Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.6.2007
sænskt sumar
Vaknaði ótrúlega snemma í morgun, heyrði að það var ausandi rigning og ákvað að nú væri góður tími til að hlaupa. Fór í gallann tók hundinn, sem var yfir sig spenntur að fara út með mér..... Kom mér alveg á óvart og skundaði upp á völl, hljóp þar í hálftíma eða þangað til ég var orðin svo blaut að það skipti ekki máli lengur....
Fór heim og beint upp í rúm, fékk mér að vísu einn banana áður - af því að þeir eru svo GÓÐIR Magga - hún nebblega þolir ekki banana. Steinsvaf svo fram að hádegi og vaknaði í sól og blíðu. Það var sumsé skollið á sumar
Fór með mömmu í hina sænsku stórverzlun IKEA, í borg óttans, Jú jú þetta er mynd sem kemur þegar ég gúggla IKEA - hef samt aldrei séð þetta fólk þar. Það er kannski á einhverjum öðrum tíma en ég. Keypti rosalega vandaða sænska kodda...... sem ég ætla að sofa á í framtíðinni, verð soldið svona eins og prinsessan á bauninni
Er núna að bíða eftir dr. House - sem er eini læknirinn í lífi mínu, enda með afbrigðum heilsuhraust.
Svo á ég afmæli á morgun!!!! Allir að muna eftir að óska mér til hamingju með daginn. Allir velkomnir í heimsókn, dresscode: stutt pils, rauðir skór - gjöf. Allir sætir strákar boðnir sérstaklega velkomnir, sami dresskóði
Knús
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.6.2007
Fyrsti dagur í fríi
Í dag hef ég; farið í labbitúr með litla kút, gert við útisnúrurnar mínar, en þar sleit ég eina snúruna í geðvonzku minni einn daginn þegar ég reif sæng af henni - þetta var brandari..... auðvitað er ég aldrei geðvond.... leitun að annari eins geðprýðismanneskju æft mig fyrir kvennahlaup, ryksugað,
talað við Möggu um sæta stráka - sem var líklega það skemmtilegasta sem ég hef gert í dag..... en dagurinn er nú ekki búinn
Á myndinni sjáið þið bæði sæta stráka og Möggu, sem er alltaf sæt og fín
Er núna að baka bollur með kvöldmatnum - hérna myndi ég setja slóðina á uppskriftina, ef ég bara kynni..... en ég fékk þá uppskrift hjá Flórens og ætla að baka jarðarberjamuffins í eftirrétt - fann uppskriftina í Gestgjafanum. Er með mission í gangi að fita einkasoninn, verst ef ég fitna líka..... og þó þá get ég allavega farið og keypt mér pilsið sem bíður mín alsett tjulli og blúndum á Laugarveginum
Þið megið svo kjósa fallegasta karlmanninn á myndinni - nú eða konuna!
smjúts
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.6.2007
Á morgun kemur nýr dagur!!!
Þessi mynd er tekin af mér í morgun þar sem ég stend vansvefta, úrill og utan við mig.....
....svaf tvo tíma í nótt. Nóttin hófst á því að ég byrjaði að lesa afspyrnuleiðinlega bók, það dugði nú aldeilis ekki til að mig syfjaði, þannig að ég lá og bylti mér í tvo tíma, fór þá fram og fékk mér rauðvínsdreitil til að ná fram minni innri ró, drakk hann og horfði út um eldhúsgluggann minn á leikhús lífsins - þar er alltaf eitthvað að ske. Sá til dæmis lögregluna að störfum....... Fór síðan aftur upp í rúm þegar ég fann að yfir mig hvolfdist þreytan og steinsofnaði.... í heilar þrjátíu mínútur, þá datt geðsjúklingi úr Hveragerði í hug að upplagt væri að sópa bílaplanið hjá Bónus á Selfossi með þar til gerðri græju og tilheyrandi hávaða!!!!! Sem ég hrökk upp og fátaði í geðvonzkukasti eftir símanum til að hringja í laganna verði og láta þá fjarlægja manninn OG græjuna helst til frambúðar, datt mér í hug að réttara væri kannski að hringja í Bónus í fyrramálið og byrja á því að tilsegja manninn þar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja sinn sem hann gerir þetta!
Veit ekki hvort hann á eitthvað óuppgert við Selfyssinga yfirleitt, nú var alltaf talsverður rígur á milli þessara bæjarfélaga í gamla daga, kannski stal einhver frá Selfossi kærustunni hans? Kannski hló ég hæðnislega upp í opið geðið á honum þegar hann var að stíga í vænginn við mig í denn? Hver veit.......????
Allavega ef Jóhannes í Bónus les þetta þá skuldar hann mér þrjá mánuði í matarinnkaupum!!!
Ætla snemma að sofa í kvöld, þó fjögurra tíma svefn, í nótt, myndi nægja til að ég vakni stálslegin og útsofin - kem ábyggilega til með að sitja og prjóna fram yfir miðnætti og hugsa til danans sem sagði við okkur systur í gamla daga þegar við heimsóttum danaveldi með ærslum og óhljóðum og var boðið í teiti klukkan fimm um morguninn: "Þið getið sofið þegar þið eruð orðnar gamlar"
Eint óld jett!!
2.6.2007
Ég....
....hef komist að því að ég er meiri nörd en ég hélt. Veit ekki hvort það er jákvætt eður ei.......
Var að hlusta á rás2, þar var þáttur sem hét sjómannalagakeppni rásar tvö eða eitthvað slíkt, allavega ótrúlega langur titill á þætti, en hvað um það ég komst að því að ég kunni öll lögin söng með og gat klárað setningarnar sem vantaði. Hefði rústað þessari keppni ef ég hefði verið í liði með Gerði G. Bjarklind
Var líka að lesa hljóðfæri hugans og hreifst svo af snilld Njarðar að ég þurfti að deila pistlinum með syni mínum og útskýra fyrir honum í leiðinni hvað orðin þýddu. Það var í lagi - hann hefur ótrúlegt þol gagnvart nördahætti móður sinnar, ég meina ég missti mig í sýnikennslu um hvernig kona tekur af skarið.....
Farin út að labba með litla kút - sem er eitthvað að suða í mér, ætla svo að halda áfram að prjóna þegar ég kem heim aftur og kannski ryksuga ef ég verð í stuði, sem ég tel fremur ólíklegt
Eigiði góðan dag
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.5.2007
Óttutími
Var að koma heim úr borg óttans. Ótrúlega fallegt niðri við sjó. Er ákveðin í því að eignast sumarhús á Vatnsleysuströndinni, feisa mót hafinu og verða kölluð kuldalega kellingin á klöppinni.
Sérdeilis útvaldir fá að koma í heimsókn.
Fór í dag í boði Möggu og tók þátt í Fjöri í Flóanum, sem er svona skemmtun fyrir sveitavarginn. Við hittumst, minglum, drekkum súkkulaði, skiptumst á rökum og mótrökum með og gegn virkjunum, mótmælendum og áli......
Drakk verulega gott súkkulaði við Urriðafoss og borðaði Urriðaloku, verulega góða samloku með urriða og grænmeti. Rúntuðum svo Villingaholts - og Gaulverjahringinn og dáðumst að útsýninu, ræddum hagvöxt og menningu en alls ekki um karlmenn, kynlíf og kúrbíta. Án gríns ÓTRÚLEGA falleg sveit. Fagur fjallahringur! Og Magga! Gleymdi að segja þér að næst þegar þú hittir gúdlúkking bílstjórann, jú nó..... endilega segðu honum þá að þú eigir roooosalega myndarlega systir, og ekki bara myndarlega heldur svo skemmtilega líka og hún sé alveg til í að drekka með honum kaffi eða kakó..... en alls ekki khalúa eða aðra áfenga drykki, enda stök bindindismanneskja
En þetta var nú bara smá hagvaxtarútúrdúr......
Fyndið, hvað það sem virtist endalaus víðátta í gamla daga og óralengdir á milli bæja og niðr'að sjó, er stutt í dag! Ætli þetta hafi eitthvað með skreflengd og hæð að gera? Allavega ekki þroska.....
Takk endnu igen fyrir daginn Magga mín, það er alltaf gaman að eiga stund með þér!
Fór svo eins og áður sagði og sótti foreldra mína í borg óttans, þau voru fremur óttaslegin enda ekki annað við hæfi..... en er nú aftur komin heim í heiðardalinn, þar sem fuglarnir syngja óttalausir og fyllibyttur pissa við girðingarstaura. Litli kútur var glaður að sjá mig enda ekki von á öðru. Af hverju getur ekki mannfólkið elskað svona takmarkalaust?
Úje - læf is gúd
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2007
Var að lesa.....
.....hljóðfæri hugans. Elska svona greinar þar sem ég get drukkið í mig íslenskuna! Þar stendur m.a. ...."so. krefjast stýrir eignarfalli og kvenkynsorð sem enda á -ing fá eignarfallsendingu -ar......:" Hvílík vizka. Ég þurfti að vísu að lesa þetta tvisvar áður en ég náði inntakinu en það var bara betra
Takk Njörður fyrir að halda úti þessum pistli. Las líka ljóð um daginn sem greip mig svolítið og hljóðar svo:
Meðan Gunnar á Hlíðarenda
í hugum okkar
sem lékum með trésverð
í snjónum
voru önnur börn
minnt á tækni nútímans
Annars bara góður dagur framundan. Enn ein helgin með allar sínar dásemdir og ég ætla að vera trú mínu mottói og gera sem minnst á sem lengstum tíma.
Nú þori ég ekki annað en að lesa yfir hjá mér svo ekki slæðist nú inn villur hjá íslenzkunördinum
smjúts
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2007
Viðburðarríkur dagur
Alltaf gaman að sýna útlendingi landið! Þessum sem ég er búin að vera með í dag finnst svo frábært að hér eru engir skógar til að spilla útsýninu. Get nú ekki leynt því að ég er sammála honum. Mér finnast þessir sandar, öll þessi auðn svo dásamleg.
Byrjaði daginn á því að sýna honum Þingvelli, fór svo með honum í reiðtúr -
jamm, aðeins að bæta á harðsperrurnar sem eru að verða beztu vinkonur mínar þessa dagana..... er bæ þe vei að drepast í óæðri endanum, veit ekki hvort ég kem til með að geta sest á morgun og hinn......
Tókum svo strikið upp í Landssveit og gengum upp að og aðeins áleiðis á Heklu - hún urraði aðeins á okkur og ég spurði hann hvort hann hefði skilið hana, það kom úr kafinu að Hekla talar dönsku! Vissuð þið það? Ég meina hvað er hún búin að búa hér lengi?
Langt síðan ég hef gert svona margt á einum degi. Ætla núna að fara að halla mér með minn auma afturenda í eftirdragi
3.5.2007
ójá...
.... lífið er yndislegt. Í kvöld ætlum Við Magga að hlaupa í Icelandairhlaupinu, eða airport to airport hlaupinu eins og ég kýs að kalla það Þar er hlaupið í kringum Reykjavíkurflugvöll. Stefni á að bæta tímann síðan í fyrra......
Hér á landi er staddur danskur vinur minn sem er hlaupagikkur mikill. Ég bauð honum að hlaupa með okkur og auðvitað stóðst hann ekki mátið - ég meina hver getur sagt nei við því að hlaupa með mér? Honum þótti þetta að vísu aðeins of stutt, enda er hann montrass, en ég sagði honum að við systurnar værum vanar að fara fjóra hringi og við mundum EKKI bíða eftir honum. Nema sko ef hann kæmi fyrstur í mark - þá skyldum við doka og sækja dolluna með honum - je ræt........
Ætliði ekki öll að koma og hvetja mig? Góla á hliðarlínunni - gó gó Hrönn. Alveg þar til ég stoppa og spyr ykkur fremur hran(n)a(r)lega: Eruði að segja að ég sé gogogirl?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.4.2007
Glögg, gleggri, gleggst
Ég er ómannglögg. Ég man aldrei nöfn. Hinsvegar er ég talnaglögg, svona svo þetta sé nú ekki tóm neikvæðni...... Ég man símanúmer og kennitölur út í eitt.
Einu sinni, á árum mínum sem skvísa í Reykjavík, mætti ég konu í Austurstræti sem mér þótti eitthvað svo kunnugleg, konan var og er á aldur við mömmu, þannig að ég ákvað að ég hefði örugglega hitt hana hjá henni sometimes, somewhere......
Af því að það var - og er - alltaf verið að skamma mig fyrir að heilsa ekki fólki og vera merkileg með mig, hleypti ég í mig hörku, brosti mínu blíðasta og heilsaði henni með virktum. Þetta var alveg svona KOMDU SÆÆÆÆÆL og BLESSUÐ heilsa
Gekk ég svo mína leið og tautaði í barm mér: "Hah! skammiði mig svo fyrir að heilsa aldrei!........" Það var ekki fyrr en ég gekk inn í tollinn að ég uppgötvaði að konan var Vigdís Finnbogadóttir.
Annars er það helst af mér að frétta að ég sá ekki snjómanninn ógurlega og heldur ekki prakkarann í dag.
PS - vissuð þið að ef maður gúgglar "ómannglögg" kemur vélstýran upp? Haa! vissuð þið það?
hehe
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.4.2007 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)