Lífið er lag....

Góður vaskdagur að baki........  - góð vika að baki, ef út í það er farið.

Átti kannski ekki svo ýkja góða kóræfingu í gær, þar sem Ave verum corpus var sungið í tveimur mismunandi útsetningum og ég búin að æfa þá þriðju stíft...... Á þannig stundum er gott að vera gleyminn og geta bara látið sig hlakka til næstu æfingar  - eins og ekkert hafi í skorist ;)

Það styttist í árshátíð kórsins og ég hlakka svo til!!

Hafiði spáð í það að síðan ég joinaði kórinn hefur líf mitt tekið alveg nýja stefnu? Frá því að vera í 50% vinnu og potential þunglyndissjúklingur í að vera svo önnum kafin í ríflega 100% vinnu að ég sé ekki á milli augnanna á mér og elstu skátar á Eyrarbakka muna ekki eftir að félagslíf mitt hafi verið svona fjörugt Tounge

Ekki? Nú... ég hélt að ég væri aðalviðfangsefni ykkar........... Hvað er það þá sem þið eruð að spá?

Ég fór í bókasafnið í dag og tók mér bækur - eina nýja eftir Vikas Swarup sem heitir Sex grunaðir og aðra ekki svo nýja eftir Lisu Marklund. Ég er alveg að ná upp fyrri lestrarhraða eftir augnaðgerð..... en þorði samt ekki að taka nema eina nýja bók þar sem á þeim eru tímahöft og ég kann illa við að lesa undir pressu - kann raunar illa við allt undir pressu. Tjah.... nema kannski eitt.....

Tók líka tvær videospólur þar sem ekki verður horfandi á sjónvarp eftir Útsvar.

Er að bíða eftir að brauðið hefist svo ég geti bakað það og borðað svona líka splunkunýtt með grænmetisfiskisúpunni. Það er að segja.... ég eldað grænmetissúpu í gær og fann svo lúðu í frystinum í dag þannig að í kvöld verður grænmetisfiskisúpa! Namm Joyful

Mömmusinnardúlludúskur er úti á sjó og ég sagði honum að hann fengi ekki að koma heim nema með nýjar birgðir af lúðu.

Þakka þeim sem hlýddu InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

þú ert flott....

Björn sagði mig hafa sett nýtt viðmið með salati kvöldsins en ég lærði það bara í kirkjunni síðasta fimmtudag. Sker niður allskonar ferskt -gúrkur tómatar iceberg og lambhagasalat- set svo sætt sinnep út á á diskinum. Namm namm...

Takk sömuleiðis

Ragnheiður , 5.2.2010 kl. 20:54

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spennandi þessi grænmetisfiskisúpa, er uppskrift einhversstaðar?  Ha?  Ég var nebbnilega að byrja í aðhaldi???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér kemur slóðin á uppskrift Jóna Kolbrún. Mæli með þessari hún er dásamleg.

http://hronnsig.blog.is/blog/justforfun/entry/709880/

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 09:43

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ummmm Ragga! Þetta hljómar vel.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 09:44

5 Smámynd: Brattur

Ég hélt að Ave Verum Corpus væri bara til í tveimur útsetningum

Brattur, 6.2.2010 kl. 11:13

6 identicon

ummmm .Matur .Ég breytist í Hómer Simson er ég les góðar mataruppskriftirÞekki þetta með kóræfinguna hehehehe en ég fæ samt að vera með ennþá og er að fara á námskeyð um næstu helgi með snillingnum Óskari Einarsyni og syng á tónleikum í Keflavikurkirkju á sunnudagskvöldið.

Og lúða nammi namm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 11:37

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hélt hún væri bara til í einni Brattur ;)

Góða skemmtun Birna Dís og já lúða er nammi namm ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 14:01

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lúðinn á að færa heim lúðu, til zinnar, annað væri brottrekztrarzök..

Steingrímur Helgason, 10.2.2010 kl. 00:32

9 Smámynd: www.zordis.com

Bakkpressan á að vera óþvinguð ...

Nú langar mig í humarsúpu, tómatslassaða með púrrulauk og ýsuaugum ...

Ætla að ræða við sígaunann og segja honum hvað þú ert dásamlega hraðlesin, getur lesið 2 sögur á kvöldi ef pressan er ekki mikil og jafnvel tekið hann í tásunudd.

www.zordis.com, 10.2.2010 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband