Ronja ræningjadóttir

Ég var komin út.... frekar snemma í morgun! Ætla ekkert að upplýsa ykkur um hvursu mikið snemma Tounge Ég var að leita að tunglinu! Úti var staflogn og smá snjór sáldraðist úr loftinu eins og flórsykur í gegnum sigti....... Ljónshjartað þurfti mikið að hnusa, greinilega margar lyktir úti! Margar lyktir? Segir maður svona.....? Hér er lykt um lykt frá lykt til lyktar. Héru eru lyktir um lyktir frá lyktum til lykta. Málalyktir? Hvernig lykt ætli það sé? Tounge Ég fann ekki tunglið - ekki einu sinni smá bút af því. Líklega of skýjað........

Fór svo í leikfimi fyrir vinnu. Var með mínum hóp í þetta sinn! Allt annað líf Tounge Ég var að reyna peppa kjéddlinguna sem var með mér í liði í gær. Sagði henni að í mínum hóp væri bannað að koma síðastur í mark! Hún horfði á mig smástund og sagði svo "að einhver yrði nú að vera síðastur" Pinch Sem er rétt! Bara ekki minn hópur!!

Ég er á því að vorið sé komið og af því tilefni legg ég fyrir ykkur vorgátu Joyful Mér finnst það svo gaman! 

Í blæja-logni baðar sól á báðum vöngum,
þá litlu morin sitja’ og syngja
svo það gleður Íslendinga. 

Hver samdi? og hvað er mor? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff tvær gátur í sömu færslu, um hvenær þú fórst út í morgun(nótt) hehe og svo vísnagáta, veit hvoruga.  En er lykt ekki bara svona hvað heitir það samheita orð eins og buxur til dæmis, bara til í einni tölu, eða tveimur,  maður segir margar buxur og einar buxur, ein lykt, meiri lykt ? nú er ég alveg bit, þessu þarf að fá svar við. 

En er það í nótt sem tunglmyrkvinn er eða var það nú í nótt, þá er nú varla von að þú hafir séð tunglið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: www.zordis.com

Tuglmyrkvinn var í liðinni nóttu svo tunglið hefur falið sig vandlega ....

Lykt er eins í báðum tölum hvort sem um ræðir smellur eða hnappa!

Morin hljóta að vera börn eða eitthvað voðalega sætt .... sem gleður íslendinga.  Nema morin séu blessaðir sólargeislarnir, því Sólin gleður jafnan íslendinga.

www.zordis.com, 21.2.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eggert Ólafsson orti - og er mor ekki ungviði? Segir maður ekki Mörg lykt?

Markús frá Djúpalæk, 21.2.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Náttúran er nokkursverð og næmið þeirra,
að þær skepnur skuli þó bera
skyn, sem þykja minnstar vera.

Markús frá Djúpalæk, 21.2.2008 kl. 12:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður

Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Fiðrildi

Skemmtilegt.  Snjórinn hljómar mun betur sem flórsykur

Fiðrildi, 21.2.2008 kl. 12:24

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Seisei

Markús frá Djúpalæk, 21.2.2008 kl. 12:34

8 Smámynd: Unnur R. H.

Hva, fannstu ekki tunglið. Ekki er ég svo vitur að ég geti ráðið gátuna, en með þetta lyktardót, bara hafa það og beyja eins og maður vill

Unnur R. H., 21.2.2008 kl. 14:18

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú spyrð alltaf svo erfiðra spurninga ég hélt að lykt væri beygð svona: lykt um ilm frá daun til stybbu...................... en hvað veit ég.  Það þýðir sko ekkert að spyrja mig um vísur eða eitthvað gamaldags orð! Ég er bara snyrtifræðingur

P.S. Ég dáist af þér fyrir þennan leikfimi dugnað, vildi að ég færi að aulast í eitthvað svona.

Huld S. Ringsted, 21.2.2008 kl. 19:29

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hahahaha Huld!

Snjórinn ER mun betri sem flórsykur ;)

Hallgerður! Þú færð áritaða eintakið ;)

Þórdís það er líklega rétt.... ;)

Cesil! Tunglmyrkvinn var í nótt sem leið ;)

Það er rétt Unnur! Bara eins og mann lystir ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 19:45

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Humm

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 22:18

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Bless í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 22:48

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nú ætla að ég fara að líkjast  þér með gönguna og hafa Bjart með en gátan það er svo annað mál

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 10:40

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með Bjart Katla mín Gátan kemur eftir nokkra göngutúra

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:43

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....veit ekki svarið

Eigðu góðan dag Hrönnslan

Marta B Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 10:54

16 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þessi vísa er eftir Eggert Ólafsson og mor þýðir mikið í vissu samhengi en svo held ég að það þýði líka lítil vera samanber komdu hérna krílið mitt, komdu litla morið.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:02

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er Eggert Ólafsson, morin eru það fuglar.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:52

18 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 15:01

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaa - takk! Æ vill turn ju on ;)

Rétt Ásdís! 

Rétt líka Steingerður! Svakalega eruð þið meðvitaðar ;)

Eigðu góðan dag sömuleiðis Mörturúslan mín 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 15:13

20 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun

Ólafur fannberg, 22.2.2008 kl. 15:31

21 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

törn hú onn?

Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 15:53

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jú - Markús Ekki vera svona sljór!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 16:11

23 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

I am the slowest tool in the shed

Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 16:13

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég ætla ekki að segja það sem ég hugsaði núna!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 16:17

25 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Fæst orð .. og allt það

Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband