Færsluflokkur: Bloggar

Vaknaði....

.... í morgun og það var alhvít jörð.

Mér líður eins og Þyrnirós!! Svaf ég af mér sumarið?

Tounge


Naflaskoðun....

Fór í langan labbitúr með litla kút, gengum upp´í skóg. Heyrðum vindinn hríslast um aspirnar og hvísla að regnið nálgaðist óðfluga......

Fyrir u.þ.b. þremur mánuðum gerðust atburðir sem breyttu lífi mínu talsvert. Ég get ekki á neinum tímapunkti sett niður fingur og bent á að þarna hafi hlutirnir byrjað að fara úrskeiðis. Ég get heldur ekki á neinn hátt kennt mér um það sem gerðist. Þó auðvitað hafi ég byrjað á því.....

Þetta bara gerðist og þó ég hafi fegin viljað að þetta hefði aldrei skeð, kom líka talsvert gott út úr þeim og ég lærði ýmislegt af þessum atburðum og vonandi get ég einhvern tíma hugsað til baka án þessa nagandi sársauka......

Ég ákvað í framhaldi af þessu að forgangsraða upp á nýtt. Nú kem ég fyrst. Hljómar kannski svolítið sjálfhverft en þannig verður það bara að vera. Ég ætla ekki í framtíðinni að reyna að hafa áhrif á hugsanir og gjörðir annars fólks. Einbeita mér bara að sjálfri mér, taka einn dag í einu og fylgja hjartanu og innri sannfæringu. Því ég veit að þetta, eins og allt annað, líður hjá.

Svolítið skrýtið að eftir að ég ákvað að setja mig í fyrsta sætið, hafa orðið átök víða í kringum mig, en eins og segir í einni af lífsreglunum fjórum hef ég einbeitt mér að því að taka ekki neitt persónulega, þó það geti á stundum verið strembið.

Góður og gamall vinur minn sagði við mig fyrir mörgum árum að hann hefði kappkostað að lifa eftir þeirri reglu að koma vel fram við alla á leið sinni á toppinn, því hann vissi aldrei nema hann ætti eftir að mæta þeim hinum sömu á leið sinni niður aftur. - Góð speki það.

Hef nú losað fang mitt við hluta af fortíðinni og vonandi með því búið til pláss fyrir framtíðina.

Nú steinsefur litli kútur, regnið streymir niður rúðurnar og kannski ætti ég að leggja mig líka..... 

Vona að þið eigið góðan dag.

Heart


Laugardagur

Vaknaði snemma, fór út, kom inn aftur og sofnaði aftur..... vaknaði seint, og þá meina ég seint, gvöð hvað ég get verið mikil svefnpurka.

Fór út að ganga, fann hjarta úr steini, sem aðdáandi minn hafi búið til í morgunsárið, því auðvitað vissi hann að ég færi þessa leið. Íhugaði að setja inn færslu, frá sjónarhorni hundsins en ég kom ekki nógu vel út í henni, þannig að ég held bara áfram að skrifa út frá mínum sjónarhól....Smile

Fyndið hvað fólki finnst í lagi að tala við fólk sem er úti að labba með hundinn sinn, og reyni ég þó af fremsta megni að vera durtsleg og ómannblendin.

Fór svo í búðina og túlkaði þar, af minni einskæru hjálpsemi, innihaldslýsingu kindakæfu fyrir konu af erlendu bergi brotnu.

Komst svo loksins í að lesa fréttablaðið, þar sem pistillinn hans Njarðar um hljóðfæri hugans beið mín og deildi sorg minni með Hönnu Björk Valsdóttur sem skrifar snilldarpistla frá Teheran en hún er á leiðinni heim með sorg í hjarta.

Er núna að spá í hvort ég eigi að nenna að taka til.....

Las stjörnuspána mína. Þar kemur fram að ýmislegt hafi á daga mína drifið nýlega en nú sé kominn tími til að þeir sem elski mig leggi hönd á plóginn og aðstoði mig.

Bíð þess vegna bara spennt eftir þeim fyrsta sem elskar mig. Takið eftir að ég segi fyrsta..... efast ekki um að þeir koma í löngum bunum Tounge


Fjöru- og furðuferð.....

19 Fórum í fjöruna, ég og drengurinn sem elskar mig takmarkalaust.....  Þar sáum við fjórtán og hálfa kríu og tvo seli - báða dauða! Er þetta ekki dularfullt? Er að spá í að skrifa bók um dularfulla seladauðann? Sjáið þið það ekki alveg vera að gera sig í jólabókaflóðinu? Dularfulli seladauðinn! Eftir Hrönn Sig. í anda Enid Blyton? Þeir voru fremur ógeðfelldir - fannst mér allavega. Fann einn flottan stein. Sá ótrúlega fallegt brim en engan kafara....

Lék svo fína dömu, þegar við komum heim, þótt erfitt væri þegar hundurinn er með mig í eftirdragi - 20en hvað leggja dömur ekki á sig? Fór í pilsið mitt og spígsporaði Austurveginn, ætlaði í bókabúð en það var búið að loka, það er allt í lagi fer bara á morgun í staðinn. Fór á flóamarkað og keypti mér armbönd, lít núna út eins og sígaunakjeddling, tek að mér að spá fyrir ykkur en bara í kvöld því á morgun verður mér vísað úr landi................

Á meðan ég man! Er einhver annar en ég hræddur við Dóminós dömmídúkkuna?Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds í hvert skipti sem ég sé hana og flýti mér að loka augunum þegar hún fer að renna til sínum augum......

kríííííp


Þjóðhátíðardagur norðmanna....

....fór í langan labbitúr með labbakút, í roki og rigningu, hann öslaði mýri og drullu upp að efri herðablöðum Wink og þótti þetta verulega skemmtileg ferð. Hvernig stendur á því að eftir því sem veðrið er verra finnst hundum skemmtilegra úti? En hvað gerir kona ekki fyrir þá sem þykja svona skilyrðislaust vænt um hana?18

Kom svo heim og bakaði köku í tilefni þjóðhátíðardags norðmanna

Nú er litli kútur kominn í ró, Dr. House, einn af mörgum uppáhaldsmönnum í lífi mínu, er á leiðinni, líklega er hann á háheiðinni..... búin að mála mig, renna smá hvítvínslögg í glas og bíð nú bara spennt.

Getum ekki haft frí á öllum þjóðhátíðardögum - globalt?

Tounge


Bækur og tíðindi....

16Fór í bókasafnið í dag - Var ákveðin í að sækja mér lífsreglurnar fjórar og Tvíburana, stímaði inn einbeitt á svip og settist við leitartölvuna því eins og sönnum heimskonum sæmir leitar maður sér ekki aðstoðar hjá bókasafnskonunum (af hverju eru bara konur að vinna á bókasöfnum? Ekki að ég hafi neitt á móti þeim, sumar af mínum beztu konum eru vinir......)

Indíánabókin var ekki inni, sem kom mér svosem ekki á óvart, þetta er í þriðja sinn sem ég ætla að sækja mér þessa bók og hún er aldrei inni. Ég get sagt ykkur það í trúnaði að þegar ég næ henni, skila ég henni aldrei aftur...... heheheheheheeh - Verð bókaþjófurinn mikli.... kannski er bara einfaldara að kaupa bókina og fá ekki samvizkubit þegar ég lít hana í hillunni?

Fór svo að leita að Tvíburunum. Þegar ég var búin að skanna öll bókanúmer frá stjörnumerkjahillunni að ástarsöguvellunni, gafst ég upp og snéri mér að afgreiðsluborðinu. Konurnar höfðu aldrei heyrt minnst á þessa bók en lofuðu að kanna málið og láta mig vita.......

Hætti ekki fyrr en ég gefst upp!17


fallegir menn í símum

Var að tala við svo fallegan mann - og svo var hann fyndinn líka!

Hvernig get ég gert hann ástfanginn af mér? Ætti ég að reyna að vera vizkuleg, segja spök orð og láta sem ég hafi vit á stjórnmálum? Wink Prófa að mála mig? Verst að það sést ekki í gegnum símann......

Eða bara halda áfram að vera skvetta og hlæja hjartanlega og flissa heimskulega? Þetta er að verða eins og í norsku bókunum sem ég las í gamla daga, þegar stúlkurnar gengu með hatta niður Karl Johan og reyndu að tæla drengina til fylgilags við sig með tælandi augnaráði og eldrauðum varalit.

Smjúts


algjörlega

dáist ég að þessum mönnum.....

 


mbl.is Kleif Everestfjall í 17. skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðar lúin lús

14Ætla að fara snemma að sofa - er hálfþreytt, líklega hefur regnið þessi róandi áhrif á mig.

Gott að fara stundum snemma upp í rúm, grípa með sér góða bók - koma sér vel fyrir, lesa fyrstu línuna og steinsofna. Rumska svo seint og um síðir og slökkva ljósið og halda áfram að sofa.

13Fór á námskeið í bæinn í dag, virkilega gefandi og skemmtilegt... fjallaði um reglugerðir og afleiðingar brota á reglum Tounge Alltaf verið að reyna að hræða mann til að vinna vinnuna sína. Ætli fólkið viti ekki hvað mér þykir gaman að ögra...? Æ vonder..... 

Jamm er lúin - ætli ég sé að verða gömul? Kemst ég þá í klúbbinn hennar Jennýar? Sem hún er "alltaf" að reyna að skilja mig útundan í? Wink Jibbý - alltaf upside á öllum málum.......

15

 


ég...

 11

...er alveg staðráðin í því að vakna snemma í fyrramálið, fara út á golfvöll (ætla að vera svo snemma að aðeins fuglinn fljúgandi verður mættur) og hlaupa einn hring. Alltaf bezt að vera þar áður en golfararnir mæta - minni hætta á kúlum í hausinn.

Það er alltaf svo gott að hlaupa, sérstaklega þegar það er búið - nei ég lýg því, sérstaklega þegar ég er byrjuð.Tounge

Tek litla kút með mér, hann verður alltaf svo yfir sig spenntur þegar ég byrja að hlaupa - heldur alltaf að nú sé sko eitthvað spennandi að ske og reynir að reka mig í allar áttir...... nei, nei hann er ekkert vitlaus........Wink

Sting þessa af....

12

....einhvern tíman

Tounge

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.