Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.6.2007
Nú er sumar.... gleðjist gumar!
Veðrið í dag er frábært. 15 stiga hiti og sól. Var úti að hlaupa með litla stúf. Að vera í sumarleyfi á Íslandi í júní er hreinlega eins og að vera í útlöndum. Ég er orðin útitekin og sælleg!!! Og strákar ég er á lausu - allavega enn..... Og þar kemur tilvísun í fyrirsögnina þið getið glaðst yfir því....
Nú ætla ég út í búð - eða félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra og athuga hvort ég hitti ekki Möggu eða aðrar skemmtilegar konur. Hringdi í Möggu í gær, fékk samband við talhólf, enda svarar hún ekki hverjum sem er...... svona falleg, fræg og fjölmiðlavæn eins og segi henni.....
Skildi eftir skilaboð í talhólfinu hjá henni. Þorði ekki annað en varalita mig áður en ég svaraði þegar hún hringdi svo tilbaka. Alltaf gott að tala við Möggu. Hún sér hlutina alltaf í réttu ljósi og bendir manni á svo margt. Allavega leið mér snöggtum betur eftir samtalið, jafnvel þótt ég uppgötvaði að hún hefði ekki boðið mér með til Reykjavíkur í stelputeiti.
Ég ætla samt ekkert að gefa ykkur upp númerið hjá henni - sumt vill maður eiga fyrir sjálfan sig.....
Vell farin út í búð, ætla að hafa kjúkling í matinn og baka súkkulaðiköku í eftirrétt....
....hvað? Ég var að hlaupa..... Ekki viljiði hafa mig háa og granna eða hvað?
Ást og biti
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.6.2007
Hundar og hættuleg á
Labbaði í sólinni með labbakút upp með á. Þar hittum við annan hund sem var næstum jafn..... maður segir náttúrulega ekki vitlaus um uppáhaldsgæludýrið sitt..... en hann var allavega jafn!
Strákurinn sem var með hinn hundinn, sem er einhverskonar minkahundur, vildi endilega sýna mér að sinn hundur þyrði að vaða í ánni - eins og okkur væri ekki sama..... Við snérum svolítið upp á okkur og ég sagði honum að MINN hundur vissi nú bara að áin væri hættuleg - og þess vegna vildi hann ekki vaða - ekki vegna þess að hann þyrði ekki.............
Fórum samt með honum og dáðumst að því hvað hann þyrði..... Labbakútur fékk sér meira að segja að drekka úr ánni
Gengum svo áfram áleiðis að Laugardælum, þar sem bóndinn var í heyskapi, eins og sonur minn sagði alltaf í gamla daga þegar bændur sinntu bústörfum. Sjáðu mamma hann er í heyskapi.....
Honum fannst líka alltaf svo gaman að reikna þegar hann var lítill og þegar hann var spurður hvað einn plús einn væru, stóð nú aldeilis ekki á svari. Ellefu.....
Skelli hér inn einni mynd sem er ekki af mér, enda veit ég líka að áin er ekki leiksvæði
Ást og biti
23.6.2007
showoff
Við labbakútur vorum að spá í að fara....
....en svo ákváðum við að leyfa hinum að njóta sín! Í þetta sinn.
Okkar tími mun koma
![]() |
Yfir sex hundruð hundar til sýnis í Reiðhöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2007
Regnboginn
Ég er Pollýanna, endurfædd.....
....Ég er með litla glerkristalla hangandi í eldhúsgardínunum hjá mér. Þegar sólin skín í gegnum þá, á kvöldin, mynda þeir regnbogamynstur upp um alla veggi í eldhúsinu mínu, þessa litlu dropa í öllum litum.... Ég sit agndofa og fylgist með.....
Vona samt að ég detti aldrei niður úr tré og fótbrotni og þurfi virkilega að NOTA spekina hennar, því ekki gekk það svo vel hjá henni!
Annars er ég búin að vera hrikalega dugleg í dag, alveg frá því að ég vaknaði..... aftur
Er samt að spá í að fara að sofa núna.
Góða nótt, sofðu rótt, í alla nótt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2007
Grunsamlegar mannaferðir um blánótt....
Ég er andvaka.....
.....vaknaði fyrir röskum tveimur klukkutímum við að það var eitthvað illt á sveimi! Tók strax þá ákvörðun að fara öryggishring um íbúðina, fann drenginn inni í stofu að horfa á Prison Brake - ekkert illt þar - hundinn sofandi frammi - ekkert illt þar - engir ofnar láku, engir innbrotsþjófar biðu mín handan við hornin með illyrmisleg glott á vörum og kúbein í höndum.....
Samt var svo mikill óhugur í mér að ég tók meðvitaða, helkalda ákvörðun að senda drenginn út með hundinn, þeir gætu þá migið í leiðinni.... Já ég sendi drenginn, sem mér þykir tiltölulega vænt um út með labbakút, bláköld og hefur nú litli labbakútur ekki það orð á sér að vera hugumstór!
Sem þeir komu niður tröppurnar, fundu þeir möndulveldi hins illa, þá miklu uppsprettu. Undir tröppunum hjá mér sátu þrír ungir menn í bíl, þeim brá heldur í brún, enda drengurinn ekki árennilegur, fremur en móðir hans, og þeir gátu ekki með nokkru móti vitað að hundurinn gerir ekki flugu mein! Drengurinn spurði þá bara sisona, algjörlega óttalaus, hvort hann væri eitthvað að trufla þá en þeir sögðust bara vera að ztjilla..... Mávarnir hlógu hæðnislega á næsta plani á meðan þeir týndu upp rusl dagsins..... Nú háttar þannig til að í húsum allt umhverfis mig er mikið af allskyns skjávörpum, tölvum og flatskjám... og innbrot hafa verið nokkuð tíð, sérstaklega seinni part vetrar. En svo ég víki nú aftur að atburðarrás þá ákvað drengurinn að reykja eina sígarrettu uppi á palli, hann gekk síðan aftur niður til þeirra þar sem þeir voru búnir að færa sig að næsta húsi í ztjillingu og benti þeim blákalt á að þeir skyldu átta sig á því að það mundi ekkert koma fyrir í okkar húsi og ekki heldur í næstu húsum, þeir urðu fremur lúpulegir, sögðust bara vera að koma úr bænum (aðkomumenn sjáiði til.....) og vera á leiðinni á Eyrarbakka....
Á meðan á öllu þessu stóð, keyrðu þrír lögreglubílar fram hjá húsi mínu, þeim þótti engin ástæða til að hægja á sér einu sinni, enda ekki öllum jafn gefið að vera svona næmir fyrir hinu illa eins og mér....
En nú var ég að uppgötva að ég gleymdi að fara öryggishringinn í kjallaranum og hjólið mitt er úti, mitt eina farartæki! Hvað geri ég? Vek drenginn? Sendi hundinn niður? Áttar hann sig á því að tékka á hvort hurðin er læst? Eða fer ég sjálf? Og hverf?
Ef það heyrist ekkert frá mér, þá voru þeir á grunsamlega grænum bíl. Þið látið kannski einhvern fullorðinn vita.....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.6.2007
Ég.....
....er lítið gefin fyrir þjóðhátíð, þannig að ég tók daginn ekki sérlega há
tíðlega. Var á leið í langa göngu með litla stúf, þegar við mættum skrúðgöngunni. Við dokuðum við á meðan hún rann hjá, fyrst var hann spakur að bíða bara rólegur hjá "mömmu" sinni. Svo varð hann hræddur við trommusláttinn (kom mér verulega á óvart, því nú er hann bróðir hans Ljónshjarta
) og leitaði skjóls hjá mér, sem var nú í lagi ég var meira en tilbúin að vernda hann fyrir þessum hræðilegu hljóðfærum. Svo sá hann að það voru hundar á ferli í skrúðgöngunni og mannaðist (eða segir maður hundaðist....?) nú heldur, restaði á því að hann bauð einum Rottweiler í fighting - þá nefndi ég við hann að það væri þjóðhátíð og maður snapaði ekki fighting þennan dag. Hann lét sér segjast.....
Kom svo heim og fór að taka til og þvo þvotta- enda ekki vanþörf á - hef ekki nennt að taka til síðan ég byrjaði í sumarfríi. Nú er allt hreint og fínt, eins og í bók eftir Snjólaugu Braga, stubbalingur steinsefur og ég gleymdi að fara í plöntuskoðunarferð út að Vatnsenda á degi villtra planta. Af hverju minntuð þið mig ekki á það?
Dízes, hvernig gat ég gleymt þessu? Þetta var það eina sem ég ætlaði að gera í dag..... Vell það er huggun harmi gegn að það vottar ekki fyrir harðsperrum eftir hlaupið í gær!
Svona er að vera húsmóðir.....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.6.2007
Kvennahlaup og önnur hlaup....
Við Magga hlupum 5.7 km. á ca. 45 mín. Pretty good I would say - eins og við segjum á frummálinu.....
Fórum svo og heimsóttum pabba, hittum mömmu þar og drógum hana með okkur á Kaffi Krús.
Grillaði svo með mömmu í kvöld, við sötruðum rauðvín og slúðruðum.
Yndislegt
Takk fyrir frábæran dag Magga og mamma
15.6.2007
Mikið að gera í sveitinni....
Sló suðurtúnið í gær! Fór svo með mömmu og við keyptum rafmagnssláttuvél - alltaf
gaman að eyða annarra manna peningum... fórum svo í Hveragerði og keyptum sumarblóm í garðyrkjustöð Ingibjargar - ég missi mig alltaf í svona garðyrkjustöðvum. Mér finnst öll blóm flott og vil taka þau með mér heim.
Sá þar appelsínugul blóm sem ég féll algjörlega fyrir......´
Búin að vera rosa duglega að æfa fyrir kvennahlaupið sem við Magga ætlum að KEPPA í á morgun. Ath!!!! Ég sagði KEPPA ekki TAKA ÞÁTT - mikill munur þar á. Ég er búin að stúdera leiðina svo við villumst nú örugglega ekki. Það er svooooo erfitt að vera í forystunni
Gott að það eru rauðir bolir - því ég, eins og danskurinn segir verð "selv lysende, en fin egenskab at udnytte i mørke som advarsel til andre" Þegar við erum búin að vera úti að hlaupa...... Vitaskuld er hann að djóka!!!!!
Sáuð þið hana systur mína í fréttunum áðan? Ég er svo stolt af henni alltaf hreint (þ.e. þegar hún gerir eitthvað sem mér þóknast..... ) Hún skýrði frá því að hún - ok ok eða sveitastjórnin sem hún vinnur fyrir hefðu ákveðið að setja bremzu á Urriðafossvirkjun að svo stöddu.
Fór svo í langan labbitúr með stubbaling, löbbuðum alla leið út í skóg, fórum svo stóran hring í skóginum - hittum Rauðhettu og úlfinn - og flýttum okkur heim. Þar biðu þá eftir okkur Eygló, sem er svona okkar eigin Flórens - alltaf gott að hafa eina í fjölskyldunni..... Stebbi og Mamma og vildu fá okkur í heimsókn upp á sjúkrahús að heimsækja pabba sem var að koma úr mjaðmakúluaðgerð og er svo stálheppinn, að sögn Reykvíkinga, að búa úti á landi þar sem héraðssjúkrahúsið getur tekið á móti honum. Hann fær að liggja þar næstu tíu daga í stað þess ef hann byggi í Reykjavík hefði hann verið sendur heim í dag - á fjórða degi eftir aðgerð....
...ansi kalt eitthvað. En svo er hann búinn að fá inni á NLFÍ í Hveragerði eftir spítalavistina. Hann er sko algjör hetja hann pabbi minn. Eftir áralanga baráttu við krabbamein, og allar þær meðferðir sem því fylgja, þar sem stefnir í hans sigur!!!! skellir hann sér í mjaðmakúluaðgerð. Ekki margir, held ég sem hefðu þrek í þetta.
Well bezt að fara að sinna labbakút, hann vill fara út - eða bara fá athygli mína.... skrýtið hélt hann mundi kannski athyglismettast þegar ég færi í sumarfrí en hann vill alltaf meir og meir..... sem er sossum í lagi... hann á það alveg skilið - þetta krútt
smjúts
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.6.2007
Afmæli!
Vaknaði snemma og við labbakútur fórum út að míga, sem við stóðum þar og reyndum að einbeita okkur - hann er nefnilega með athyglisbrest - renndi bíll upp að okkur og út sté maður, af íslensku bergi brotinn en talaði þó með miklum amrízkum hreim.... Hann vildi fá að vita, eftir að hann hafði boðið góðan daginn, (þetta lesist með sterkum hreim) hvar Álftarimi væri, sem hann sagði mér í miklum trúnaði að væri ekki svona gata.... heldur hood. Við hlustuðum nú ekki á það enda engin húdd í minni sveit. Vísuðum honum til vegar og með það hvarf hann. Við hinsvegar tókum strikið inn og fórum aftur að sofa.
Vaknaði aftur - sem betur fer þegar fólk hóf að óska mér til hamingju með að hafa náð þessum
mikla áfanga, tók ég á móti hamingju- og velferðaróskum fram að hádegi en ákvað þá að það væri of gott veður til að vera inni, tók labbakút og fór upp í skóg, kíktum inn í hellinn eftir draugsa, drengstaula með bláan trefil sem á að vera þar á sveimi en hann lét ekki sjá sig enda alltof heitt úti til að vera með trefil......
Svo á að sýna Pollýönnu í sjónvarpinu í kvöld á bezta tíma! Tilviljun? Ég held ekki......
Og nú rétt í þessu var Magga að hringja og bjóða mér í teiti - sem er ááááááábyggilega haldið mér til heiðurs.... ætla að skella mér í stutta pilsið og rauðu skóna og setja á mig varalit.
Úhhhhh hvað þetta er spennandi - hvað ætli þeir ætli að gefa mér?
Skelli hér inn mynd af mér nýgreiddri og eftirvæntingarfullri
Meira síðar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)