Ónýtir skór og myndarlegir kvöldgöngumenn

Jæja! Þá er ég búin að taka til í mínum húsum. Tók þá afdrífaríku ákvörðun að henda gömlum ónýtum skóm.

Nú eru bollurnar að hefast og maturinn bíður þess að verða eldaður. Helgin framundan með öllum sínum töfrum. Ég ætla að sílíkonast aðeins um helgina. Klára herbergið og bílskúrinn - vonandi......

Við Ljúflingur ljónshjarta - sem er að vísu með óþekkari hundum þessa dagana, ábyggilega á gelgjunni...... Tounge - hittum agalega sætan mann í gærkvöldi þegar við tókum kvöldsprænið. Ljónshjartað vildi endilega heilsa aðeins upp á hann og þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað maðurinn var myndarlegur, leyfði ég honum það. LoL Alltaf að nýta öll tækifæri til að daðra við sæta stráka! Það er bara svoleiðis........ Hver veit, kannski hittum við hann aftur í kvöld?

Talandi um sæta stráka þá ætlar Þorvaldur Þorsteinsson að halda erindi á viku símenntunar í næstu viku. Þar ætla ég að vera. Kem kannski ekki til að heyra orð af því sem hann segir. En það er líka aukaatriði.......

Vona að þið eigið góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var einmitt að klára bókina við fótskör meistarans eftir þorvald núna rétt í þessu...sé fyrir mér allar sögupersonurnar sem ljótar en það hjálpaði að hugsa þess meira um hver skrifaði þær.hehe. Góða skemmtun á kvöldkarlagöngunni og sætramannaglápinu í vikunni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla ég öfunda þig af því að fá að horfa á Þorvald.  Mér væri sama þó hann segði ekki orð (hvernig heldurðu að mér yrði við ef einhver setti svona á prent um konu? Muha).  Nei annars hann er flottur rithöfundur og afskaplega hm.. laglegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 19:28

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel í kvöldgöngunni  (good man hunting)

Öfunda þig ekkert af því að hitta Þorvald, ekkert langt síðan ég hitti hann í Bónus

Huld S. Ringsted, 21.9.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er nú meiri dugnaðurinn alltaf á þér , mikið væri gaman að hitta Þorvald.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2007 kl. 20:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða helgi elsku Hrönn mín, og segðu Ljónshjartanu að hann sé duglegur hundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Stelpur ég myndi elta manninn um alla búð ef ég hitti hann i Bónus  bara til að horfa enn meira sko

Marta B Helgadóttir, 21.9.2007 kl. 21:26

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef ég hitti hann úti í búð, mundi ég kaupa allt það sama og hann, án þess að taka eftir því

Heppin Huld

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 21:52

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þorvaldur er bæði klár, flottur og skemmtilegur

ætla að benda honum á þetta blogg, hann verður ánægður

alheimsLjós til þín

steina

Afram stelpur !!! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 22:04

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég spjallaði nú bara við hann, var sosem ekkert að spá í því hvað kallgreyið var að versla! Hann er ágætur

Huld S. Ringsted, 21.9.2007 kl. 22:06

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég meinti Þorvald.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2007 kl. 22:52

11 Smámynd: Hugarfluga

*koss*

Hugarfluga, 21.9.2007 kl. 23:13

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hva.... er eitthvað allsherjar"Þorvaldaræði" í gangi..... maður ætti nú kanski að fara að kíkja á manninn.....í hvaða búð verslar hann segiði...

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:28

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er alveg laus við svona Þorvaldaræði og hef aldrei lesið neitt eftir hann, er ég fötluð eða hvað??

Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 00:07

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bíddu bíddu....hver er Þorvaldur? Má ég koma með?....knús til þín kæra Hrönnslan mín.

Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:14

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég var bara að djóka !!!

knus steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 07:36

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi það nú! Aldrei má ég eiga mína menn í friði. Þarf ykkur alltaf að finnast sömu menn og mér fallegir?

House! Þorvaldur! Næst vel ég mér bara einhvern óþekktan.....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 08:04

17 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

já og hafð´ann ljótan......

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.9.2007 kl. 11:15

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahha Ljótan gæti ég sætt mig við en heimskan aldrei!!! Æ dónt læk sillí pípól

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband