Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ég....

....hef komist að því að ég er meiri nörd en ég hélt. Veit ekki hvort það er jákvætt eður ei.......

Var að hlusta á rás2, þar var þáttur sem hét sjómannalagakeppni rásar tvö eða eitthvað slíkt, allavega ótrúlega langur titill á þætti, en hvað um það ég komst að því að ég kunni öll lögin söng með og gat klárað setningarnar sem vantaði. Hefði rústað þessari keppni ef ég hefði verið í liði með Gerði G. Bjarklind LoL

Var líka að lesa hljóðfæri hugans og hreifst svo af snilld Njarðar að ég þurfti að deila pistlinum með syni mínum og útskýra fyrir honum í leiðinni hvað orðin þýddu. Það var í lagi - hann hefur ótrúlegt þol gagnvart nördahætti móður sinnar, ég meina ég missti mig í sýnikennslu um hvernig kona tekur af skarið.....

Farin út að labba með litla kút - sem er eitthvað að suða í mér, ætla svo að halda áfram að prjóna þegar ég kem heim aftur og kannski ryksuga ef ég verð í stuði, sem ég tel fremur ólíklegt Tounge

loki

Eigiði góðan dag Heart


Prjónar og diskar

Fór í dag og keypti mér garn. Eldrautt! Nú skal prjónað.

Ætla að prjóna mér rauðar grifflur - eða nornahanska eins og ég kýs að kalla þær..... Prentaði líka út uppskrift af peysu með berustykkjamunstri, langar að prjóna hana líka, kannski ég geri það bara. Get allt sem ég vil - vil allt sem ég get Tounge

Spurði einn sem ég þekki hver hefði eiginlega verið að spila Chicago blues, þarna um kvöldið, þegar ég dvaldi í mínu hásæti og hlýddi á og lýðurinn klappaði fyrir mér.... eða var það ekki fyrir mér?

Hann heitir Glenn Kaiser, er á hljómleikaferð um landið. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur ef hann spilar í ykkar hverfi! Ætla að kaupa mér disk með honum ef ég næ nokkursstaðar í hann. Mér er sagt að hann reki heimili, úti í hinum stóra heimi, fyrir fíkla og alkóhólista í bata og allur ágóði af tónleikahaldi og geisladiskasölu renni til þess starfs. Maður með mission.

Æ vúdd sey


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband