Talnaspeki.

Ég vaknaði í nótt um hálftvöleytið og ætlaði aldrei að geta sofnað aftur. Ráfaði fram og aftur - fékk mér kaldara vatn að drekka, heldur en í boði var á náttborðinu mínu, fór svo og pissaði öllu þessu kalda vatni - jú, jú þetta eru talsvert nauðsynlegar upplýsingar.

Lá svo og taldi bílana sem keyrðu fram hjá og velti því fyrir mér hvort ég ætti bara að kveikja ljós og fara að lesa.... en bókin sem ég er að lesa er ekki nógu spennandi til að rífa sig upp fyrir hana. Í síðasta skipti sem ég fór fram leit ég á klukkuna á náttborðinu og sá að hún var 333, ég ráfaði fram í eldhús og þar var klukkan líka 333 þannig að ég rölti mér inn í stofu og viti menn; klukkan þar var líka 333.

Ég var sannfærð um að þetta væri góður tími til að sofna á og skaut mér aftur undir sæng og fór að reikna.

3+3+3 eru níu sem eingöngu talan þrír gengur upp í og ef maður deilir þremur í 333 fær maður töluna 111 sem er akkúrat talan sem allir fá ef þeir taka seinni tölurnar af fæðingarári sínu og leggja við aldur sinn á þessu ári Tounge

Segiði svo að tölur séu þurrar og leiðinlegar.... ég meina hver þarf Hermund Rósinkrans þegar hann getur kíkt til mín á þrjú og fjögur á nóttinni Tounge

Hver sko.... ekki Hermundur....



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha 333 hvaða tími er það, eitthvað frá space?  Ertu viss um að þú hafir ekki einmitt verið stödd í geimskipi og haldið að þú værir heima hjá þér? Ég er annars afar einföld sál og afar vitlaus í tölum svona almennt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 20:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahha hugsanlega var ég bara steinsofandi allan tímann

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2011 kl. 20:20

3 Smámynd: www.zordis.com

Þessi stund fer að nálgast hjá mér og þar sem ég er tölu-vert tölu-ó-glögg ekki nema jóla-glögg ræðir.

En ég er með framliðna Hermenn sem munda á mig einhverju sljóvgandi   G-Óða nótt elskan og vonandi ertu steinsofandi í fallega hausinn þinn ....

www.zordis.com, 19.1.2011 kl. 01:33

4 identicon

 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 09:33

5 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já svei mér. Ég kem til þín næst þegar ég get ekki sofið :)

Ragnheiður , 23.1.2011 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband