Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2007
Heimskona
Þurfti að erindast í opinberri stofnun áðan.....
.....sá þar penna merktan sænsku fíkniefnalögreglunni - Svenska Narkineitthvaðpolisföringen, þá
rifaðist upp fyrir mér þegar ég í fyrrasumar flaug til svíaríkis. Lenti í Stokkhólmi í 32ja stíga hita og þurfti að doka eftir ferjunni til Finnlands í fjóra eða fimm tíma. Fékk mér göngutúr upp í Gamla Stan, dolféll yfir öllum þessum gömlu byggingum og steinlögðu strætum. Vinkaði kónginum. Drakk einn öllara á borði við svo þrönga götu að mér fannst ég geta snert vegginn á húsinu á móti....
Fann svo á bakaleiðinni yndislega fallegan garð með hávöxnum trjám og kirkju í bakgrunninum, bauð upp á sól og skugga - rétt eins og lífið sjálft, vá hvað ég er djúp........ - Datt í hug að setjast þar og kíkja í kiljuna sem ég var að lesa þá stundina og vildi svo skemmtilega til að var eftir hana sænsku konu sem ég man náttúrulega ekki núna hvað heitir..... á meðan ég biði eftir strætó á ferjustaðinn, sem ég sat þarna og gluggaði í kiljuna fór ég að kíkja á fólkið í kringum mig sem sat þarna eða lá og svaf allt eftir ástandi hvers og eins, birtust laganna verðir, ég svosem kippti mér ekkert upp við það enda alvön löggunni, ég bý nú einu sinni í afar öruggu hverfi En það sem ég ekki fattaði var að þetta var SÆNSKA polisið - þeir ferðast um í flokkum og eru vopnaðir.....
Þeir voru sumsé mættir til að sópa burtu fíklunum sem lágu þarna og sátu allt um kring.....
Veit ekki hvort þeir voru meira hissa eða ég á að finna mig þarna
Svona fór um heimskonuna þá................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2007
tempó
Algjör letidagur í dag.
Vaknaði seint, borðaði morgunmat hægt, verzlaði seinlega, fór út í rólega göngu með litla kút..... hnusuðum varlega af svæðinu sem útilegumennirnir bjuggu á í gær og migum, til öryggis, allan hringinn, bara svona til að fá rétta smellið..... Er núna að elda kvöldmatinn sem ég ætla að borða seint og hægt.
Elska svona letidaga, þegar ég get gert eins lítið og hægt er á eins löngum tíma og mögulegt er. Algjörlega mitt tempó. Var meira að segja að velta því fyrir mér að skrifa bara annan hvorn staf í þessari færslu en þá hefðu orðið of margar villur fyrir menn smekk - hefði ekki meikað það!
smjúts
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.5.2007
Vorboðar....
Vaknaði seint, sé það alveg í hendi mér að þessi lífsmáti að vaka á nóttunni og sofa á daginn hentar mér ekki!
Hristi af mér slenið og fór út í sólskinið. Gekk upp með á með labbakút. Hlustaði á flúðirnar í fjarzka og hunangsflugurnar suða - sumar óþægilega nálægt mér..... Var að leita mér að steini til að hvíla lúin bein þegar ég tók eftir að litli snúllinn var eitthvað órólegur að snuddast í rjóðrinu fyrir ofan mig. Þegar ég kíkti þangað sá ég hvar hann hafi fundið þrjá útilegumenn - steinsofandi eftir erfiði næturinnar. Þeim hefur sjálfsagt fundist áin róandi líka Við íhuguðum örskamma stund að míga á þá - við eigum nú einu sinni þennan reit - en hættum við og héldum þess í stað áfram, enda voru þeir farnir að bæra á sér og við ekkert sérlega ginkeypt fyrir vakandi útilegumönnum. Og svo kunnum við okkur líka
Sáum svo hilla undir annan svipaðan fýr úti á túni þar sem hann var annað hvort að æfa sig fyrir brúarhlaupið eða - og það þótti okkur líklegra - var að leita að lyklunum sínum.
Fyrsta ferðahelgi ársins er sannarlega runnin upp með öllum þeim skrautfuglum sem henni fylgja
Ég vil taka það fram að ég efast ekki eitt andartak um að allir þessir menn eru aðkomumenn....
Well - ætla að hella mér uppá kaffi og baka vöfflur í tilefni af því að við komumst heil á húfi heim. Mun taka upp gamla lífshætti og fara snemma að sofa í kvöld og næstu kvöld. Nema kannski þegar heimilislæknirinn yndisfríði húsvitjar.
smjúts
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.5.2007
Óttutími
Var að koma heim úr borg óttans. Ótrúlega fallegt niðri við sjó. Er ákveðin í því að eignast sumarhús á Vatnsleysuströndinni, feisa mót hafinu og verða kölluð kuldalega kellingin á klöppinni.
Sérdeilis útvaldir fá að koma í heimsókn.
Fór í dag í boði Möggu og tók þátt í Fjöri í Flóanum, sem er svona skemmtun fyrir sveitavarginn. Við hittumst, minglum, drekkum súkkulaði, skiptumst á rökum og mótrökum með og gegn virkjunum, mótmælendum og áli......
Drakk verulega gott súkkulaði við Urriðafoss og borðaði Urriðaloku, verulega góða samloku með urriða og grænmeti. Rúntuðum svo Villingaholts - og Gaulverjahringinn og dáðumst að útsýninu, ræddum hagvöxt og menningu en alls ekki um karlmenn, kynlíf og kúrbíta. Án gríns ÓTRÚLEGA falleg sveit. Fagur fjallahringur! Og Magga! Gleymdi að segja þér að næst þegar þú hittir gúdlúkking bílstjórann, jú nó..... endilega segðu honum þá að þú eigir roooosalega myndarlega systir, og ekki bara myndarlega heldur svo skemmtilega líka og hún sé alveg til í að drekka með honum kaffi eða kakó..... en alls ekki khalúa eða aðra áfenga drykki, enda stök bindindismanneskja En þetta var nú bara smá hagvaxtarútúrdúr......
Fyndið, hvað það sem virtist endalaus víðátta í gamla daga og óralengdir á milli bæja og niðr'að sjó, er stutt í dag! Ætli þetta hafi eitthvað með skreflengd og hæð að gera? Allavega ekki þroska.....
Takk endnu igen fyrir daginn Magga mín, það er alltaf gaman að eiga stund með þér!
Fór svo eins og áður sagði og sótti foreldra mína í borg óttans, þau voru fremur óttaslegin enda ekki annað við hæfi..... en er nú aftur komin heim í heiðardalinn, þar sem fuglarnir syngja óttalausir og fyllibyttur pissa við girðingarstaura. Litli kútur var glaður að sjá mig enda ekki von á öðru. Af hverju getur ekki mannfólkið elskað svona takmarkalaust?
Úje - læf is gúd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
....er að spá í að snúa sólarhringnum við. Sofa á daginn og vaka á nóttunni. Á nóttinni er logn, hér er þokkalega bjart á nætrum, allavega yfir sumartímann.... Fínt að vera úti þá. Yfir vetrartímann er hvort sem er myrkur allan sólarhringinn
Flestir eru sofandi á nóttinni, get verið soldið eins og Palli var einn í heiminum.... gert það sem mig lystir, þegar mig lystir.....
Litla kút er alveg sama, bara ef hann fær að vera með mér. Yndisleg vera...... mættu fleiri vera eins og hann
Svo er svo gott að sofa þegar fólk er á ferli, heyra umgang, mannamál og umferð án þess að þurfa að skipta sér af einu eða neinu!
Eru einhverjir með mér? Eða missir þá verkefnið tilgang sinn?
Ætti kannski bara að fara sofa núna svo ég geti vaknað í fyrramálið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2007
Dr. House....
......er á leiðinni, tefst kannski aðeins vegna veðurs. Held það sé hálka á heiðinni!!
Hvað er þetta með veðrið!!! Er ekki að koma júní? Hunangsflugurnar grafa sig í fönn að hætti hugrakkra
Sem minnir mig á það..... Upp er runnin tími skemmtilega fólksins. Fólksins sem á afmæli þessa dagana. Bráðum á ég afmæli! Kannski ég haldi upp á afmælið mitt úti í skafli. Kveiki á kertum í snjóhúsi........ og býð bara fólki sem getur verið úti á stutterma bol
Well - verð að fara að hafa mig til. Ekki viljum við að læknirinn verði fyrir vonbrigðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.5.2007
Öppdeit...
Fékk mér labbitúr með labbakút upp með á.
Aðdáandi minn - þessi með steinhjartað og stáltaugarnar - var búinn að búa til hjartað aftur og skrifa, með steinum að sjálfsögðu....... I gave you my hea.......
Já hér í sveitinni erum við nú svo umhverfisvæn að við erum ekki að sóa pappír það sem skrifa má með steinum!
Alveg dáist ég að honum. Kannski var honum öllum lokið. Ég meina hann er nú einu sinni líffæragjafi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2007
Félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra...
.... fór í búðina í dag - sem er svosem ekki í frásögur færandi.
Rakst þar á konu - (eða var það öfugt? ) sem ég hef ekki hitt síðan ég gerðist hamingjusamlega fráskilin kona.
Þannig er mál með vexti að menn okkar voru/eru? (hverjum er ekki sama?) vinir.
Allavega, ég var á kassanum að raða í poka eftir innihaldslýsingu - já ég þarf aðstoð! þegar kona gægðist yfir borðið og heilsaði mér!
Mikið rosalega varð ég glöð að sjá hana aftur. Sumir eru bara þannig að það er alveg sama hvað maður sér þá ekki lengi, það er alltaf gaman að sjá þá. Hún er ein af þeim.
Fanney ef þú lest þetta. Ég var HIMINLIFANDI að hitta þig aftur. Endilega höfum samband áfram úr því okkur lánaðist að ramba saman aftur.
Svona er lífið - fullt af óvæntum uppákomum sem einhver annar planar í félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2007
Morgunskokk
Vaknaði um sexleytið. Sólin skein og fuglarnir sungu eins og það hefði aldrei snjóað á þá....
Fór út og skokkaði einn hring á golfvellinum í þögninni, leyfði litla snúlla að koma með.... Hvað annað
Það var frábært, sólin skein í andlitið á mér, fuglarnir sungu og afvegaleiddu lita kút þegar þeim fannst hann vera kominn of nálægt einhverju sem þeim er kært. Hann lét alltaf gabbast og stökk út og suður, kom svo alltaf til mín aftur og skemmtiskokkaðist við hliðina á mér. Enda þykir honum svo vænt um mig
Wunderbar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.5.2007
Þögnin....
.....er svo frábær. Eftir að hafa setið í vinnunni þar sem loftbor var að störfum uppi á þaki???!!! síminn hringdi stanslaust og allir kölluðu á mig.... - enda er ég vinsæl með afbrigðum Fór ég í gönguferð upp með ánni, hlustaði á hunangsflugurnar suða, fuglana syngja, fallegt hljóðið þegar gæsirnar lenda á vatni - eða í mínu tilfelli ánni....hafiði tekið eftir því? Þegar litli labbakútur fékk frekjukast og gelti á mig, hvíslaði ég á móti að hann hræddi alla fuglana með því að láta svona.
Hann tók svosem ekki mikið mark á mér, frekar en fyrri daginn, en hallaði þó aðeins undir flatt og reyndi að hlusta hvað ég væri að segja
Aðdáandinn minn - þessi með hjartað úr steini - var búin að mynda stafi úr steinunum, handa mér að sjálfsögðu..... Verst að ég skildi hann ekki aaaaalveg. Það stóð I gove....... held hann sé af erlendu bergi brotinn, þó ekki ensku, eða lesblindur Íslendingur?
Enn snjóar - og ég sem ætlaði út að hlaupa í fyrramálið, spurning hvort ég finn ekki frekar gönguskíðin, verst að ég stend ekki á þeim fyrr en á öðru rauðvínsglasi sem er fullmikið á morgnana, jafnvel fyrir mig....
Það liggur við að ég taki Jenný Önnu trúanlega að það sé nóvember og fari út á morgun og verzli jólagjafir.
Hvað langar ykkur í í jólagjöf?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)