Færsluflokkur: Bloggar

Frí í sumar....

Finn arfavel fyrir mætti letinnar í þessu mínu sumarfríi. Sem er bara hið bezta mál. Ég vakna yfirleitt snemma og fer út, bara til að geta komið inn aftur og skriðið upp í rúm og lesið og sofið aðeins lengur.... Tounge 

 01 Núna stendur valið á milli þess að prjóna, sem ég finn bara um leið og skrifa 01að ég nenni ekki, fara út í búð, sem ég nenni ekki heldur - en verð.....

.....eða lesa bókarkorn og dotta aðeins sem virkar verulega freistandi á mig.

Eitt og aðeins eitt er að trufla mig og það er hvernig stendur á því að konur vænta lægri launa fyrir sömu störf og karlmenn? Hví? Pourquoi? Why?

Hana þar er ég búin að droppa tungumálakunnáttu minni nóg í dag...... Tounge

Bezt ég hlaupi út í búð og dotti þar

01

Hvernig finnst ykkur þessi mynd af mér?

læfisgúd  - Til hamingju með daginn konur OG karlar!


Ég.....

01 ....er lítið gefin fyrir þjóðhátíð, þannig að ég tók daginn ekki sérlega hámyndavél 003 002tíðlega. Var á leið í langa göngu með litla stúf, þegar við mættum skrúðgöngunni. Við dokuðum við á meðan hún rann hjá, fyrst var hann spakur að bíða bara rólegur hjá "mömmu" sinni. Svo varð hann hræddur við trommusláttinn (kom mér verulega á óvart, því nú er hann bróðir hans Ljónshjarta Tounge) og leitaði skjóls hjá mér, sem var nú í lagi ég var meira en tilbúin að vernda hann fyrir þessum hræðilegu hljóðfærum. Svo sá hann að það voru hundar á ferli í skrúðgöngunni og mannaðist (eða segir maður hundaðist....?) nú heldur, restaði á því að hann bauð einum Rottweiler í fighting - þá nefndi ég við hann að það væri þjóðhátíð og maður snapaði ekki fighting þennan dag. Hann lét sér segjast.....

Kom svo heim og fór að taka til og þvo þvotta- enda ekki vanþörf á - hef ekki nennt að taka til síðan ég byrjaði í sumarfríi. Nú er allt hreint og fínt, eins og í bók eftir Snjólaugu  Braga, stubbalingur steinsefur og ég gleymdi að fara í plöntuskoðunarferð út að Vatnsenda á degi villtra planta. Af hverju minntuð þið mig ekki á það?

Dízes, hvernig gat ég gleymt þessu? Þetta var það eina sem ég ætlaði að gera í dag..... Vell það er huggun harmi gegn að það vottar ekki fyrir harðsperrum eftir hlaupið í gær!

Svona er að vera húsmóðir.....

 

 


Kvennahlaup og önnur hlaup....

                            28Við Magga hlupum 5.7 km. á ca. 45 mín. Pretty good I would say - eins og við segjum á frummálinu.....

Tounge

41

 

Fórum svo og heimsóttum pabba, hittum mömmu þar og drógum hana með okkur á Kaffi Krús.

Grillaði svo með mömmu í kvöld, við sötruðum rauðvín og slúðruðum.

Yndislegt

Takk fyrir frábæran dag Magga og mamma Heart


Mikið að gera í sveitinni....

39 Sló suðurtúnið í gær! Fór svo með mömmu og við keyptum rafmagnssláttuvél - alltaf 40gaman að eyða annarra manna peningum... fórum svo í Hveragerði og keyptum sumarblóm í garðyrkjustöð Ingibjargar - ég missi mig alltaf í svona garðyrkjustöðvum. Mér finnst öll blóm flott og vil taka þau með mér heim.

Sá þar appelsínugul blóm sem ég féll algjörlega fyrir......´

28 Búin að vera rosa duglega að æfa fyrir kvennahlaupið sem við Magga ætlum að KEPPA í á morgun. Ath!!!! Ég sagði KEPPA ekki TAKA ÞÁTT - mikill munur þar á. Ég er búin að stúdera leiðina svo við villumst nú örugglega ekki. Það er svooooo erfitt að vera í forystunni LoL 30Gott að það eru rauðir bolir - því ég, eins og danskurinn segir verð "selv lysende, en fin egenskab at udnytte i mørke som advarsel til andre" Þegar við erum búin að vera úti að hlaupa...... Vitaskuld er hann að djóka!!!!!

Sáuð þið hana systur mína í fréttunum áðan? Ég er svo stolt af henni alltaf hreint (þ.e. þegar hún gerir eitthvað sem mér þóknast..... ) Hún skýrði frá því að hún - ok ok eða sveitastjórnin sem hún vinnur fyrir hefðu ákveðið að setja bremzu á Urriðafossvirkjun að svo stöddu.

Fór svo í langan labbitúr með stubbaling, löbbuðum alla leið út í skóg, fórum svo stóran hring í skóginum - hittum Rauðhettu og úlfinn - og flýttum okkur heim. Þar biðu þá eftir okkur Eygló, sem er svona okkar eigin Flórens - alltaf gott að hafa eina í fjölskyldunni..... Stebbi og Mamma og vildu fá okkur í heimsókn upp á sjúkrahús að heimsækja pabba sem var að koma úr mjaðmakúluaðgerð og er svo stálheppinn, að sögn Reykvíkinga, að búa úti á landi þar sem héraðssjúkrahúsið getur tekið á móti honum. Hann fær að liggja þar næstu tíu daga í stað þess ef hann byggi í Reykjavík hefði hann verið sendur heim í dag - á fjórða degi eftir aðgerð....

...ansi kalt eitthvað. En svo er hann búinn að fá inni á NLFÍ í Hveragerði eftir spítalavistina. Hann er sko algjör hetja hann pabbi minn. Eftir áralanga baráttu við krabbamein, og allar þær meðferðir sem því fylgja, þar sem stefnir í hans sigur!!!! skellir hann sér í mjaðmakúluaðgerð. Ekki margir, held ég sem hefðu þrek í þetta. Heart

Well bezt að fara að sinna labbakút, hann vill fara út - eða bara fá athygli mína.... skrýtið hélt hann mundi kannski athyglismettast þegar ég færi í sumarfrí en hann vill alltaf meir og meir..... sem er sossum í lagi... hann á það alveg skilið - þetta krútt

smjúts Heart


Vér mótmælum...

36 Að vandlega íhuguðu máli og vegna þess að ég flana aldrei að neinu svo ég verði 38nú örugglega ekki talin örgeðja, skapvond eða illa stödd í tíðahringnum, hef ég ákveðið að mótmæla launahækkunum seðlabankastjóra í dag.

Ég ætla að fylgja fordæmi sem Davíð setti svo eftirminnilega hér um árið og og fara í Seðlabankann seinni partinn, taka allan minn pening þar út og loka öllum reikningum. Innlendum sem erlendum!!! Í framhaldinu mun ég stofna reikning í Sviss þar sem bankastjórar eru á skítalaunum.

Hvet alla til að fylgja fordæmi mínu!

37

 

 

 

PS veit einhver hvað Davíð er að gera í dag?

PSS þið þekkið mig á því að ég verð á rauðum skóm, með varalit og hund að þrasa við dyravörðinn um hvort hann megi koma inn eður ei......


eitthvað.....

.....til að dunda ykkur við á meðan ég fæ mér morgunmat

http://users.skynet.be/bk258512/idiot_test.swf

Góða skemmtun Tounge


Afmæli!

30 Magga á afmæli í dag Smile

Til hamingju með daginn flotta stelpa, set hér inn til gamans myndina af þér þegar þú ert að komast í mark í síðasta hlaupi - nú styttist í næsta..... 6

 Knús Heart

 


Var að horfa á....

.....Heroes. Þar var kona sem sættist við spegilmynd sína.....35

.....mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar

LoL


Í dag...

...hefur verið tuttugu stiga hiti í minni sveit. Segi og skrifa tuttugu stig.

Eins og sannur Íslendingur hef ég náttúrulega ekki getað verið inni, fór í langan göngutúr með labbakút og komst að því að hann væri ekki góður í að vera hundur t.d. á Spáni......

Sló heimatúnið og komst að því að labbakútur er hræddur við sláttuvélina... hann gelti stanslaust og vildi fá mig í burtu frá þessu voðatæki, núna er ég að grilla á tvífættu grilli - já tvífættu!!! mæli ekki með því en það gengur alveg.... eða ég vona það Tounge 

Ó... og komst að því að labbakútur er hræddur við grill.... allavega tvífætt grill en það er ég nú líka svo það þarf ekki eeeeendilega að þýða að hann sé ekki hugrakkasti hundur í heimi..... eða hvað?

En fallegur er hann verndarinn minn Ríkharður ljónshjarta

Heart

 


Sunnudagur...

...og ekkert blað komið. Búin að fara út að labba með litlakút, hittum fullt af fuglum sem vildu endilega leika......

Ætlaði svo að koma heim og hella mér uppá kaffi, rista mér brauð með smjöri sultu og osti og lesa blaðið á meðan!! Þvílík ósvífni að vera ekki búin að koma með blaðið til mín.

Ætli ég skundi þá ekki, prúð og frjálsleg í fasi, út á benzínstöð og sæki mér blaðið, get þá hent hinum í leiðinni.

PS úr hvaða söngleik er þessi laglína?

smjúts á ykkur

Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.