Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ekki meir Geir!

....hefur fengið alveg nýja merkingu í mínum huga W00t

Skjálftastrípur og jólasnjór

Þið megið óska mér til hamingju!

Ég er búin með peysuna! Það tók mig 14 mánuði en það hafðist!! Nú á ég bara eftir að finna nál til að ganga frá nokkrum lausum endum- vona og bið að það taki mig ekki alveg jafn langan tíma - þrátt fyrir að í jarðskjálftanum hér í vor hafi nokkrir hlutir orðið viðskila - eins og mömmusinnardúlludúskur kallar það þegar við finnum ekki eitthvað sem við héldum að væri á vísum stað W00t Ég kem svo til með að lána Geir H. nálina en ekki fyrr en ég er búin að nota hana......

Ég eldaði grænmetissúpu í hádeginu að hætti Zordisar, bakaði brauð með, að mínum hætti og bauð mömmu í mat! Ferlega góð súpa, ég mæli hiklaust með henni ég skal svo gefa ykkur upp símann hjá mömmu ef þið viljið líka bjóða henni í mat. Það er alveg forskrift að góðum málsverði InLove

Ég pantaði mér tíma í klippingu og skjálftastrípum. Ég fékk nefnilega úthlutað bótum frá Viðlagatryggingu fyrir skemmdir á fasteign í títtnefndum skjálfta. Ég trúi því og treysti að það liggi þung viðurlög við því ef ég geri ekki eitthvað fyrir fasteignina sem ég kýs að kalla hár fyrir þann pening Tounge

Enda  - hver þarf að búa í heilu húsi þessa dagana? Ég leigi hvort sem er bara einhverjum af erlendu bergi brotnu þegar ég sting af. Það er nóg til af Pólverjum Sideways

Bígúd Heart


Svartar Samsæriskenningar....

Ég er með kenningu!

Ég held að feðgar sem kenndir eru við grís eigi sök á öllu því sem aflaga fer í þjóðfélaginu í dag og undanfarnar vikur......! Ég efast ekki um að þeir hafi, á sínum tíma, komið því til leiðar að svarti maðurinn í Ðe Júnæted Steits of USA, eins og Fleksnes sagði hér um árið, fékk húsnæðislán á góðum kjörum sem leiddi svo til þess að bankar í Íslandi hrundu eins og spilaborg nokkru síðar....... Án þess að ég hafi nokkra fordóma gagnvart svartamanninum. Sumir af mínu beztu svörtumönnum eru vinir Wink

Ég efast heldur ekki um að þeir hafi fórnað sínum banka svo maðurinn í Svörtu Loftum fengi hefnt sinna harma - ég meina hafiðið séð hvað er að gerast í grísabúðinni? Það er Þorláksmessa upp á hvern dag. Biðröð út í mjólkurkæli og ein verzlunarferð tekur meðalvinnudag!!

Hvar eru þessir menn í dag? ha? Eru þeir ekki enn að díla og víla? Díj - ég vildi að ég hefði fattað uppá þessu...... W00t

En að allt öðru! Eins og alþjóð veit - eða allavega þeir sem lesa bloggið mitt - er ég að prjóna peysu! Peysuprjónið byrjaði í kappi við Möggu sem er, bæþevei, löööööngu búin að vinna þessa keppni og hefur gengið í sinni peysu í upp undir ár, gott ef Magga er ekki búin að skella svörtum leðurbótum á olnbogana á peysunni, svona eins og bókararnir voru með í denn, til að hægja á sliti....... en allavega, svo ég reyni nú að halda þræði, þá er nú svo komið að ég er að prjóna berustykkið! Hrikalega skemmtilegt, mynstur og allskonar litir... nema  hvað.... ég er í dotlum vandræðum með dokkurnar, þær flækjast fram og til baka, alveg sama hversu hratt ég prjóna Tounge 

Mig vantar sumsé vin, til að halda dokkunum aðskildum á meðan ég prjóna..... þessi vinur má ekki tala mikið, vegna þess að ég ræð ekki við að prjóna mynstur og tala á meðan.... Blush Þessi vinur má hins vegar vera gúddlúkking!

Ég ætti kannski að leita að honum í bók eftir Snjólaugu Braga? Mér sýnast kröfurnar vera um þessa sterku, þöglu týpu W00t

Þakka þeim sem hlýddu Heart


Vöruskipti?

Við Ljónshjartað vorum að koma inn. Fórum út að skokka í góða veðrinu. Tókum sex kílómetrana okkar og stóðum okkar bara sæmilega, miðað við aldur og fyrri störf.

Svakalega gott að skokka í rigningu og logni! Það er eiginlega vorfílingur í veðrinu - við sáum flugur og allt...... Sáum líka flott ljós í glugga hjá Soffíu Páls. Fundum hund í óskilum og leyfðum honum að vera samferða okkur yfir götu. Hann snéri svo upp á sig og þóttist yfir það hafinn að vera í fylgd með fullorðnum og hvarf inn í einhverja hliðargötu. Fundum líka mann í óskilum - hann vildi endilega fylgja okkur áleiðis og sagði okkur frá öllum sínum hundum og köttum........ það endaði með því að við stungum hann af inn í einhverja hliðargötu! Við höfum nefnilega ekki áhuga á mönnum í óskilum...... Halo

Þegar ég var búin að teygja eftir öllum kúnstarinnar reglum og röðin var komin að því sem ég virkilega var búin að hlakka til frá því að ég vaknaði....... sumsé að hella mér uppá gott kaffi - búin að fara út í bakarí og allt, maður tekur enga sénsa á að missa vigt - það er jú kreppa, sjáðu til og ef það er eitthvað sem ég get haldið í, þá eru það kílóin..... Tounge þá uppgötvaði ég að ég átti ekkert kaffi! 

Hvert ykkar er búið að hella uppá? Ég get lagt til rúnstykki og sætabrauð en ég lofa engu með skemmtilegan félagsskap!

 

 


Stílhrein og spontant

...chez moi ;)

Ég þurfti út á pósthús áðan! Skórnir mínir voru náttúrulega blautir frá því í gær - þegar ég fór ekki í pollana muniði? þannig að ég fór í stígvélin mín! Þau eru hrikalega flott - brún með hælum.......

Þegar ég var komin í þau, áttaði ég mig á því að ég var ekki í neinu í stíl við stígvélin - þannig að ég stakk debetkortinu í vasann.......W00t

 


Chaplin vs Poppins

Fór út í göngutúr í "góða veðrinu" Tók Ljónshjartað með - honum finnst svo gaman úti í svona veðri.....

Ég klæddi mig í pollabuxur og regnkápu en hann fór í endurskinsborðann sinn Tounge Eftir um það bil tíu mínútur úti var ég orðin svo haugblaut að það hefði engu máli skipt þótt ég hefði vaðið í alla polla sem ég sá - blautari hefði ég ekki orðið! Þrátt fyrir það hélt ég áfram að sneiða hjá pollunum.........  Vatnið lak af pollabuxunum oní skóna og ég fann hvernig smám saman varð ég kátari og kátari. Þegar ég var að nálgast hesthúsin var ég farin að syngja - hástöfum W00t en það skipti svo sem engu máli það heyrði enginn í mér Tounge Mér fannst ég svo létt á fæti að ég íhugaði alvarlega að taka Chaplin hopp - hefði það ekki verið fyrir rokið sem hefði umsvifalaust breytt Chaplin í Poppins........ - án regnhlífar þó.

Nú sit ég - orðin þur aftur, komin í uppáhalds átfittið, djúpar og lopa Cool og velti því fyrir mér af hverju það sé svona innbyggt í mér að hoppa ekki í polla?

 


- ____________ O I

Við Ljónshjartað fórum út að skauta í morgun! Tókum stóran hring í rigningu og hálku - lékum ýmsar listir og Lokharður fékk verðlaun fyrir.... ég fékk ánægjuna af að vera úti með honum Wink

Muniði eftir styttunum sem voru til á öllum betri heimilum í gamla daga......? Sé ekki, heyri ekki og einhver ein enn sem ég man ekki hvernig var..... ég fór nefnilega gleraugnalaus út - sem þýðir að ég sé ekki rassgat W00t en þegar svona viðrar sé ég hvort sem er ekki neitt........... Það kom þó ekki í veg fyrir að ég sæi fallega iðnaðarmanninn minn - ekki bara einu sinni - heldur tvisvar Joyful Fékk meira að segja bros líka, gæti þó verið að hann verið að glotta að Ljónshjartanu sem áttar sig ekki á því að þegar við erum komin inn í íbúðabyggð þá hættum við að leika listir Tounge 

Heim komin tilkynnti ég Mömmusinnardúlludúski að þegar við værum orðin atvinnulaus - þá gætum við opnað sirkus! Látið hundana leika listir sínar....... eitt atriðið gæti verið að fella mann á hjóli - eða að draga björg í bú - eins og ég kýs að kalla það Sideways

Mér finnast eiginlega sorglegust í þessu kreppuhjali öllu saman - viðbrögð fólks við hækkunum á áfengi! Allur sá peningur sem skilaði sér þar í ríkiskassann, sem bæ þe vei, er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir fólkið í landinu hefði kannski verið betur kominn í að styrkja börn í Malaví.....?

Ennfremur legg ég til að seðlabankastjórn ásamt seðlabankastjórum og fjármálaeftirliti segi af sér!

Farin að prjóna....... eða even better! Baka Happy

Einhver sem getur ráðið dulmál fyrirsagnarinnar? Pouty


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband