Laugardagur........

......hún var hálfslöpp eftir daginn, hafði ákveðið að leggja sig aðeins og reyna kannski að lesa, þegar einhver kvaddi dyra. Drengurinn svaraði og hún heyrði að hann ræddi stuttlega við einhvern sem stóð þar. Eftirá að hyggja, hugsaði hún, voru þetta hálfþvingaðar samræður.

Áður en hún vissi af stóð hann í svefnherbergisdyrunum. Hann var fullur eins hann hafði verið undanfarin ár. Hún varð að komast í föt áður en hún tæki á vandanum. Hann stóð kyrr og horfði á hana á meðan hún klæddi sig...... Þú ert nú alltaf jafnfalleg..... sagði hann og það dugði henni. Hún fann hvernig reiðin blossaði upp og hún spurði hvað hann vildi.

Ég er að hjálpa dóttur minni að flytja, sagði hann þvoglumæltur....

Hún gekk með honum fram að útidyrahurðinni, opnaði og vísaði honum út. Hann stóð þrjózkulega í forstofunni og gerði sig líklegan til að vera til vandræða.

Hún sagði honum að ef hann kæmi sér ekki út strax, mundi hún hringja á lögregluna.

Þú lést ekki svona þegar við vorum að búa til börnin gólaði hann um leið og hann forðaði sér undan hurðinni sem hún skellti hastarlega á nefið á honum.

Mundi hún aldrei losna við hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fer hrollur um mig, þekki þetta aðeins of vel.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Rebbý

æj, veit ekki hvað skal segja við svona dæmi, fæ geðvonskuhroll af því að lesa þetta

Rebbý, 26.8.2007 kl. 09:14

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

veit ekki hvað ég á að segja... þetta er auðvitað sönn saga... hvort sem hún er þín eða ekki

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 09:37

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Æi kæra vinkona... finn hvernig reiðin hríslast um mig..... já þetta er sko bæði sorglegt og niðurdrepandi.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.8.2007 kl. 13:24

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Vekur upp minningar. Ég er hamingjusöm yfir að eiga svona minningar, því þær komu mér þangað sem ég er í dag, en mikið er ég glöð að þetta eru MINNINGAR - ekki raunveruleikinn í dag!


SigrúnSveitó, 26.8.2007 kl. 15:58

6 Smámynd: Hugarfluga

Úff ... er þetta þín saga, Hrönn mín?

Hugarfluga, 26.8.2007 kl. 18:26

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er nú sorgar saga.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 19:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Saga um upplifun, var hún góð eða slæm ? hún var góð að því leyti að konan tók af skarið og gerði það eina rétta í málinu.  Þannig að sagan er eins og hún kemur fyrir þarna, þ.e.a.s. ef hún endar þarna, er saga um ákvörðun sem getur varað alla tíð.  Já ég held að hún muni losna við hann, nokkuð örugglega.  Knús til þín elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 20:10

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það þarf að vera til sjampó sem þvær svona óværu úr hári konu....ætli venjulegt lúsasjampí dugi??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband