólk.... Mig langar í djúsí steikur, franskar kartöflur, salat!! Eitthvað sem bragð er að!! En AB mjólk er það eina sem kemst ofan í mig Pinch

Ég hringdi upp á heilsugæslu í morgun og spurði hvort það væri laus tími hjá einhverjum lækni! Já - sagði konan á símanum komdu eftir tuttugu mínútur! Ég varð svo hissa að ég missti næstum málið....  aftur Tounge Fór svo og hitti lækninn - eða drenginn. Var frekar fegin að eiga tíma fyrir hádegi hjá honum  til þess að þurfa ekki að spilla hádegislúrnum hans Wink Hann vildi skoða hálsinn og spjalla voða mikið! Ég hins vegar sat hin þrjózkulegasta og harðneitaði að opna munninn. Þegar við svo að lokum náðum málamiðlun úrskurðaði hann mig með streptococcasýkingu og sendi mig heim með undrapillur sem eiga að lækna mig á millimetra úr sekúndu. Hann virtist voða feginn þegar ég fór að hann þurfti ekki að taka á móti mér seinni partinn til að spilla nú ekki miðdegislúrnum mínum........Cool

Í öllu þessu málleysi höfum við Stúfur Stubbalings komið okkur upp okkar eigin máli - tákn með hljóðum - kalla ég það. "Klapp klapp - þýðir: komdu hér. Klapp klapp klapp - þýðir: Koma hér strax. Ef ég spretti fingrum fer hann þá leið sem ég bendi honum - og ein hendi - þýðir: ekki bannað innan tólf heldur, bíddu!" Hann verður orðinn hlýðnasti hundurinn í hverfinu þegar og ef ég næ heilsu á ný Wink

Ég er að lesa alveg fantagóða bók svona þessar fáu stundir sem ég næ að halda mér vakandi.... hún heitir Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd. Mæli með henni! Hún leiðir mig svo áreynslulaust í gengum heim fullan af hatri og ofbeldi á meðan hún veitir einnig innsýn inn í aðra veröld svo miklu - miklu ljúfari..... með fróðleiksmolum um býflugnarækt inn á milli.

Mig langar svooooooo í eitthvað gott að borða.......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elsku kerlingin, þetta er nú ferlegt og stórhættulegt að vera með streetsýkingu eða voru það kokkar ...   Ég er að fara út að borða í kvöld og veit ekkert hvað mig langar í. 

Láttu þér batna háa og þvengmjóa kona!

www.zordis.com, 4.7.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi greyið mitt.     Þér til huggunar og fróðleiks, þá fékk ég einu sinni þessa kokka og það er ótrúlegt hvað manni batnar fljótt - allavega það versta - eftir meðhöndlun með lyfjum. 

Nú mæli ég með því að einhver búi til fyrir þig kartöflustöppu, gammeldags.

Hvar er nú riddarinn á ísbirninum sem kann að elda ???

Anna Einarsdóttir, 4.7.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha! Já hvar er hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Rebbý

láttu þér batna svo stubbalingur hætti að þurfa að hlíða svona vel og auðvitað svo þú komist á fætur til að skoða og daðra við strákana

Rebbý, 4.7.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

snúlludúllan mín. Mikið er gott að hinn barnungi læknir (sem ég er alveg handviss um að búið er að venja af miðdegis/hádegislúrnum) gat bjargað þér um lyf við helvískum kokkunum.

Brátt munu franskar kartöflur, löðrandi í fitu og kólesteróli, renna ljúflega niður þinn mjúka og ósára háls. Mmmm.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hlýddu bara litla krúttlega doktornum og taktu pillurnar...og þú getur ábyggilega fengið þér eitthvað djúsí á sunnudaginn....eftir hádegislúrinn...

Ég lenti á spítala með þessa fjárans kokkabjána fyrir nokkrum árum síðan..og þakka fyrir að vera enn í tölu lifenda....

Farðu varlega og vertu stillt...

Bergljót Hreinsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá Hrönn mín, varstu nokkuð á leikskólanum á Suðureyri  Knús á þig elskuleg mín, ég er einmitt búin að horfa upp á stelpurnar mínar tvær verða þessum kokkum að bráð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Hrönnslan mín, held bara að ég verði að líta á þig á morgun.  Helv. kokkarnir eru ógeð, hef ég heyrt. En hún Anna er að tala um eitthvað gammeldags, mér líst betur á gammel dansk  stubbalingur á eftir að verða fyrirmynd allra annarra hunda forever.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var með grillað lambalæri, kryddað með rósmaríni, möluðum svörtum pipar og Maldonsalti, bakaðar, salat, rósakál og alles.

Lalalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 00:13

10 Smámynd: Tína

Það hefur greinilega gleymst að segja þér að það er stranglega bannað að vera veikur á sumrin, um helgar og þegar maður er í fríi!! En ég ætla að senda þér hlýja strauma og láttu þér nú batna hið snarasta kona góð.

Knús á þig yndislegust.

Tína, 5.7.2008 kl. 07:59

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég skellihló...  ekki oft sem manni verður það á svona aleinni  ...eða það hélt ég þangað til krakkapöddurnar komu hlaupandi.. úpps helgi.  Búin að gleyma að hönkið er að vinna þennan laugardag.. -Hvert ætti ég að senda dýrungana..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.7.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ab mjólk uss ég er líka orðin mjög leið  henni. vonandi lagast þú fljótlega dúllan mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 10:25

13 identicon

Iss ekkert mál að redda steikinni.MAUKA ALLAN MAT LÍKA STEIKINA  Góða helgi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:42

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farðu vel með þig Hrönn, þeir eru stórvarasamir þessir (strepto) kokkar ef þeir komast lengra en í kokið á manni!

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 14:39

15 Smámynd: SigrúnSveitó

tú ert snilli, tekst ad gera allt fyndid! Ég hef tekid eftir tessu hvad læknar nú til dags eru ordnir ungir...varla komnir yfir fermingu...usssss...ég neita ad trúa ad tad tengist á nokkurn hátt mínum aldri...

Einu sinni fékk ég streptókokka...tad var vont...fékk tá reyndar í löppina og hélt ad hún myndi springa í tætlur...

SigrúnSveitó, 5.7.2008 kl. 19:41

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Aldur lækna: Ég er viss um að þessi nýjasta kynslóð lækna gengur með dudduna í vasanum og fær sér smá tott milli sjúklinga.

Streptókokkar: Eru fljótir að safnast til feðrakokkanna þegar fúkkalyf koma í jöfnuna.

Matur fyrir streptókokkahálsbólguröskunarsjúklinga:

1. Súkkulaði brætt með rjómaögn og smjörklípu yfir vatnsbaði. Hrært saman við AB-mjólk og kælt. 

2. Franskar kartöflur stappaðar með kokkdillissósu. Gott að skreyta með smá steinselju. 

3. Ein með öllu sett í blandara. Gott mauk sem minnir á biðröðina á Bæjarins Beztu eftir djamm. 

Þessu má meira og minna öllu skola niður með Rioja rauðvíni eða Chablis hvítvíni. 

Uppskrift #1 er pottþétt - og langt í frá að vera djók. Prufaðu bara.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:41

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Guðný Anna! Ég prófa þetta......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 21:44

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:05

19 identicon

Ég var alltaf að fá þessa bévitans kokka, þangað til "hálsmenogeyrnalokka" læknirinn ákvað að taka hálskirtlana úr mér, hefur ekki orðið misdægurt síðan að ráði...mæli með þessari aðgerð...en þú getur ekki boðað neitt af frönskum og svoleiðis jukki í svona 10 daga...nema kannski kokteilsósuna...svo ég veit ekki hvort þú leggir í þetta sko...

Góða helgi!!

alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:23

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi er þér farið að batna kæra hrönn !

þessi bók er algjör snilld, las hana í vetur og langaði að les hana endalaust.

kærleikskveðjur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 12:13

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Láttu þér batna í snarheitum og ég ætla að finna þessa bók, hljómar mjög vel.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.