fallegir menn í símum

Var að tala við svo fallegan mann - og svo var hann fyndinn líka!

Hvernig get ég gert hann ástfanginn af mér? Ætti ég að reyna að vera vizkuleg, segja spök orð og láta sem ég hafi vit á stjórnmálum? Wink Prófa að mála mig? Verst að það sést ekki í gegnum símann......

Eða bara halda áfram að vera skvetta og hlæja hjartanlega og flissa heimskulega? Þetta er að verða eins og í norsku bókunum sem ég las í gamla daga, þegar stúlkurnar gengu með hatta niður Karl Johan og reyndu að tæla drengina til fylgilags við sig með tælandi augnaráði og eldrauðum varalit.

Smjúts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Best er nákvæmlega bara að vera þú sjálf ljósið mitt.  Það gefst alltaf best þegar tímar líða fram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sko, ég veit: Vinna á appelsínuhúðinni (t.d. krem frá Bio...eittthvað, man ekki...); fara í brúnkuspray; fara í naglasnyrtingu, einkum á tánum; léttast um 12 kg á 2 dögum; hvítta tennurnar þannig að sjáist í gegnum þær; lita hárið og plokka augnabrýrnar; lita augnhárin; láta sprauta Botox í hrukkurnar; baða þig uppúr kanelsykurhúðuðum jarðarberjabaðbombum = það dugar. Þá fellur hann. Svo mælir nútímakonan. Málið er bara: hvað svo? Og væri ekki betra að fara til Ítalíu og njóta lífsins í rauðvíni - með bestu vinkonunum??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahah - gott Guðný Anna miklu betra að njóta lífsins í rauðvíni og engir nöldurseggir í nánd

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ég bara verð að fá að sjá þetta einhverntíman, það sem Guðný anna þylur upp.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 01:22

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Guðný Anna er búin að prófa ýmislegt.....

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband