Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Afmæli!

30 Magga á afmæli í dag Smile

Til hamingju með daginn flotta stelpa, set hér inn til gamans myndina af þér þegar þú ert að komast í mark í síðasta hlaupi - nú styttist í næsta..... 6

 Knús Heart

 


Var að horfa á....

.....Heroes. Þar var kona sem sættist við spegilmynd sína.....35

.....mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar

LoL


Í dag...

...hefur verið tuttugu stiga hiti í minni sveit. Segi og skrifa tuttugu stig.

Eins og sannur Íslendingur hef ég náttúrulega ekki getað verið inni, fór í langan göngutúr með labbakút og komst að því að hann væri ekki góður í að vera hundur t.d. á Spáni......

Sló heimatúnið og komst að því að labbakútur er hræddur við sláttuvélina... hann gelti stanslaust og vildi fá mig í burtu frá þessu voðatæki, núna er ég að grilla á tvífættu grilli - já tvífættu!!! mæli ekki með því en það gengur alveg.... eða ég vona það Tounge 

Ó... og komst að því að labbakútur er hræddur við grill.... allavega tvífætt grill en það er ég nú líka svo það þarf ekki eeeeendilega að þýða að hann sé ekki hugrakkasti hundur í heimi..... eða hvað?

En fallegur er hann verndarinn minn Ríkharður ljónshjarta

Heart

 


Sunnudagur...

...og ekkert blað komið. Búin að fara út að labba með litlakút, hittum fullt af fuglum sem vildu endilega leika......

Ætlaði svo að koma heim og hella mér uppá kaffi, rista mér brauð með smjöri sultu og osti og lesa blaðið á meðan!! Þvílík ósvífni að vera ekki búin að koma með blaðið til mín.

Ætli ég skundi þá ekki, prúð og frjálsleg í fasi, út á benzínstöð og sæki mér blaðið, get þá hent hinum í leiðinni.

PS úr hvaða söngleik er þessi laglína?

smjúts á ykkur

Smile


Drengurinn....

....í kjallaranum, eða þe boj in þe beisment eins og ég kýs að kalla hann, er mikill veiðimaður. Hann stendur á nóttum úti í ám og veiðir - og er afar fiskinn... Ég nýt góðs af því og í dag gaf hann mér bleikan fisk Smile Ég slægði hann og hreinsaði, setti inn í hann allt græna kryddið sem ég á, hvítlauk og sítrónu, setti hann í ofninn og bakaði hann. Svissaði svo grænmeti sem ég átti í ísskápnum og bakaði brauð með. Þetta var ótuktarlega gott. Nú sit ég södd og sæl, ætla að horfa á sjónvarpið í kvöld, prjóna og rifja upp hvað það var gaman í gær.

Fantastikk LoL


Þessi dagur er búinn að vera æsispennandi....

33 Vaknaði snemma og við labbakútur fórum út að míga, sem við stóðum þar og reyndum að einbeita okkur - hann er nefnilega með athyglisbrest - renndi bíll upp að okkur og út sté maður, af íslensku bergi brotinn en talaði þó með miklum amrízkum hreim.... Hann vildi fá að vita, eftir að hann hafði boðið góðan daginn, (þetta lesist með sterkum hreim) hvar Álftarimi væri, sem hann sagði mér í miklum trúnaði að væri ekki svona gata.... heldur hood. Við hlustuðum nú ekki á það enda engin húdd í minni sveit. Vísuðum honum til vegar og með það hvarf hann. Við hinsvegar tókum strikið inn og fórum aftur að sofa.

Vaknaði aftur - sem betur fer Tounge þegar fólk hóf að óska mér til hamingju með að hafa náð þessum32 mikla áfanga, tók ég á móti hamingju- og velferðaróskum fram að hádegi en ákvað þá að það væri of gott veður til að vera inni, tók labbakút og fór upp í skóg, kíktum inn í hellinn eftir draugsa, drengstaula með bláan trefil sem á að vera þar á sveimi en hann lét ekki sjá sig enda alltof heitt úti til að vera með trefil......

Svo á að sýna Pollýönnu í sjónvarpinu í kvöld á bezta tíma! Tilviljun? Ég held ekki......

Og nú rétt í þessu var Magga að hringja og bjóða mér í teiti - sem er ááááááábyggilega haldið mér til heiðurs.... ætla að skella mér í stutta pilsið og rauðu skóna og setja á mig varalit.

Úhhhhh hvað þetta er spennandi - hvað ætli þeir ætli að gefa mér?34

Skelli hér inn mynd af mér nýgreiddri og eftirvæntingarfullri

Meira síðar

LoL

 


sænskt sumar

Vaknaði ótrúlega snemma í morgun, heyrði að það var ausandi rigning og ákvað að nú væri góður tími til að hlaupa. Fór í gallann tók hundinn, sem var yfir sig spenntur að fara út með mér..... Kom mér alveg á óvart LoL og skundaði upp á völl, hljóp þar í hálftíma eða þangað til ég var orðin svo blaut að það skipti ekki máli lengur....

Fór heim og beint upp í rúm, fékk mér að vísu einn banana áður - af því að þeir eru svo GÓÐIR Magga - hún nebblega þolir ekki banana. Steinsvaf svo fram að hádegi og vaknaði í sól og blíðu. Það var sumsé skollið á sumar Tounge

Fór með mömmu í hina sænsku stórverzlun IKEA, í borg óttans, 31 Jú jú þetta er mynd sem kemur þegar ég gúggla IKEA - hef samt aldrei séð þetta fólk þar. Það er kannski á einhverjum öðrum tíma en ég. Keypti rosalega vandaða sænska kodda...... sem ég ætla að sofa á í framtíðinni, verð soldið svona eins og prinsessan á bauninni Smile

Er núna að bíða eftir dr. House - sem er eini læknirinn í lífi mínu, enda með afbrigðum heilsuhraust.

Svo á ég afmæli á morgun!!!! Allir að muna eftir að óska mér til hamingju með daginn. Allir velkomnir í heimsókn, dresscode: stutt pils, rauðir skór - gjöf. Allir sætir strákar boðnir sérstaklega velkomnir, sami dresskóði LoL

Knús Heart

 


Fyrsti dagur í fríi

Í dag hef ég; farið í labbitúr með litla kút, gert við útisnúrurnar mínar, en þar sleit ég eina snúruna í geðvonzku minni einn daginn þegar ég reif sæng af henni - þetta var brandari..... auðvitað er ég aldrei geðvond.... leitun að annari eins geðprýðismanneskju Devil æft mig fyrir kvennahlaup, ryksugað, 29talað við Möggu um sæta stráka - sem var líklega það skemmtilegasta sem ég hef gert í dag..... en dagurinn er nú ekki búinn LoL Á myndinni sjáið þið bæði sæta stráka og Möggu, sem er alltaf sæt og fín Heart

Er núna að baka bollur með kvöldmatnum - hérna myndi ég setja slóðina á uppskriftina, ef ég bara kynni..... en ég fékk þá uppskrift hjá Flórens og ætla að baka jarðarberjamuffins í eftirrétt - fann uppskriftina í Gestgjafanum. Er með mission í gangi að fita einkasoninn, verst ef ég fitna líka..... og þó þá get ég allavega farið og keypt mér pilsið sem bíður mín alsett tjulli og blúndum á Laugarveginum Tounge

Þið megið svo kjósa fallegasta karlmanninn á myndinni - nú eða konuna!

smjúts Heart


Ég er komin í....

...langþráð sumarfrí.......28

Ætla að nota tímann til að vakna snemma og fara út að skokka - æfa mig fyrir kvennahlaupið -  ætla sko ekki að koma síðust í mark!!!! Hvíla mig..... dekra við hundinn...... lesa..... heimsækja vini - ef ég á þá einhverja Tounge Horfa á sjónvarpið..... leggja mig... lesa meira.... elska sjálfa mig.... prjóna..... leysa lífsgátuna.....

Úje

 


Á morgun kemur nýr dagur!!!

27 Þessi mynd er tekin af mér í morgun þar sem ég stend vansvefta, úrill og utan við mig.....

....svaf tvo tíma í nótt. Nóttin hófst á því að ég byrjaði að lesa afspyrnuleiðinlega bók, það dugði nú aldeilis ekki til að mig syfjaði, þannig að ég lá og bylti mér í tvo tíma, fór þá fram og fékk mér rauðvínsdreitil til að ná fram minni innri ró, drakk hann og horfði út um eldhúsgluggann minn á leikhús lífsins - þar er alltaf eitthvað að ske. Sá til dæmis lögregluna að störfum....... Fór síðan aftur upp í rúm þegar ég fann að yfir mig hvolfdist þreytan og steinsofnaði.... í heilar þrjátíu mínútur, þá datt geðsjúklingi úr Hveragerði í hug að upplagt væri að sópa bílaplanið hjá Bónus á Selfossi með þar til gerðri græju og tilheyrandi hávaða!!!!! Sem ég hrökk upp og fátaði í geðvonzkukasti eftir símanum til að hringja í laganna verði og láta þá fjarlægja manninn OG græjuna helst til frambúðar, datt mér í hug að réttara væri kannski að hringja í Bónus í fyrramálið og byrja á því að tilsegja manninn þar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja sinn sem hann gerir þetta!

Veit ekki hvort hann á eitthvað óuppgert við Selfyssinga yfirleitt, nú var alltaf talsverður rígur á milli þessara bæjarfélaga í gamla daga, kannski stal einhver frá Selfossi kærustunni hans? Kannski hló ég hæðnislega upp í opið geðið á honum þegar hann var að stíga í vænginn við mig í denn? Hver veit.......????

Allavega ef Jóhannes í Bónus les þetta þá skuldar hann mér þrjá mánuði í matarinnkaupum!!!

Ætla snemma að sofa í kvöld, þó fjögurra tíma svefn, í nótt, myndi nægja til að ég vakni stálslegin og útsofin - kem ábyggilega til með að sitja og prjóna fram yfir miðnætti og hugsa til danans sem sagði við okkur systur í gamla daga þegar við heimsóttum danaveldi með ærslum og óhljóðum og var boðið í teiti klukkan fimm um morguninn: "Þið getið sofið þegar þið eruð orðnar gamlar"

Eint óld jett!!

26


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband