lestur góðra bóka og annarra bóka....

Ég er að lesa svo leiðinlega bók!

Hún heitir Svikavefur á sjúkrahúsi, já ég veit..... fyrirsjáanlegt....01

Tók hana vegna þess að þegar kona er í sumarfríi er svo gott að lesa eins og eina svona bók, sem skiptir ekki máli þótt hún lokist þegar þú sofnar yfir henni því það er alveg sama þótt kona sleppi nokkrum blaðsíðum.....

En maður lifandi - þessi er svo leiðinleg að hún gæti haldið sjúklingi sofandi í gegnum aðgerð!! Verð samt að klára hana því annars þarf ég í framtíðinni að velta því fyrir mér hvort hún hafi ekki örugglega endað eins og ég hélt!

Enda ekki öll ævintýri vel? Alveg stígvél?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hrönn hrönn hrönn....... þú getur bara ákveðið hvernig skruddan endar... skellt þér svo í bókasafnið og nælt þér í aðra bók sem er þess virði að lesa......því það enda jú öll ævintýri vel.... sérstaklega ef maður fær að ákveða það sjálfur

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég gerði annað - even better  Ég kíkti bara á endinn, því í upphafi skyldi endinn skoða  Og boy hvað mér létti. Ég er núna að lesa allt aðra og MIKLU skemmtilegri bók eftir Dean Koontz

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef það fyrir sið, þá sjaldan að ég les rómana, að tékka á endinum.  Nákvæmlega vegna þess að í upphafi skyldi endirinn skoða.  Svo les ég í rólegheitum og afsleppelsi viðkomandi rit, þe ef endirinn hugnast mér vel.

Er núna að lesa Saffraneldhúsið og ég elska hana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Saffraneldhúsið? Um hvað er hún? Eftir hvern er hún?

Það eru svo margar bækur sem mig langar að lesa......

segi eins og konan: so many books, so little time......

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Hugarfluga

Aldrei að eyða tíma í bók sem þér finnst leiðinleg ... lífið er of stutt. Ég er alltaf með 3-4 í takinu í hvert sinn og stundum rugla ég söguþráðunum saman út í eitt og konan sem var drepin í einni bókinni er allt í einu orðin vændiskona í þeirri næstu ... frekar ruglað, ég veit ... en ég skemmti mér og það er fyrir öllu.

Hugarfluga, 27.6.2007 kl. 19:42

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Uss ég þyrfti að lesa leiðinlega bók þá mundi ég öruglega sofna.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2007 kl. 19:46

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Fluga litla, það er rétt, en kannski gætir þú skrifað svona sossum eins og eina eða tvær bækur úr þínum samanrugluðu söguþræðum?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 20:02

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enda sofna ég eins og steinn Katla litla

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 20:03

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta gæti kannski sparað kostnað vegna svæfingarlyfja á LSH!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:41

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheheeh Ég ætti kannski að benda þeim á skurðstofunni á þessa bók?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.