Haust

Ég fór út að skokka í ljósaskiptunum. Ljónshjartað, Hrekkjusvínið og Grámann í Garðshorni komu með. Sá gæsir æfa oddaflug. Þær voru að vísu aðeins tvær og flugu því í hringi......

Það lá einhver spenna í loftinu. Hundarnir voru alltaf að stoppa, hnusa út í loftið og bofsa.... Grámann lét sig hverfa fljótlega enda fer hann algjörlega sínar eigin leiðir. Ég fikraði mig yfir skurðinn, það var talsvert vatn í honum, og skokkaði áfram út´á velli.  Á ánni kvörtuðu endur og álftir sáran - ég áttaði mig ekki alveg á hverju, fyrr en ég heyrði skot í fjarzka og skildi snögglega af hverju spennan í umhverfinu stafaði.

Gæsaveiðitímabilið er líklega hafið.........

Sjúkkett að ég komst óveidd heim Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

draumur hverrar konu er að vera veidd - nei heyrðu það var 1930 ! sorry vitlaus bók !

Ragnheiður , 3.10.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....vitlaust ævintýri

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.10.2010 kl. 01:44

4 identicon

segðu RaggaHvaða kona vill ekki láta veiða sig ? Jú femínistar.Það eru veiðimenn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 20:51

5 identicon

komin gæsaveiðitími...voðalega ert þú lengi að fatta eða þeir byrja seint þarna á suðurlandinu.... Það styttist í rjúpnaveiðitímann svo farðu gætilega!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 02:06

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ó.....

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband