Ostaskonsur

Þessari uppskrift stal ég líklega frá gamalli konu á netinu og breytti henni náttúrulega ööööörlítið. Hún er alls ekki verri fyrir vikið...

hráefni:
4 dl heilhveiti
4 dl spelt

4 msk hrásykur
4 tsk vínsteinslyftiduft
2 dl ostur
1 tsk salt
3 egg
4 dl mjólk
5 msk ólívuolía eða bráðið smjör

Aðferð
Þurrefnum blandað saman í skál, bragðsterkur ostur rifinn og blandað saman við. Olía, egg og mjólk hrært saman við uns deigið verður kekkjalaust.  Hafið deigið ekki of þykkt, það má gjarnan renna smá.  
Það má hvort heldur er baka skonsurnar í ofni eða á pönnu. 
Í ofni; setjið deigið á bökunarplötu með skeið og bakið í ofni við 225°C í 15 mín, fylgist með bakstrinum svo kökurnar verði ekki of dökkar.  
Á pönnu; steikið á pönnukökupönnu, sumir baka fyrri hliðina þar til seinni hliðin er nánast þurr og snúa kökunum þá og baka til fulls, ég sný þeim af og til svo ég geti fylgst með að þær verði ekki of dökkar.
Borið fram með marmelaði, osti, grænmeti eða öðru góðgæti.
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.