Allt í hund og kött...

Fór út í garð með stubbaling, hann þurfti að gera þarfir sínar og gerir það bara í fylgd með fullorðnum Tounge

Í kjallaranum búa tvær kisur, sem voru úti í garði að "leika" sér við flugurnar þegar við komum út.

Högninn lét sem við værum ekki til og hélt áfram að veiða mýflugur af miklum móð, læðan hinsvegar lagðist á magann, skreið nær og sveiflaði rófunni.... 01

...þegar labbakútur sá kisurnar, steingleymdi hann að ferðin var farin til að míga og lagðist á magann og sveiflaði skottinu.....

Þarna lágu þau tvö, bæði á maganum með rófur á lofti, en í sitt hvorum tilganginum! Hann til að sýna henni að hann væri algjörlega hættulaus og vildi bara leika, hún til að veiða - Hann talaði austur og hún vestur.

 Enda fóru leikar svo að hún stökk og lokigettu hvað - ? Hann varð hræddur.........

Litla ljónshjartað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Týpist samskipti milli kvenna og karla

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jebb!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Hér er Brandur til heimilis, en hingað koma stundum hundar í heimsókn.  Og það er ýmist eða.  Zorró er skíthræddur við Brand, Ísafold er hlutlaus, og þau umgangast hvort annað með ákveðinni fjarlægð.  Skúla er bara alveg sama um Brand.  En Trölla er kisi skíthræddur við.  Þegar við tókum hann í fóstur smátíma, flúði kötturinn að heiman.  Þegar hundurinn var farinn, kom kisi og var reiður hann mjálmaði að okkur og það fór ekkert á milli mála að hann var að tjá sig um þetta óréttlæti sem hann hafði orðið fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 10:15

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svona var hún Tóta mín hún þóttist vera köld  ef hún sá kisu   en var ´skíthrædd  .

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2007 kl. 10:15

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hann er örugglega algjört æði þessi hundur !!!

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 14:14

6 identicon

Jísus ekki hélt ég að þú værir svona kona! Gvuð hvað við erum hneyskluð!

h&n (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 14:27

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Segir okkur sitthvað um eðli lifandi vera, be it amimals or humans.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.6.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Datt í hug það sama og Jenný. Annars... pissaði greyið úr hræðslu eða þurftirðu að fara aðra ferð þegar óargadýrin voru fjarri?

Laufey Ólafsdóttir, 26.6.2007 kl. 18:49

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þurfti aðra ferð.....

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband