Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Stígvél og sjálfhverfa........

"Hann er eitthvað skemmdur hundurinn þinn!" sagði minn nýji atvinnurekandi þegar hann rak hér inn nefið í morgun og horfði hugsandi á labbakút leika sér að því, fullkomlega hamingjusaman, að sveifla gæruskinnsvestinu sínu hring eftir hring í kringum sig. Ég sagði honum mjög pen, vegna þess að ég kann mig svo vel, að ef hann ætlaði að tala svona um hundinn minn þá kæmi ekki til greina að ég mundi vinna fyrir  hann!! Tounge Sagði honum líka að ég mundi krefjast þess að fá uppsagnarbréf frá honum, þar sem ég hefði verið svikin um það á fyrri vinnustað, þrátt fyrir að hafa verið búin að kaupa ramman!!! 

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég þakka Gvöööði fyrir það á hverjum degi að hafa verið rekin W00t Annars kæmist ég engan veginn yfir allt það sem ég þarf að gera og allt er það fyrir sjálfa mig LoL

Fór út að borða um daginn með Mömmu, Eygló og Lindu, uppáhaldsfrænku minni, að öðrum ólöstuðum - koss til ykkra allra Kissing - fórum á Tapas, borðuðum smárétti og kjöftuðum um allt og ekki neitt, mest þó ekki neitt. Fórum svo í bíó og sáum Veðramót. Frábær mynd - algjörlega!! Hvet alla til að fara á hana. Kíkti líka á friðarljósið sem gamla konan í Viðey kveikti........... Flott ljós, ekki síst úr eldhúsglugganum hjá Eygló og Stebba. Hlýtur að vera eilífur friður þar á bæ Smile

Var svo á skómarkaði í dag með Möggu, ekki verri ferð þar í gangi. Keypti mér tvenn stígvél, ein svört, önnur brún, ógesslega flott, kræst ég er svo mikil pæja í þeim............ Keypti mér líka hlaupaskó. Allt þetta fyrir nokkra þúsundkalla. Sem fær mann til að velta því fyrir sér hvort álagning í búðum sé kannski ööööööörlítið of há............. Magga keypti sér líka skó, og svo aðra........ Tounge

Sátum á kaffihúsi og kjöftuðum saman. Ég er svo ánægð með systur mínar, - ókei - ókei - og bróður minn líka Tounge Elska ykkur öll, enda nýkomin frá friðarljósinu..........

Nú sit ég og ákveð matseðilinn fyrir annað kvöld. Við ætlum að hittast, ríflega þrjátíu manns, borða saman, drekka vín og skemmta okkur.

Að sjálfsögðu verð ég í nýju stígvélunum, öðru hvoru parinu..........

InLove


Grandmas Don't Know Everything!

Little Lewis was staying with his grandmother for a few days. He'd been
playing outside with the other kids for awhile when he came into the house
and asked her, "Grandma, what's that called when two people sleep in the
same room and one is on top of the other?"

She was a little taken aback, but decided to just tell him the truth.
"It's called sexual intercourse, darling."
Little Lewis  just said, "Oh, OK", and went back outside to play with the
other kids.

A few minutes later he came back in and said angrily, "Grandma it isn't
called sexual intercourse. It's called Bunk Beds. And Jimmy's Mom
wants to talk to you."

Kópavogur, dægurlög og fleira..........

Fór með pabba í bæinn í dag. Pabbi er í geislum og þarf að fara einu sinni á dag í mánuð og nú hef ég tækifæri til að leysa mömmu af í akstrinum. Pabba finnst ég að vísu keyra alltaf of hratt, ég hins vegar vil meina að ég sé á góðum millitíma.......... Tounge 

Svo er líka svo gaman hvað allir vilja heilsa mér mikið í Reykjavíkinni. Þegar ég dóla mér á Miklubrautinni við að ná grænu ljósi á sem flestum stöðum eru aðrir að drífa sig eitthvað annað en gefa sér samt tíma til að veifa mér og flauta LoL Ég skil ekkert í öllum þessum vinsældum en veifa alltaf og brosi mínu blíðasta á móti, djöst in keis......... Enda aldrei verið neinn sérstaklega lagin við að muna eftir andlitum!!

Við eigum góða stund saman, ég og pabbi á leið í og úr geislum. Vildi svosem alveg eiga góða stund með pabba án þess að hann væri með krabba en það er ekki í boði....... Á meðan hann fer inn á geisladeildina bíð ég úti í bíl með prjónana mína og hlusta á útvarpið alveg sallaróleg.

Í dag sagði pabbi mér sögur úr sveitinni frá því í gamla daga þegar hann var pjakkur og lék sér við hundinn í sveitinni, við rifjuðum líka upp gamla slagara, fulla af ádeilum, sem minnir mig á það. Ég þarf að hlusta þessi lög aftur sem ég sönglaði með í gamla dag án þess að hafa hugmynd um pælinguna á bakvið!! Í dag þurftum við líka að koma við í Kópavogi, þar sem sumir segja að það sé gott að búa. Pabbi vildi meina að hann vissi alveg hvert hann væri að fara, þetta væri Græn Gata!!!! Ég sagði honum að það gæti nú ekki verið mikið mál að finna eina græna götu í heilu bæjarfélagi annars tækjum við okkur bara Pólverjana til fyrirmyndar og flyttum í húsnæði fyrir ofan eitthvert iðnaðarhúsnæði ef ekki vildi betur............ Gætum allavega lært að elda eitthvað alveg nýtt! Gamla góða Pollýanna!!!!!!!

Þegar við svo fundum staðinn sagðist pabbi fara bara inn og ég skyldi bíða úti í bíl á meðan. Þegar ég hafði á orði að mér finndist hann svolítið halda kannski að hann væri Ráðherra með Einkabílstjóra og spurði hvaða ráðuneyti hann stýrði, svaraði sá gamli, fremur hortugur að mér fannst, að hann gæti alveg verið Ráðherra eins og ég Prinsessa..............

Svo nefnum við líka alltaf á bakaleiðinni þegar við erum á Heiðarbrúninni hvað Flóinn sé nú fallegur og forðumst að horfa í átt að Hveragerði.

Enda er flóinn fallegur þar sem hann breiðir úr sér svo langt sem augað eygir og glampar á sjóinn í fjarzka.

Í dag átti pabbi í smá basli með að finna bílinn aftur þegar hann kom út úr Lansanum. Það var ekki fyrr en ég kom auga á hann og gaf honum smá merki að hann áttaði sig. Þegar hann svo settist inn í bílinn og ég gerði góðlátlegt gys að honum fyrir að muna ekki hvar hann hefði skilið bílinn eftir, sagði hann að það hefði nú verið allt í lagi þó hann hefði ekki fundið bílinn, það hefði hins vegar verið verra ef hann hefði ekki fundið mig.........

Mér þykir vænt um pabba minn InLove


Menning

Fór í menningarferð með mömmu og Möggu í Borg Óttans.

Keypti mér gullskó úr bronzi í Kolaportinu..........Borðaði hrikalega góðan og þá er ég að tala um HRIKALEGA góðan mat á næstu grösum og drakk lífrænt ræktaðan bjór með W00t Vafraði upp og niður Laugaveginn, drakk kaffi á 10 dropum, rosalega kósí kaffihús, ertu búin að fara þangað? Verður að prófa. Þetta er alveg ekta kaffihús.........

Fletti bókum, mátaði föt, eða ætti ég frekar að segja mátaði föt og fletti bókum? Hugleiddi að kaupa hlutabréf í Reykjavík Green Investment, eða er það skrifað Grín Investment? hitti Björn Inga og fékk eiginhandaráritun - djók.............. Tounge Ætlaði svo að skoða friðarljósið sem einhver taldi mér trú um að gömul, útlenzk kona hefði tendrað í Viðey. Sá ekkert ljós, en það logaði allt í illdeilum!! Hugsanlega var þó of bjart - enda er ég úr sveitinni og vön því að fara heim í björtu!!!

Yndislegur dagur í boði nýs borgarstjóra sem vill ekki gefa upp hvaða hárvörur hann notar. Hugsaðu þér ef ég hefði haft myndavélina með mér þegar hann stóð á rauðu ljósi á menningarnótt og var að senda sms, þá ætti ég mynd Af Hinum Fullkomna Borgarstjóra.......og hugsanlega líka hverjum hann var að senda sms, hvað var verið að plotta þá?? Þarna runnu mörg tækifæri úr greipum mér. Án gríns W00t þá er hann hrikalega fallegur borgarstjóri!!

Takk enn og aftur fyrir daginn Mamma og Magga. Frábært! Við þurfum að gera þetta oftar - enda eins og ég segi, búðirnar loka bara þegar maður er rétt að komast í gírinn............

Takk fyrir frábæran Dag Tounge

pís InLove

 


Ýmsar undarlegar uppgötvanir..

Ég svaf til klukkan ÁTTA í morgun, segi og skrifa'ða. Langt síðan ég hef náð að sofa svona lengi!!

Druslaðist þá út með stubbaling og við gengum okkar morguntúr í dagsljósi, til tilbreytingar! Sá ýmislegt sem ég er ekki viss um að ég kæri mig um að sjá svona dags daglega...... Spurning um að bakka bara út með lokuð augun og halda áfram að vafra um í myrkrinu - alsæl!! Fékk hinsvegar - af því að ég var svo seint á ferðinni - gefins kleinu af kaffihúsinu i mínu hverfi............. Ótrúlega góð, nú veit ég hvað þessi bílaumferð umhverfis mig klukkan fimm á morgnana þýðir. Kellingarnar eru að baka kleinur. Mikið rosalega eru þær góðar!!!!!! Verð að komast að því hvort allir megi kaupa eða hvort ég verði að uppfylla einhver skilyrði W00t Namm, ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina um hvað þetta var góð kleina. Svona veit maður lítið um sitt hverfi, þar til allt í einu!! Hefur ýmsa kosti að vera atvinnulaus, sjáiði til! Mæli með því að þið prófið..................

Á mánudaginn hefði bróðir minn orðið fimmtugur, hefði hann lifað. Magga kom með uppástungu um að við gerðum eitthvað í tilefni þess. Ég hringdi í Hugrúnu, sem er og verður alltaf mágkona mín og spurði hana hvernig henni litist á að fara út að borða um aðra helgi, bjóða þeim með sem kæra sig um að vera með og vera ekki að æsa sig yfir þeim sem ekki komast. Henni leist vel á það, sagðist ætla að vera með kaffi á sunnudaginn fyrir þá sem rækju inn nefið. Ég hugsa að ég verði ein af þeim InLove

Stefnir í skemmtilega helgi hjá mér. Vona að ykkar verði eins góð.

Ást InLove

 


hundrað tindar....

Frábær þessi gaur sem er að ganga á 100 tinda!

Skil bara ekki af hverju hann hefur ekki samband við mig sem göngufélaga. Getur verið að hann lesi ekki bloggið mitt? Hugsanlega er það ástæðan þ.e. að hann sé bara hreinlega úti að ganga þegar gullkornin mín falla hér................

Nú erum við úti á sama tíma! Hann ætlar að ganga á Miðfellstinda í Skaftafelli í NÓTT!!!! Segiði svo að ég sé klikk. Ég er þó ekki í fjallgöngum í myrkrinu W00t ég vafra bara meðfram árbakkanum í kolsvarta myrkri.......................

Tek ofan fyrir svona fólki! Hef alltaf verið veik fyrir vitleysingum LoL

 


Í fréttum er þetta helst......

Það er búið að vera HRIKALEGA mikið að gera hjá mér. Ég er alveg búin að sjá það út að það fer mér vel að vera atvinnulaus, engar áhyggjur af bunkum sem bíða mín eftir "frí"....... Fór út að skokka í gær í fyrsta sinn í langan tíma - alltof langan tíma. Fannst ég hafa endalaust úthald og hljóp og hljóp - enda að drepast úr harðsperrum í dag. Stubbaling fannst samt voða gaman, enda fjórhjóladrifinn!! Skil ekkert í mér að vera ekki lööööngu búin að láta reka mig W00t

Minn nýji atvinnurekandi hringdi í mig í dag og vildi fara að kýla á ýmis mál. Ég sagði honum að þessi lífsstíll hentaði mér bara svo vel............ Vakna snemma, fara út að hlaupa eða í leikfimi, koma svo heim og lesa blöðin á meðan ég fæ mér morgunmat í rólegheitum. Geyspa svo yfir síðustu blaðsíðunum á heimshörmungunum og leggja mig aðeins aftur...... Mér fannst hann ekki sýna mér aaaaalveg nógu mikinn skilning. Dreif samt í ýmsum málum í dag - keypti mér bæði nýjan sundbol og hlaupaskó................ Tounge

Ljónshjartað er afar hamingjusamur að hafa mig svona heima - alltaf - allan daginn. Hann fær aldrei nóg af mér................

Fór í sextugsafmæli til Lólar frænku í dag, át á mig gat af kökum og kruðeríi. Ætli ég verði ekki að hlaupa extra langan hring í myrkrinu í fyrramálið til að jafna þetta út? Vona bara að myrkrið endist............

lov&pís InLove


Uppfinningar og afmæliskaffi

Stundum fæ ég flugur í höfuðið. Misgáfulegar eins og gengur..... Þó mínar séu eins og gefur að skilja flestar gáfulegar Tounge

Fyrir nokkru fékk ég eina. Mér datt í hug að hanna skjáhvíligleraugu. Gleraugun yrðu framleidd bæði með og án styrks, þ.e. bæði fyrir fólk sem gengur með gleraugu og þá sem ekki nota þau. Gleraugun yrðu þeim göldrum gædd að ef fólk einbeitti sér ekki nógu mikið að starfi sínu dyttu þau út með syndandi fiskum og fljúgandi fiðrildum! Þá gætu atvinnurekendur alltaf verið með það á hreinu hverjir væru virkilega að vinna og hverjir væru bara að slæpast........

Veit ekki, kannski aðeins of..... LoL

Fór með Möggu í bókakaffi til Bjarna Harðar og spúsu í dag. Bókakaffið þeirra átti eins árs afmæli í dag. Þar dvöldum við dágóða stund. Drukkum kaffi spjölluðum við fólk og skoðuðum bækur. Alltaf gaman að koma þarna inn. Ég keypti mér bókina "Vatnið og hin duldu skilaboð þess" eftir Masaru Emoto. Hlakka til að glugga í hana í rólegheitum.

Eldaði kjúkling, ættaðan frá austurlöndum fjær og bakaði brauð með. Er alveg að fara að ausa honum á diskinn og dreypa á hvítvíni með.

Vona að þið eigið gott kvöld InLove

 


Leyndarmál.....

Ég ætla að trúa ykkur fyrir leyndarmáli.

Í fréttunum, var sagt af konu sem var niðri í fjöru með hundinn sinn þegar þau hittu sel á sundi þar úti fyrir. Samkvæmt fréttinni synti hundurinn út til selsins, þeir horfðust hugfangnir í augu í dágóða stund og léku sér síðan saman eins og geitungar í bakaríi...........

Fyrst hélt ég að einhver væri að atast í mér! Ég var nefnilega, eitt sinn, niðri í Óseyrarfjöru með hundinn minn og við rákumst á sel. Bæ þe vei, selir í návígi eru engin smásmíði, vissuð þið það? Þeir eru ekki beinlínis þessar litlu sætu verur sem dorma á heitum steinum í teiknimyndum ættuðum frá Disney. Þarna urðu heldur ekki þessir fagnaðarfundir sem listaðir voru upp að ofan, heldur gelti snáðinn minn viti sínu fjær á selinn, sem varð ekki haggað, sama hvað við reyndum að reka hann Tounge

Það endaði með því að ég hringdi á lögguna og heimtaði að þeir kæmu UMSVIFALAUST og sendu Snorra til síns heima. Það næði bara ekki nokkurri átt að hann lægi þarna..............

Það var eins og við manninn mælt. Þær mættu, þvagleggslausir að vísu og ráku selinn harðri hendi út í sjó. Selurinn veit ekki ennþá hvaðan á hann stóð vindurinn, hann hafði verið í mesta sakleysi að taka hádegislúrinn sinn í sólinni.

Já, mikill er máttur minn!!

Seinna í vikunni kom svo frétt um þetta í héraðsblöðunum og ég man að ég var frekar skömmustuleg yfir þessu í ca. þrjátíu mínútur.............

Seinna orti ég ljóð til að vinna mig út úr krísunni, það hljóðar svo:

Sá ég í fjarzka synda sel.

Synt´ann úr fjarzka fjári vel.

En er hann kom nær,

hann varð mér svo kær,

við giftumst í landi baska.

InLove


Þrælahald?

"Ég ætla að fá frelsi fyrir sex þúsund kall", sagði konan við hliðina á mér í búðinni áðan.

Ekki dýru verði keypt það frelsi - eða hvað finnst þér? Hugsa samt að þrælar fortíðarinnar hefðu verið lengi að kaupa sér frelsi fyrir þennan pening. Jafnvel þrælar nútíðarinnar líka.

 Vakti mig aðeins til umhugsunar.

Wink

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband