Sein að fatta....

Þurfti að fara snemma á fætur í morgun og fór þess vegna snemma að sofa í gærkvöldi. Eins og hverjum hundi sæmir fylgdi Stubbalingur góðu fordæmi húsmóður sinna og steinsvaf á gólfinu fyrir framan rúmið mitt þegar ég hrökk upp um ellefu leytið við það að það var barið á dyr hjá mér! Var andartak að átta mig á því hvaða hljóð þetta voru en skundaði svo fram þegar bankað var aftur og hálfu ákveðnar í þetta sinn. Ég hélt að jólasveinarnir hefðu kannski vaknað snemma í ár en úti stóð þá fjallmyndarlegur maður, ekkert líkur jólasveini, sem sagði, þegar hann sá Stúf á eftir mér: "Æ fyrirgefðu, ég hélt þú hefðir týnt hundinum þínum." Hann sagði mér að hann væri með einn mjög svipaðan úti í bíl, sem hefði villst heim til hans og hann hefði haldið að ég væri búin að týna Ljónshjartanu. Ég þakkaði manninum fyrir og tölti aftur upp í rúm og við sofnuðum sætt.

Áttaði mig svo á því í morgun að ég átti náttúrulega að segja manninum að hundurinn væri á vísum stað en ég væri búin að týna manninum mínum......... W00t Þarna fór gullið tækifæri forgörðum!!

Svona er að vera syfjuð og sein að fatta.

Segiði svo að við tökum okkur ekki vel út á götum bæjarins, Lokharður Ljónshjarta og ég! Eftir okkur tekið hvar sem við förum, og ekki segja mér að hann hafi bara séð hundinn eins og maðurinn sem við mættum um daginn og brosti svo sætt til okkar um leið hann sagði: "Fallegur hundur". Hinsvegar þótti honum ekki taka því að tala um hvað ég væri fögur. Þrátt fyrir að ég væri með nýja varalitinn.

Talandi um hann - varalitinn alltsvo - bezt ég skelli honum á mig og rölti út á pósthús í hálkunni! 

læf is gúd InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Varst vonandi í "samstæðu"

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek undir með Halldóri....hann var bara fyrri til :)

Heiða Þórðar, 27.11.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Unnur R. H.

HAHA

Unnur R. H., 27.11.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

OH!!! fattarinn getur verið svo langur í manni!

ég þarf að fara að sjá þennan varalit sem allar eru að tala um.

Huld S. Ringsted, 27.11.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Hugarfluga

Tek undir það ... læf is gúd  Njóttu dagsins!!

Hugarfluga, 27.11.2007 kl. 14:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Live is lovely, ekkert minna og þú ert krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 15:04

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þeinkjú oll - Halldór og Heiða það er ekki að sökum að spyrja.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 17:50

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2007 kl. 20:54

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Samstæða og bed head þarf að vera til stede héreftir mín kæra, ekki klikka á neinu

Marta B Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 22:06

10 Smámynd: Rebbý

ertu ekki með daðurgírinn í lagi kona - maður nýtir öll tækifæri og ég verð eiginlega bara að játa að mér sárnaði við að lesa þetta því ég hélt mig hafa fundið sálufélaga í þér (svona hvað daðurvesenið varðaði)

Rebbý, 27.11.2007 kl. 22:27

11 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 28.11.2007 kl. 07:24

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er svona þegar aldurinn færist yfir. Þá verður svefninn meira freistandi en eitthvað annað........

En í framtíðinni hef ég bed head á náttborðinu - djöst in keis

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 08:10

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hefur hann ekkert komið aftur þessi maður? Ef hann bankar upp á með kött eða eitthvað annað sem hann segist hafa haldið að þú hafir týnt... taktu á hintinu kona! Bjóddu manninum inn í kaffi.. og með´ðí

Jóna Á. Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 20:40

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaaaaaaaaaa ó mæ dog!!! Ég var ekki komin svona langt Jóna!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband