Viðskipti eins og venjulega.....

Ég vaknaði snemma - fór út með hund og kött. Sótti mér Fréttablað dagsins í ferðinni.

Las svo frétt um að Clinton, fyrrum bandaríkjaforseti, væri að jafna sig eftir hjartaþræðingu - um leið og ég borðaði rúnstykki með rækjusalati..... Við verðum bara að vona að ég jafni mig líka Tounge

Tók svo persónuleikapróf sem heitir: "Ertu siðblindur?"  á meðan ég borðaði rjómabollu. Kom út með fullt hús stiga enda tók ég prófið sem fyrrum vinnufélagi. Úffffff sá á við vandamál að stríða. Ég er heppin að þurfa ekki að umgangast hann Tounge

Ég sendi líka sögur í verkefni sem heitir: Lesið í lauginni. Þannig að ef þið eigið leið á Selfoss um páskana þá getið lesið stórbrotin ritverk eftir undirritaða á meðan þið syndið...... nema ef ske kynni að mínum sögum yrði plantað á botn djúpu laugarinnar. Ef, hinsvegar, þið eigið enga leið hingað þá getið þið bara haldið ykkur við að lesa bloggið mitt!

Nú ætla ég að hjóla í rigningunni til uppáhaldsömmunnar minnar.

Lifið í friði InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lesið í lauginni... interesting. aldrei að vita nema maður taki bíltúr á Selfoss um páskana.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.2.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Brattur

Það má nú alveg kafa í dýpið og lesa. Ef sagan er löng þá kemur maður bara upp af og til og blæs eins og hvalur... sem er syndur eins og selur...

Brattur, 13.2.2010 kl. 11:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jóna þetta er mjög skemmtilegur siður.

Brattur! Góður.

Ég gleymdi líka að ég las í blaðinu að ónefnd lipbjútíkvín þrætir staðfastlega fyrir að eiga viðhald eða höld og segir að enginn taki mark á blöðum þar sem hún býr. Á hinn bóginn þrætir enginn fyrir að maðurinn hennar hafi skipt um lið og sé að flytja. 

Og þá spyr ég: Er einhverjum fjölmiðlum treystandi eða er kannski hægt að trúa helmingnum?  Og síðast en ekki síst velti ég því fyrir mér hvort ég mundi líka þræta ásökunum um framhjáhald.......

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2010 kl. 13:08

4 identicon

Það var yndislegt að fá ferskan andblæ í hús í morgun. Knús til ömmusystur

stóra systir (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 00:06

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það "Stóra" Það var líka yndislegt að fá koss frá litlum skæruliða ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 07:33

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég læt mig hafa það og hætti mér út í djúpu laugina eftir lesefni frá þér mín kæra <3

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2010 kl. 07:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Sigrúnu, myndi örugglega fara alla leið í lauginni til að lesa þig, mér til upplífgunar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:33

8 identicon

Ég væri líka til í köfun til að lesa sögur eftir þig.Góð þjálfun fyrir lungun,en annars vann húsband vil köfun í sjó við íslandsstrendur (og bryggjur) í "denn"svo ég sendi hann á dýpið í versta falli og hann endursegir mér svo lesninguna. Til hamingju með að vera í rithöfundahópnum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:35

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skal lesa eftir þig, hvar sem er, líka í kafi ......

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2010 kl. 20:01

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

PS: Búin að lesa þig alla aftur til desember 2009 til að bæta upp gamla og nýjan trassaskap, gaman hvernig allt er að snúast þér í hag, elsku kellingardollan mín. Meira af þér!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2010 kl. 20:08

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð krútt!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.2.2010 kl. 21:44

12 Smámynd: Gulli litli

Þú ert gersemi...

Gulli litli, 17.2.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband