Sá ég spóa suðr´í Flóa......

Dagurinn er búinn að vera ótrúlega góður!

Byrjaði á að hitta Gunna Palla kokk í sundi. Hann er jafnskemmtilegur læf og hann er í bloggheimum. Hitti líka Sól dóttur hans, hún er glettilega lík mömmu sinni. 

Þegar ég var svo nýkomin heim úr hádegismat - já, maður verður nú að taka mat um helgar líka..... var bankað á dyrnar hjá mér og úti stóð maður sem hafði áhuga á "kraminu" í gamla oldsmobílnum sem ég leyfði syni mínum og vini hans að geyma í hlaðinu hjá mér........ Þar sem ég hafði ekki grænan grun um hvað maðurinn var að tala, hóaði ég í dúlludúskinn og upphófust samræður úti á stétt sem ég hafi minna en ekkert vit á. Um V6 - sem ég hélt nú bara að væri tyggjó Woundering og V8 - gangverk, beina innspýtingu og fleira í þeim dúr. Ég leyfði þeim bara að spjalla saman strákunum. Það kom svo upp úr kafinu að þessi maður var, ásamt vini sínum á fornbílasýningunni sem stendur yfir hér í bæ - hafði rekið augun í Ollann og vildi athuga hvort hann væri falur. Hann vantaði nefnilega varahluti í bíl sem hann var að gera upp.

Þeir voru svo nýfarnir þegar Sigrún renndi í hlað með forláta sítrónupressu! Síðan hef ég drukkið sítrónu- og appelsínu safa til skiptis og set klaka útí til hátíðarbrigða Wink Takk Sigrún - enn og aftur! Ég mæli með þessari græju! Hún er meiriháttar.......... Þarna er ég vitaskuld að tala um Sigrúnu Tounge

Ég var enn að horfa á eftir dekkjunum á bílnum hennar þegar síminn hringdi og mér var boðið í bíltúr um efri hluta Flóahrepps. Sem ég þáði Smile

Var svo rétt nýkomin heim aftur þegar Magga hringdi og vildi að við drifum okkur í gönguna sem hún var að plana. Sem við og gerðum. 

Meiri háttar gönguferð -  eða eftirlitsferð með vatnsbólum eins og við kusum að kalla hana. Við gengum fram á ísbjarnarskít, sáum glitta í eitthvað hvítt í fjarlægð sem hreyfði sig þunglamalega og reisti sig upp á afturfæturnar. Við vorum búnar að spana hvor aðra svo upp í svokallaðan ísbjarnaræsing að þegar hrossastóð birtist allt í einu á hæðinni fyrir ofan okkur - eða ok hólnum - það er voða lítið af hæðum í Flóanum...... vorum við sannfærðar um að þarna væri ísbjörn á ferðinni og létum okkur detta fagmannlega á milli þúfna og vonuðum að ekki væri langt í næstu refaskyttu W00t

Picture 394Það er falleg fjallasýn í Flóanum. Ég sá líka til Vestmannaeyja þar sem Hallgerður eldaði humar af miklum móð um borð í Golunni. Myndavélin vildi bara ekki taka mynd af því en ég veifaði henni þar sem við áðum við Skotmannahól. Hvar sagan segir að maður nokkur hafi skotið ör inn fyrir landamerki Vælugerðis og með þeirri bogfimi bjargað lífi einhverra ættingja sinna..... Ég segi nú bara: Höfðu þessir menn ekkert að gera?? Eltandi hvorn annan í löggu og bófa um þúfur og mela!!

Það eru skemmtileg örnefni þarna í Flóanum og mikil saga á bak við þau. Þar er Skotmannahóll, Orustudalur, Mannabeinamelur - sem, eins og nafnið gefur til kynna á afar sorglega sögu um systkini sem sökuð voru um að sofa saman og voru tekin þar af lífi. Beinin þeirra blésu svo upp þarna fyrir einhverjum árum - enda segir sagan að bein þeirra sem teknir eru saklausir af lífi komi upp aftur.................

Það er frábært að ganga svona í náttúrunni, ekki svo fjarri mannabyggðum en þó algjörlega út af fyrir sig. Hlusta á lóuna, spóann og rjúpuna. Hvíla hugann, spjalla um heima og geima eða bara rölta eftir slóðinni og hlusta á náttúruna!

Yndislegt InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Náttúran okkar er yndisleg þaðer satt.Ísbjarnarskítur ha ? Hvernig þekkir maður hann?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann er ekkert ólíkur hrossaskít svona þegar maður spáir í það innan öruggra veggja heimilisins........

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

..... það er bara til eitt eintak af Hrönnslu..... farðu vel með það og haltu þig frá öllum Björnum......

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

gleymdi einu...... ertu með á myndlistasyningu á Hótel Hvolsvelli á morgun kl 15.00...skutl fram og til baka innifalið....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jahá!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

oki... hringi á kristilegum tíma í fyrramálið.......úlalalal.... gaman gaman.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 23:52

8 Smámynd: Linda litla

Þú ert alveg frábær penni....hehehe

Linda litla, 28.6.2008 kl. 23:59

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halló !  Hvað með hekkið ? 

.

.

Nei, djók.    Þú hefðir ekki getað varið deginum mínútunni betur.

Anna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: www.zordis.com

Þú gerir tilveruna skemmtilega og spennandi!  Göngutúrar með þér eru meir að segja áhugaverðir!

Ætla að finna íþróttaskóna, pússa rykið og ganga með þér í huganum.

 Njóttu dagsins .... ekki amalegt að skjótast á Hvolsvöll!

www.zordis.com, 29.6.2008 kl. 08:18

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið góður dagur Hrönnslan mín. Satt er að við þurfum ekki að fara langt til að njóta fröken náttúru.  Eigðu ljúfan dag og vonandi kemurðu með færslu frá dagsferðinni þinni í dag. Knús 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 10:16

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Gastu ekki tekið mynd af ísbjarnarskítnum svo maður geti mögulega þekkt hann ef maður skyldi nú rekast á svoleiðis hrúgu hér í Kópavoginum????

"...við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...sönnunargagnið er astraltertugubb..."

Tókstu kannski sýni????

Eigðu góðan dag kæra mín....

Bergljót Hreinsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:26

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Trúi þessu alveg með ísbjarnar "úrganginn", nógu asskoti kalt var var í þeim hluta Bláskógabyggðar, sem ég heimsótti.

Það var yndislegt að hitta þig Hrönn, þótt í "mýflugumynd" væri og ég vona að þú getir nú nýtt sítrusávextina inn að skinni, það ætti að koma sér vel á "sparnaðartímum" og Geir verður ánægður.

Sigrún Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:43

14 Smámynd: Rebbý

Ekki láta alla Birni vera .... þeir gætu nú verið einhverjir spennandi í mannsmynd sem daðrandi væri við

Flottur dagur sem þú hefur átt ... ekki spurning og myndlistasýning í dag með skutli getur varla hafa klikkað.

Rebbý, 29.6.2008 kl. 17:06

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta hefur verið góður dagur hjá þér og gaman að lesa þig og brosa af þessu öllu saman. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 29.6.2008 kl. 18:01

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég get hiklaust mælt með bangsataði fyrir Havaiírósir, ég umpottaði mínum um daginn með blandaðri skítamold og sprengisandi og ég hef aldrei séð neitt taka jafn brjálæðislegan vaxtakipp. Gott ef hann mældist ekki... kippurinn sko!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.6.2008 kl. 21:48

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

alltaf brjálað að gera hjá þér manneskja!

Ég er meira og minna búin að missa af þessu ísbjarnarfári sem hefur tröllriðið landanum (hmmm landinu) undanfarið. Samt einhvern veginn náð að fylgjast með svona með öðru auga/eyra. Efast ekki um það eitt andartak að klessan hafi verið ísbjarnarskítur. 

Þú ert snilli dúllan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 22:10

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:43

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 29.6.2008 kl. 23:21

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta kallar maður að nýta daginn. Greinilega ekkert hangs á þér, mín kæra.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 11:12

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 1.7.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.