Laugardagur

Vaknaði snemma, fór út, kom inn aftur og sofnaði aftur..... vaknaði seint, og þá meina ég seint, gvöð hvað ég get verið mikil svefnpurka.

Fór út að ganga, fann hjarta úr steini, sem aðdáandi minn hafi búið til í morgunsárið, því auðvitað vissi hann að ég færi þessa leið. Íhugaði að setja inn færslu, frá sjónarhorni hundsins en ég kom ekki nógu vel út í henni, þannig að ég held bara áfram að skrifa út frá mínum sjónarhól....Smile

Fyndið hvað fólki finnst í lagi að tala við fólk sem er úti að labba með hundinn sinn, og reyni ég þó af fremsta megni að vera durtsleg og ómannblendin.

Fór svo í búðina og túlkaði þar, af minni einskæru hjálpsemi, innihaldslýsingu kindakæfu fyrir konu af erlendu bergi brotnu.

Komst svo loksins í að lesa fréttablaðið, þar sem pistillinn hans Njarðar um hljóðfæri hugans beið mín og deildi sorg minni með Hönnu Björk Valsdóttur sem skrifar snilldarpistla frá Teheran en hún er á leiðinni heim með sorg í hjarta.

Er núna að spá í hvort ég eigi að nenna að taka til.....

Las stjörnuspána mína. Þar kemur fram að ýmislegt hafi á daga mína drifið nýlega en nú sé kominn tími til að þeir sem elski mig leggi hönd á plóginn og aðstoði mig.

Bíð þess vegna bara spennt eftir þeim fyrsta sem elskar mig. Takið eftir að ég segi fyrsta..... efast ekki um að þeir koma í löngum bunum Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert snillingur með pennann kona (get ekki fengið af mér að nota orðið "snilldarpenni" en það er uþb. mest ofnotaða orðið hér á Moggabloggi).  Plís vertu dugleg að skrifa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk Jennsý

lofjú2

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun á laugardagskvöldi.

Ólafur fannberg, 19.5.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fyndist gaman að sjá hvernig þetta kemur út frá sjónarhóli hundsins,

skemtileg færsla, og sendi þér ljós inn í nóttina.steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég dvaldi um mánaðartíma í Vínarborg.  þar er fólk frekar ómannblendið svo ekki sé meira sagt.  Það má segja að það sé allt að því dónalegt.  En þegar ég fór út að labba með hundinn, þá var allt annað upp á teningnum, þá var brosað spjallað og Trölla klappað og honum hrósað.  Gaman að heyra að þetta er svona hér líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 10:52

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Cesil. Mér finnst þetta fremur fyndið. Ekki dettur neinum í hug að spyrja þegar ég er ein úti hvort þeir megi klappa mér, en þegar ég er úti með litla kút vilja allir fá að tala við mig og strjúka honum...

Skemmtilegt

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband