Uppfinningar og afmæliskaffi

Stundum fæ ég flugur í höfuðið. Misgáfulegar eins og gengur..... Þó mínar séu eins og gefur að skilja flestar gáfulegar Tounge

Fyrir nokkru fékk ég eina. Mér datt í hug að hanna skjáhvíligleraugu. Gleraugun yrðu framleidd bæði með og án styrks, þ.e. bæði fyrir fólk sem gengur með gleraugu og þá sem ekki nota þau. Gleraugun yrðu þeim göldrum gædd að ef fólk einbeitti sér ekki nógu mikið að starfi sínu dyttu þau út með syndandi fiskum og fljúgandi fiðrildum! Þá gætu atvinnurekendur alltaf verið með það á hreinu hverjir væru virkilega að vinna og hverjir væru bara að slæpast........

Veit ekki, kannski aðeins of..... LoL

Fór með Möggu í bókakaffi til Bjarna Harðar og spúsu í dag. Bókakaffið þeirra átti eins árs afmæli í dag. Þar dvöldum við dágóða stund. Drukkum kaffi spjölluðum við fólk og skoðuðum bækur. Alltaf gaman að koma þarna inn. Ég keypti mér bókina "Vatnið og hin duldu skilaboð þess" eftir Masaru Emoto. Hlakka til að glugga í hana í rólegheitum.

Eldaði kjúkling, ættaðan frá austurlöndum fjær og bakaði brauð með. Er alveg að fara að ausa honum á diskinn og dreypa á hvítvíni með.

Vona að þið eigið gott kvöld InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hvaða flugur ert þú að fá í höfuðið??? Ertu að halda framhjá mér?? hrmpf Og koddu nú með uppskriftina, vúman! Minnz langar í austurlenskan tjúttling!!

Hugarfluga, 6.10.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm, verð að hanna uppskriftirnar. Get allavega sagt þér að þessi er góð.....

Laukur, hvítlaukur, bacon, gulrætur og kjúklingafile steikt á pönnu. Hellti svo yfir Rogan Josh sósu og lét malla smástund á meðan ég steikti nanbrauðið, sem lyfti sér á meðan ég var í menningarbókakaffinu.

Hrikalega gott

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Hugarfluga

Allamalla, Sveinmundur Jófríðarson!! Hljómar undursamlega!! Takk!

Hugarfluga, 6.10.2007 kl. 20:17

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleymdi að segja þér að ég skar niður tómata og henti út í og lét þá malla með, hellti síðan rifnum osti yfir á diskana.......

Namm!!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Dísa Dóra

*slef* þessa uppskrift á ég örugglega eftir að prófa

Dísa Dóra, 6.10.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

mmmmmmm hljómar vel . Eigðu góða helgi.

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 21:27

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mmm næs as júsjúal....

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:29

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

..er umþaðbil....að verða leið á kjúkling....knús í bæinn.

Heiða Þórðar, 6.10.2007 kl. 21:36

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brilliant gleraugu! Bíddu annars góða mín.: "Skjáhvíligleraugu" og þú sem þolir ekki flókin orð...hummm.  er eitthvað verið að villa á sér, ha? Líst annars vel á þennan kjúllarétt. Hér voru nagaðir "hot wings" í kvöld. Beint úr pakkanum í ofn. 40% afsláttur í Bónus. Hálfgert hundafóður, en örverpið hesthúsaði einum og hálfum pakka, meðan gamli rétt náði hálfum og sat eftir bullsveittur af kryddinu.

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 21:51

10 Smámynd: Ólafur fannberg

vonandi ekki risabýflugur

Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 12:11

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ha, ha snilldar hugmynd.  Verst að ég gat ekki kíkt í bókakaffi í gær, ég var allavegana í fyrra við opnunina.  Sunnudagskveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 15:15

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég mundi vilja svona gleraugu skemmtu þér við að lesa bókina.Dúlla

Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 17:41

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skjáhvíligleraugu  þú ert óborganleg. Og njóttu súpunnar vel.  Greinilega góð súpa.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:55

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Takk og Ólafur, ég lofa, ég skal ekki hafa býflugur.........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:25

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Líst vel á þessi gleraugu......................

Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 21:20

16 Smámynd: Halla Rut

Kjúlli að austurlenskum hætti og vín með....frábært.

Halla Rut , 9.10.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.