...

Nú er liðin vika frá því að pabbi minn dó!

Ég trúi þessu ekki ennþá! Deyja pabbar? Ég reyni að hengja mig í að hann hafi verið lánsamur að fá að fara svona snöggt og að hann hafi fengið að deyja á Spáni, þar sem hann vildi helst vera. Þurfa ekki að liggja veikur á sjúkrahúsi í marga mánuði.......... En ég vildi svo gjarnan að hann hefði fengið meiri tíma! Lengri tíma til að njóta lífsins - nú þegar hann var búinn að sigra krabbameinið........ Lengri tíma á Spáni, þar sem honum leið alltaf svo vel - þar sem hann vildi svo gjarnan vera.....

Akkúrat núna er ég stödd þar í ferlinu að mig langar mest að grafa djúpa holu og fela mig, svo enginn geti hringt í mig, enginn geti bankað hjá mér, að ég þurfi ekki að gera alla þessa hluti sem ég vil ekki gera.....

.....ég vil fá pabba minn aftur - með fallegu augun sín.

Læt fylgja hér með eitt af uppáhaldslögunum hans InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Hrönn, þetta fór alveg framhjá mér, ég samhryggist þér svo innilega, það er svo stutt síðan mamma fór að ég veit alveg hvernig þér líður. Leitaðu mig upp ef þú vilt, ég er alltaf til í að kíkja í kaffi, stundum er gott að tala um sorgina.  Hjartanskveðja til þín í austurbæinn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Ragnheiður

Elsku hjartans Hrönn mín, ef þú ert hérna sunnan heiðar þá er ég hérna, fyrir þig alltaf.

Innilegar samúðarkveðjur elskan mín.

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég samhryggist þér Hrönn mín. Gangi þér vel í öllu því sem þú þarft að gera. En ég trúi því samt að pabbar deyi aldrei, þeir fylgjast allavega alltaf með börnunum sínum.

Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég samhryggist þér innilega elsku Hrönn

Það er sárt að kveðja foreldri sitt. Sorgin er ferli sem þarf að fá að fara sína slóð hjá okkur hverju og einu. Sumum líður betur að vera í einhverskonar holu á meðan og þá er það bara allt í lagi.

Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur Hrönn mín.

Pabbi minn er farinn og er vonandi að spila á harmonikku fyrir pabba þinn núna.

Anna Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 23:05

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Hrönn, ég samhryggist þér svo innilega og mig langar að segja heilmargt fallegt við þig en orð ná svo sem engu þegar svona stendur á.

Megi almættið vernda þig sem og fjölskyldu þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 00:18

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku hjartað mitt ég samhryggist af heilum hug.Ég veit svo sannarlega hvað þú ert að ganga í gegnum núna en ég missti pabba minn fyrir 4 og 1/2 ári þá að verða 67.ára.Hann var fluttur á spítala um miðjan dag og ég náði ekki til Rvk áður en hann dó.

Ég get sagt þér það að hann pabbi minn er ennþá hjá mér og verður alltaf þó söknuðurinn sé mikill.

Megi almættið og englarnir á himninum vaka yfir föður þínum og stirkja þig og þína í sorg ykkar og því sem andláti fylgir.

Ynnilegt faðmlag frá mér.

Solla Guðjóns, 5.4.2008 kl. 02:04

8 Smámynd: www.zordis.com

Elsku Hrönn mín, guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu.

Innilegar samúðakveðjur

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 08:34

9 Smámynd: Hugarfluga

Æ, mikið samhryggist ég þér, elsku Hrönn mín. Það er sárt að missa pabba sinn, en góðar minningar ylja manni ótrúlega þegar fram í sækir. Hugsa til þín, ljúfust.

Hugarfluga, 5.4.2008 kl. 08:43

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Elsku Hrönnslan mín....innilegar samúðarkveðjur..... Ég er til fyrir þig.... þú veist hvar mig er að finna þegar þú vilt ... hlægja,gráta, tala...já ..eða bara þegja..... Hugur minn er hjá þér og þínum......

Fanney Björg Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 09:55

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Elsku Hrönn mín ég samhryggist þér innilega, hugur minn er hjá þér og þínum

Huld S. Ringsted, 5.4.2008 kl. 10:26

12 identicon

Pabbi minn kvaddi 1999.Samhryggist þér og þínum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:12

13 Smámynd: Rebbý

Elsku Hrönn mín,
Samhryggist þér og þínum, held að það sé rosalega erfitt að fá ekki að kveðja sína nánustu þegar þeir fara, en samt er einmitt líka rosalega erfitt að horfa upp á löng veikindi.    
Núna er pabbi þinn vonandi bara að hlusta á uppáhaldslagið sitt á betri stað.  Yndislegt lag.    

Rebbý, 5.4.2008 kl. 11:31

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Innilegustu samhygðarkveðjur, elsku Hrönn. Það deyr einhver partur af manni sjálfum þegar maður missir foreldra sína og ég skil mæta vel þessa hugsun með holuna. Ég ætla ekki að tala um að tíminn lækni sár (það er nefnilega ekki alveg svo einfalt...) en þú lærir að lifa með þessari hryggilegu staðreynd og ferð að njóta minninganna um pabba þinn án þess að brotna niður og vilja skríða í holu. Elsku bloggvinkona, er hjá þér í huganum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:20

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mínar innilegustu samúðarkveðjur elsku Hrönn mín.  Það er sárt að missa.  Og erfitt að sætta sig við það.  Einhversstaðar segir ekki sakna mín þegar ég fer.   En við ráðum bara ekkert við það elskuleg.  Knús á þig og blessuð sé minning hans. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 14:23

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elsku Hrönnslan mín. Pabbar deyja víst líka. Og þetta er rétt hjá þér. Hann var heppinn að fá að fara á þennan hátt, fyrst hans tími var kominn. Og mikið ofsalega ert þú heppin að hafa átt pabba sem hafði falleg augu og sem hélt upp á Wonderful world. Ég samhryggist þér yfir missinum og samgleðst þér yfir að fá að kveðja góðan pabba. Gefðu sjálfri þér tíma núna elskan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.4.2008 kl. 17:50

17 identicon

Elskulega Hrönn.

Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar. Pabbi þinn var frábær. Megi allar góðar vættir vernda þig og styðja á sorgartímum.

Sirrý í næsta.

sirrý (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 18:17

18 Smámynd: Dísa Dóra

Elsku Hrönn ég samhryggist þér innilega og sendi þér hlýjar hugsanir og knús   Megi allar góðar vættir vaka yfir þér og halda í höndina á þér á þessum erfiðu tímum

Dísa Dóra, 5.4.2008 kl. 21:04

19 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Samhryggist þér kæra Hrönn mín og öllum þínum. Það versta sem maður gerir er að grafa holu og halda að maður geti bara horfið þegar þetta gerist. Að honum föður þínum hafi líkað Wonderfull World með Louis gamla sýnir að þar fór göfug sál. Blessuð sé minning hans.  

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2008 kl. 02:01

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég samhryggist þér kæra hrönn !!

Blessi þig og fjölskylduna þína

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 06:06

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég samhryggist þér elsku Hrönn mín

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 08:54

22 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Samhryggist þér vegna pabba þíns elsku Hrönn mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:05

23 Smámynd: Ólafur fannberg

Samhryggist

Ólafur fannberg, 6.4.2008 kl. 10:06

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég samhryggist þér elsku Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 12:27

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk öllsömul

Hrönn Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 15:08

26 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæra Hrönn -Innilegar samúðarkveðjur- Að rækta minninguna og vita að þú getur sótt í allt hið góða sem hann veitti þér gefur vissuna um að það er enginn endir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.4.2008 kl. 23:36

27 Smámynd: Ólöf Anna

Ólöf Anna , 7.4.2008 kl. 01:07

28 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Kæra Hrönn   Ég samhryggist þér.

Marinó Már Marinósson, 9.4.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband