Færsluflokkur: Bloggar
9.6.2007
Drengurinn....
....í kjallaranum, eða þe boj in þe beisment eins og ég kýs að kalla hann, er mikill veiðimaður. Hann stendur á nóttum úti í ám og veiðir - og er afar fiskinn... Ég nýt góðs af því og í dag gaf hann mér bleikan fisk Ég slægði hann og hreinsaði, setti inn í hann allt græna kryddið sem ég á, hvítlauk og sítrónu, setti hann í ofninn og bakaði hann. Svissaði svo grænmeti sem ég átti í ísskápnum og bakaði brauð með. Þetta var ótuktarlega gott. Nú sit ég södd og sæl, ætla að horfa á sjónvarpið í kvöld, prjóna og rifja upp hvað það var gaman í gær.
Fantastikk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vaknaði snemma og við labbakútur fórum út að míga, sem við stóðum þar og reyndum að einbeita okkur - hann er nefnilega með athyglisbrest - renndi bíll upp að okkur og út sté maður, af íslensku bergi brotinn en talaði þó með miklum amrízkum hreim.... Hann vildi fá að vita, eftir að hann hafði boðið góðan daginn, (þetta lesist með sterkum hreim) hvar Álftarimi væri, sem hann sagði mér í miklum trúnaði að væri ekki svona gata.... heldur hood. Við hlustuðum nú ekki á það enda engin húdd í minni sveit. Vísuðum honum til vegar og með það hvarf hann. Við hinsvegar tókum strikið inn og fórum aftur að sofa.
Vaknaði aftur - sem betur fer þegar fólk hóf að óska mér til hamingju með að hafa náð þessum mikla áfanga, tók ég á móti hamingju- og velferðaróskum fram að hádegi en ákvað þá að það væri of gott veður til að vera inni, tók labbakút og fór upp í skóg, kíktum inn í hellinn eftir draugsa, drengstaula með bláan trefil sem á að vera þar á sveimi en hann lét ekki sjá sig enda alltof heitt úti til að vera með trefil......
Svo á að sýna Pollýönnu í sjónvarpinu í kvöld á bezta tíma! Tilviljun? Ég held ekki......
Og nú rétt í þessu var Magga að hringja og bjóða mér í teiti - sem er ááááááábyggilega haldið mér til heiðurs.... ætla að skella mér í stutta pilsið og rauðu skóna og setja á mig varalit.
Úhhhhh hvað þetta er spennandi - hvað ætli þeir ætli að gefa mér?
Skelli hér inn mynd af mér nýgreiddri og eftirvæntingarfullri
Meira síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.6.2007
sænskt sumar
Vaknaði ótrúlega snemma í morgun, heyrði að það var ausandi rigning og ákvað að nú væri góður tími til að hlaupa. Fór í gallann tók hundinn, sem var yfir sig spenntur að fara út með mér..... Kom mér alveg á óvart og skundaði upp á völl, hljóp þar í hálftíma eða þangað til ég var orðin svo blaut að það skipti ekki máli lengur....
Fór heim og beint upp í rúm, fékk mér að vísu einn banana áður - af því að þeir eru svo GÓÐIR Magga - hún nebblega þolir ekki banana. Steinsvaf svo fram að hádegi og vaknaði í sól og blíðu. Það var sumsé skollið á sumar
Fór með mömmu í hina sænsku stórverzlun IKEA, í borg óttans, Jú jú þetta er mynd sem kemur þegar ég gúggla IKEA - hef samt aldrei séð þetta fólk þar. Það er kannski á einhverjum öðrum tíma en ég. Keypti rosalega vandaða sænska kodda...... sem ég ætla að sofa á í framtíðinni, verð soldið svona eins og prinsessan á bauninni
Er núna að bíða eftir dr. House - sem er eini læknirinn í lífi mínu, enda með afbrigðum heilsuhraust.
Svo á ég afmæli á morgun!!!! Allir að muna eftir að óska mér til hamingju með daginn. Allir velkomnir í heimsókn, dresscode: stutt pils, rauðir skór - gjöf. Allir sætir strákar boðnir sérstaklega velkomnir, sami dresskóði
Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.6.2007
Fyrsti dagur í fríi
Í dag hef ég; farið í labbitúr með litla kút, gert við útisnúrurnar mínar, en þar sleit ég eina snúruna í geðvonzku minni einn daginn þegar ég reif sæng af henni - þetta var brandari..... auðvitað er ég aldrei geðvond.... leitun að annari eins geðprýðismanneskju æft mig fyrir kvennahlaup, ryksugað, talað við Möggu um sæta stráka - sem var líklega það skemmtilegasta sem ég hef gert í dag..... en dagurinn er nú ekki búinn Á myndinni sjáið þið bæði sæta stráka og Möggu, sem er alltaf sæt og fín
Er núna að baka bollur með kvöldmatnum - hérna myndi ég setja slóðina á uppskriftina, ef ég bara kynni..... en ég fékk þá uppskrift hjá Flórens og ætla að baka jarðarberjamuffins í eftirrétt - fann uppskriftina í Gestgjafanum. Er með mission í gangi að fita einkasoninn, verst ef ég fitna líka..... og þó þá get ég allavega farið og keypt mér pilsið sem bíður mín alsett tjulli og blúndum á Laugarveginum
Þið megið svo kjósa fallegasta karlmanninn á myndinni - nú eða konuna!
smjúts
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.6.2007
Ég er komin í....
Ætla að nota tímann til að vakna snemma og fara út að skokka - æfa mig fyrir kvennahlaupið - ætla sko ekki að koma síðust í mark!!!! Hvíla mig..... dekra við hundinn...... lesa..... heimsækja vini - ef ég á þá einhverja Horfa á sjónvarpið..... leggja mig... lesa meira.... elska sjálfa mig.... prjóna..... leysa lífsgátuna.....
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.6.2007
Á morgun kemur nýr dagur!!!
Þessi mynd er tekin af mér í morgun þar sem ég stend vansvefta, úrill og utan við mig.....
....svaf tvo tíma í nótt. Nóttin hófst á því að ég byrjaði að lesa afspyrnuleiðinlega bók, það dugði nú aldeilis ekki til að mig syfjaði, þannig að ég lá og bylti mér í tvo tíma, fór þá fram og fékk mér rauðvínsdreitil til að ná fram minni innri ró, drakk hann og horfði út um eldhúsgluggann minn á leikhús lífsins - þar er alltaf eitthvað að ske. Sá til dæmis lögregluna að störfum....... Fór síðan aftur upp í rúm þegar ég fann að yfir mig hvolfdist þreytan og steinsofnaði.... í heilar þrjátíu mínútur, þá datt geðsjúklingi úr Hveragerði í hug að upplagt væri að sópa bílaplanið hjá Bónus á Selfossi með þar til gerðri græju og tilheyrandi hávaða!!!!! Sem ég hrökk upp og fátaði í geðvonzkukasti eftir símanum til að hringja í laganna verði og láta þá fjarlægja manninn OG græjuna helst til frambúðar, datt mér í hug að réttara væri kannski að hringja í Bónus í fyrramálið og byrja á því að tilsegja manninn þar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja sinn sem hann gerir þetta!
Veit ekki hvort hann á eitthvað óuppgert við Selfyssinga yfirleitt, nú var alltaf talsverður rígur á milli þessara bæjarfélaga í gamla daga, kannski stal einhver frá Selfossi kærustunni hans? Kannski hló ég hæðnislega upp í opið geðið á honum þegar hann var að stíga í vænginn við mig í denn? Hver veit.......????
Allavega ef Jóhannes í Bónus les þetta þá skuldar hann mér þrjá mánuði í matarinnkaupum!!!
Ætla snemma að sofa í kvöld, þó fjögurra tíma svefn, í nótt, myndi nægja til að ég vakni stálslegin og útsofin - kem ábyggilega til með að sitja og prjóna fram yfir miðnætti og hugsa til danans sem sagði við okkur systur í gamla daga þegar við heimsóttum danaveldi með ærslum og óhljóðum og var boðið í teiti klukkan fimm um morguninn: "Þið getið sofið þegar þið eruð orðnar gamlar"
Eint óld jett!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.6.2007
Ég....
....hef komist að því að ég er meiri nörd en ég hélt. Veit ekki hvort það er jákvætt eður ei.......
Var að hlusta á rás2, þar var þáttur sem hét sjómannalagakeppni rásar tvö eða eitthvað slíkt, allavega ótrúlega langur titill á þætti, en hvað um það ég komst að því að ég kunni öll lögin söng með og gat klárað setningarnar sem vantaði. Hefði rústað þessari keppni ef ég hefði verið í liði með Gerði G. Bjarklind
Var líka að lesa hljóðfæri hugans og hreifst svo af snilld Njarðar að ég þurfti að deila pistlinum með syni mínum og útskýra fyrir honum í leiðinni hvað orðin þýddu. Það var í lagi - hann hefur ótrúlegt þol gagnvart nördahætti móður sinnar, ég meina ég missti mig í sýnikennslu um hvernig kona tekur af skarið.....
Farin út að labba með litla kút - sem er eitthvað að suða í mér, ætla svo að halda áfram að prjóna þegar ég kem heim aftur og kannski ryksuga ef ég verð í stuði, sem ég tel fremur ólíklegt
Eigiði góðan dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.6.2007
Prjónar og diskar
Fór í dag og keypti mér garn. Eldrautt! Nú skal prjónað.
Ætla að prjóna mér rauðar grifflur - eða nornahanska eins og ég kýs að kalla þær..... Prentaði líka út uppskrift af peysu með berustykkjamunstri, langar að prjóna hana líka, kannski ég geri það bara. Get allt sem ég vil - vil allt sem ég get
Spurði einn sem ég þekki hver hefði eiginlega verið að spila Chicago blues, þarna um kvöldið, þegar ég dvaldi í mínu hásæti og hlýddi á og lýðurinn klappaði fyrir mér.... eða var það ekki fyrir mér?
Hann heitir Glenn Kaiser, er á hljómleikaferð um landið. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur ef hann spilar í ykkar hverfi! Ætla að kaupa mér disk með honum ef ég næ nokkursstaðar í hann. Mér er sagt að hann reki heimili, úti í hinum stóra heimi, fyrir fíkla og alkóhólista í bata og allur ágóði af tónleikahaldi og geisladiskasölu renni til þess starfs. Maður með mission.
Æ vúdd sey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.5.2007
BITCHOLOGY
When I stand up for myself and my beliefs, they call me a bitch.
When I stand up for those I love, they call me a bitch.
When I speak my mind, think my own thoughts or do things my own way,
they call me a bitch.
Being a bitch means I won't compromise what's in my heart. It means I live my life MY way. It means I won't allow anyone to step on
me.
When I refuse to tolerate injustice and speak against it, I am
defined as a bitch.
The same thing happens when I take time for myself instead of being
everyone's maid, or when I act a little selfish.
It means I have the courage and strength to allow myself to be who I
truly am and won't become anyone else's idea of what they think I
"should" be.
I am outspoken, opinionated and determined. I want what I want and there
is nothing wrong with that!
So try to stomp on me, try to douse my inner flame, try to squash every
ounce of beauty I hold within me. You won't succeed.
And if that makes me a bitch, so be it. I embrace the title and am proud
to bear it.
B - Beautiful woman
I - InT - Total
C - Control of
H - Herself
B = Beautiful
I = Intelligent
T = Talented
C = Charming
H = Hell of a Woman
B = Beautiful
I = Individual
T = That
C = Can
H = Handle anything
"If you can't do something right, get a woman to do it."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007
Blues
Í húsinu fyrir neðan mig voru tónleikar í allt kvöld. Frábær tónlist! Chicago Blues.... Hef aldrei heyrt um þá fyrr.
Endaði með því að ég lækkaði í sjónvarpinu svo ég heyrði betur. Ekki amalegt að fá svona tónleika beint inn um gluggann. Upplifði mig eitthvað svo hundarðogeinn týpu....
....sem ég náttúrulega er
Takk Chicago Blues fyrir frábært kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)