Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

NPN

Ædolið mitt, Njörður P. á afmæli í dag. Var að lesa pistilinn hans í Fréttablaðinu sem ég tek fram yfir DV.......Tounge Smá pilla á DV enda hafa þeir enn ekki endurgreitt mér Devil En aftur að Nirði, pistlarnir hans eru frábærir!

Sem einlægur aðdáandi óska ég honum til hamingju með daginn en lýsi jafnframt yfir smá vonbrigðum með að hann skuli vera krabbi......

Jamm ég hef margan krabbann grætt Halo

Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera dugleg og fara út að skokka, labbakútur væri alveg til í það, svo mikið veit ég Smile eða hvort ég eigi að vera löt og taka til - ekki alveg mitt uppáhald!

Sé að það á vera fundur á - þó ég mundi persónulega og í anda Njarðar segja hjá - Urriðafossi á morgun. Ég ætti kannski að hringja í Möggu og athuga hvort hún kippir mér með, þ.e. ef hún fer.....

Stefnir í valkvíða hjá mér heyri ég á öllu, hlaupa? taka til? hringja? úff svo margir möguleikar LoL

Fer bara út að hlaupa.

Nokkrar stafsetningarvillur? Þetta verður að vera stafsetningarvillulausi dagurinn LoL

Ást og biti


Maggi Eiríks

Var að lesa viðtal við Magga Eiríks í DV - já DV - mín refsing þeim til handa nú les ég blaðið frá orði til orðs......

Mikill svakalegur sjarmör er maðurinn. Maður finnur hlýjuna streyma til sín frá orðunum...

Ég væri sko snögg að falla fyrir honum. Miklu sneggri en Jenny fyrir Banderas.....

Smile


Ég er reið!

Þannig var að á síðustu dögum maímánaðar hringdi í mig stúlka og bauð mér kynningaráskrift að DV. Ég var frekar treg, vegna þess að í eðli mínu er ég tortryggin og veit að fátt í þessu lífi er ókeypis. En þar sem sólin skein og ég var full bjartsýni sem ég yfirfærði á mannkynið leyfði ég henni að kynna þetta kostaboð fyrir mér.

Hefði betur sleppt því.....

Hún sagði mér, svo glöð í bragði, að ég fengi júní ókeypis og ábyggilega maí líka, því það væri svo stutt eftir af maí, það eina sem ég þyrfti að gera væri að segja upp blaðinu fyrir júní lok. Vegna áðurnefndrar eðlislægrar tortryggni minnar þráspurði ég hana hvort það væri öruggt. Aaaaalveg öruggt. Þegar ég spurði hana í þriðja sinn, heyrði ég að það fór að örla á smá óþolinmæði hjá þessari annars glöðu stúlku.

Ég hugsaði með mér að ég væri að fara í sumarfrí í júní og það gæti nú bara verið gaman að velta sér upp úr slúðurblaðinu DV þannig að ég tók þessu kostatilboði um kynningaráskrift.

Svo leið og beið og beið og leið og ekkert blað kom. Mér var svosem alveg sama, hef ekki saknað þess að lesa DV hingað til.

Upp rann júní mánuður bjartur og fagur og viti menn DV gossaðist inn um lúguna hjá mér. Ég var í sumarfríi og sólin skein þannig að sjaldnast hafði ég tíma til að setjast niður og lesa öll blöðin sem komu inn um mína lúgu. Verð þó að viðurkenna að röðin hjá mér hefur verið svona: Fréttablaðið, Blaðið og DV - DV fór þó oftast í ruslið ólesið -

Um tuttugasta þessa mánaðar berst mér svo greiðsluseðill frá DV vegna áskriftar maí/júní. Mér hitnaði aðeins í vöngum og skundaði að tölvunni, sendi kurteislegt ímeil og sagði þeim hjá DV hvernig málið væri vaxið, bað þá ennfremur að fella seðilinn og sagði upp "áskriftinni"

Nokkrum dögum seinna er greiðsluseðillinn millifærður sem beingreiðsla af bankareikningum mínum til DV. Þá fauk í mig og ég hringdi. Fékk samband við konu í bókhaldi - sem sagði mér það glöð í bragði að hún sæi um reikninga fyrir DV.

Kurteislega en ákveðin sagði ég henni að svona vinnubrögð væru ekki til fyrirmyndar. Ég hefði aldrei gefið leyfi fyrir beingreiðslu og mér hefði verið sagt að júnímánuður væri frír!

Hún sagði mér - ekki svo glöð í bragði lengur - að þetta væri ábyggilega einhver misskilningur og því miður........

Mér er annt um peningana mína og sagði henni að þetta sætti ég mig ekki við. Ef einhver misskilningur væri í gangi þá væri hann þeirra megin og ég ætlaði ekki að borga fyrir það!!

Skil ekki heldur hvernig er hægt að senda greiðsluseðil fyrir áskrift OG hafa hann í beingreiðslu!!! Ef ég væri nú 75 ára og borgaði alla greiðsluseðla sem mér væru sendir? Svona eins og gamalt fólk gerir oft!!! Þá væri DV nú aldeilis feitur fjölmiðill!!!! Þegar ég spurði hana út í það varð fátt um svör. Hún hélt helst að ég hefði einhvern tíma verið með DV í áskrift og haft það í beingreiðslu. Sem getur svosem vel verið. En ég veit líka að ef ég tek á móti greiðslu með t.d. kreditkorti í gegnum síma. Þá er mér ekki heimilt að geyma upplýsingar um viðkomandi kreditkort og nota þær aftur! Þetta hlýtur að vera svipað!!!!!!

Hún baði mig að senda ímeil með upplýsingum um hvernig málið væri vaxið og hún skyldi svo skoða málið. Ég sendi henni ímeil með öllum helstu upplýsingum. Þar á meðal um bankareikning og kennitölu vegna endurgreiðslu. Stuttu seinna sendir hún mér svar um að hún hafi "týnt" banka upplýsingum - þrátt fyrir að þær stæðu í póstinum sem ég sendi henni og stæðu AUÐVITAРenn í svarpóstinum - og bað mig um að senda þær aftur. Sem ég og gerði.

Í morgun beið mín svo póstur frá henni, þar sem hún sagðist hafa mótttekið póstinn og áframsent hann á gjaldkera, sem því miður væri ekki við fyrr en eftir helgi. Hún vonaði að það kæmi sér ekki illa fyrir mig.......

ARG!!!! Nei, nei ég hef ekkert annað við mína peninga að gera en láta þá liggja á reikning DV. Mér finnast þetta forkastanleg vinnubrögð. Forkastanleg.

Ég sendi henni til baka póst um að ég vænti þess að DV endurgreiddi mér upphæðina með vöxtum ef ekki yrði endurgreitt fyrr en eftir helgi!!!!!!!

Hvurslags vinnubrögð eru þetta?

Ég vara ykkur við! EKKI kaupa DV

Ég er foxill!!!


Nú er sumar.... gleðjist gumar!

Veðrið í dag er frábært. 15 stiga hiti og sól. Var úti að hlaupa með litla stúf. Að vera í sumarleyfi á Íslandi í júní er hreinlega eins og að vera í útlöndum. Ég er orðin útitekin og sælleg!!! Og strákar ég er á lausu - allavega enn..... LoL Og þar kemur tilvísun í fyrirsögnina þið getið glaðst yfir því....

Nú ætla ég út í búð - eða félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra Tounge og athuga hvort ég hitti ekki Möggu eða aðrar skemmtilegar konur. Hringdi í Möggu í gær, fékk samband við talhólf, enda svarar hún ekki hverjum sem er...... svona falleg, fræg og fjölmiðlavæn eins og segi henni..... Tounge Skildi eftir skilaboð í talhólfinu hjá henni. Þorði ekki annað en varalita mig áður en ég svaraði þegar hún hringdi svo tilbaka. Alltaf gott að tala við Möggu. Hún sér hlutina alltaf í réttu ljósi og bendir manni á svo margt. Allavega leið mér snöggtum betur eftir samtalið, jafnvel þótt ég uppgötvaði að hún hefði ekki boðið mér með til Reykjavíkur í stelputeiti. LoL 

Ég ætla samt ekkert að gefa ykkur upp númerið hjá henni - sumt vill maður eiga fyrir sjálfan sig.....

Vell farin út í búð, ætla að hafa kjúkling í matinn og baka súkkulaðiköku í eftirrétt....

....hvað? Ég var að hlaupa..... Ekki viljiði hafa mig háa og granna eða hvað?

Ást og biti Tounge


lestur góðra bóka og annarra bóka....

Ég er að lesa svo leiðinlega bók!

Hún heitir Svikavefur á sjúkrahúsi, já ég veit..... fyrirsjáanlegt....01

Tók hana vegna þess að þegar kona er í sumarfríi er svo gott að lesa eins og eina svona bók, sem skiptir ekki máli þótt hún lokist þegar þú sofnar yfir henni því það er alveg sama þótt kona sleppi nokkrum blaðsíðum.....

En maður lifandi - þessi er svo leiðinleg að hún gæti haldið sjúklingi sofandi í gegnum aðgerð!! Verð samt að klára hana því annars þarf ég í framtíðinni að velta því fyrir mér hvort hún hafi ekki örugglega endað eins og ég hélt!

Enda ekki öll ævintýri vel? Alveg stígvél?


Hundar og hættuleg á

Labbaði í sólinni með labbakút upp með á. Þar hittum við annan hund sem var næstum jafn..... maður segir náttúrulega ekki vitlaus um uppáhaldsgæludýrið sitt..... en hann var allavega jafn! Tounge01

Strákurinn sem var með hinn hundinn, sem er einhverskonar minkahundur, vildi endilega sýna mér að sinn hundur þyrði að vaða í ánni - eins og okkur væri ekki sama..... Við snérum svolítið upp á okkur og ég sagði honum að MINN hundur vissi nú bara að áin væri hættuleg - og þess vegna vildi hann ekki vaða - ekki vegna þess að hann þyrði ekki.............

Fórum samt með honum og dáðumst að því hvað hann þyrði..... Labbakútur fékk sér meira að segja að drekka úr ánni LoL

Gengum svo áfram áleiðis að Laugardælum, þar sem bóndinn var í heyskapi, eins og sonur minn sagði alltaf í gamla daga þegar bændur sinntu bústörfum. Sjáðu mamma hann er í heyskapi.....

Honum fannst líka alltaf svo gaman að reikna þegar hann var lítill og þegar hann var spurður hvað einn plús einn væru, stóð nú aldeilis ekki á svari. Ellefu.....001

Skelli hér inn einni mynd sem er ekki af mér, enda veit ég líka að áin er ekki leiksvæði

Ást og biti Tounge


Íhugun

Ég er umhverfisvæn!

Ég hjóla, ég geng, ég þvæ fullar vélar, ég nota lítið þvottaefni, ég nota engin mýkingarefni - enda töffari Tounge Ég fer með dagblöð í blaðagáma, ég læt ekki vatn renna, ég slekk ljós í ónotuðu rými, ég brúka ekki eiturefni, ekki einu sinni bana........   01

Hinsvegar kemur ekki til mála að ég taki þátt í þessari erkivitleysu sem kölluð er kolefnisjöfnun!!! 01 Ætli það sé í lagi að ég fleygi dekkjum út í móa og gróðursetji bara eins og fjögur tré í 01staðinn? Og skilji svo bara bílhræið eftir næst og gróðurset tvö tré og vona að skógurinn hylji ruslið? Bull og vitleysa - eða bullshit eins og ég mundi segja á frummálinu! Mér finnst eins og verið sé að klóra í bakkann með þessu. Eins og að setja á mig ilmvatn og sleppa baðinu!!Er í lagi að vera umhverfissóði ef ég gróðurset tré í staðinn! Hversu mörg tré þarf að gróðursetja fyrir eitt álver?

Ég vil ekki skóg! Ég vil víðsýni!

Love and peace


Allt í hund og kött...

Fór út í garð með stubbaling, hann þurfti að gera þarfir sínar og gerir það bara í fylgd með fullorðnum Tounge

Í kjallaranum búa tvær kisur, sem voru úti í garði að "leika" sér við flugurnar þegar við komum út.

Högninn lét sem við værum ekki til og hélt áfram að veiða mýflugur af miklum móð, læðan hinsvegar lagðist á magann, skreið nær og sveiflaði rófunni.... 01

...þegar labbakútur sá kisurnar, steingleymdi hann að ferðin var farin til að míga og lagðist á magann og sveiflaði skottinu.....

Þarna lágu þau tvö, bæði á maganum með rófur á lofti, en í sitt hvorum tilganginum! Hann til að sýna henni að hann væri algjörlega hættulaus og vildi bara leika, hún til að veiða - Hann talaði austur og hún vestur.

 Enda fóru leikar svo að hún stökk og lokigettu hvað - ? Hann varð hræddur.........

Litla ljónshjartað


Oóó

Ég er næstyngst.....

Tounge


mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

showoff

Við labbakútur vorum að spá í að fara....

....en svo ákváðum við að leyfa hinum að njóta sín! Í þetta sinn.

Okkar tími mun koma LoL


mbl.is Yfir sex hundruð hundar til sýnis í Reiðhöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband