tuttuguogsjöár

..og tuttuguogsjödagar.

Hann poppaði allt í einu upp í huga minn, fyrir nokkrum dögum, ungi maðurinn sem lést fyrir rúmum tuttuguogsjö árum síðan.

Hann var tuttuguogsex ára, ég var tuttuguogeins.

Hann var maður drauma minna, hávaxinn, dökkhærður með stríðnislegt bros og falleg augu. Ég var yfir mig ástfangin.

Framtíðin var björt og brosandi.

Svo - eins og hendi væri veifað - var hann horfinn.

Ég hélt ég væri löngu búin að jafna mig og skil ekki hvers vegna hann er mér svona ofarlega í huga þessa dagana - en það er svo sem allt í lagi - allar mínar minningar um hann eru ljúfar.

Ég held ég hafi ekki hugsað svona mikið um hann í tuttugu ár og ég er döpur því hugsanlega finn ég aldrei annan slíkan InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi Hrönn mín, ég fæ sting í hjartað að lesa þetta. Lenti í því sama fyrir 33 árum. En yndislegt að eiga svona góðar minningar.

En aldrei að vita!! Annar gæti verið handan við hornið!! Svo er bara að finna hornið!!

sigrún frænka (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Ahh...æj...

Minn fórst þegar ég var 17 ára - hræðilegt.

Minningin er þó hætt að ásækja mig.

Knús

Ragnheiður , 8.3.2011 kl. 19:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín, við erum svo skrýtin og óútreiknanleg.  Sorgina lærir maður að lifa við, og stundum poppa minningarnar upp og verða svo dapurlegar.  En svo birtir alltaf upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 23:39

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.3.2011 kl. 00:06

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 18:00

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 16.3.2011 kl. 15:50

7 Smámynd: www.zordis.com

Lovjú

www.zordis.com, 18.3.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband