Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Haustlitir í peysu og pottum.

Margir hafa komið að máli við mig - Ókei, báðir vinir mínir Tounge hafa hvatt mig til að setja linka á uppskriftir frá mér inn á síðuna. Eldaði hrikalega góða gúllassúpu í gær og bakaði brauð með. Fæ vatn í munnin við tilhugsunina um vel heppnaða máltíð í gærkvöldi! Ekki slæm hugmynd. Þá eru þær á ákveðnum stað líka og ég get gengið að þeim vísum. Málið er í vinnslu. Er að stúdera hvernig ég linka á uppskrift. Það getur ekki verið flókið.

Ljónshjartað hitti aftur tíkina, niðri við á í morgun, spurning hvort samband þeirra er að komast á það stig að ég þurfi að fara að hitta "mömmu" hennar Wink.....

Ég var samt voða stolt af honum því að þegar ég tilkynnti honum að nú væri komið nóg og við þyrftum að halda áætlun, skokkaði hann á eftir mér. Fyrsta skipti sem ég þarf ekki að draga hann í burtu frá öðrum tíkum. InLove

Keypti mér garn í haustlitapeysu í gær. Er að dunda mér við að prjóna í rigningunni, alltaf svo gaman að byrja á einhverju nýju!

Fariði vel með ykkur


Möguleikar á færibandi!

Hrikalega sem það rigndi í morgun þegar við Ljónshjartað gengum í gegnum myrkrið í átt að ljósinu.......

Náði ég ykkur? Tounge

Fór og heimsótti vinkonu mína, sem ég hef ekki hitt alltof lengi,  ákvað að úr því ég væri hvort sem er orðin blaut þá skipti ekki máli á hvaða ofni fötin mín þornuðu. Við áttum gott spjall, hef gert alltof lítið af því að heimsækja hana, en sem betur fer er það þannig með góða vini að þeir eru alltaf til staðar þó ekki sé verið í daglegu sambandi......... InLove

Hún tók mig í afar áhugavert áhugsviðspróf. Enda námsráðgjafi!! Út úr því kom að ég ætla að verða arkitekt þegar ég er orðin stór!

Síminn hringdi svo hjá mér, þegar ég var búin að vera atvinnulaus í fimm og hálfan tíma - ef ég tel matartímann með - á hinum endanum var maður sem vildi fá mig í vinnu! Mörg spennandi verkefni framundan hjá honum sem gefa mér í leiðinni möguleika á ýmsu öðru. Við ákváðum að hittast í vikunni og taka stöðuna.

Spennandi...............

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband