Vöruskipti?

Við Ljónshjartað vorum að koma inn. Fórum út að skokka í góða veðrinu. Tókum sex kílómetrana okkar og stóðum okkar bara sæmilega, miðað við aldur og fyrri störf.

Svakalega gott að skokka í rigningu og logni! Það er eiginlega vorfílingur í veðrinu - við sáum flugur og allt...... Sáum líka flott ljós í glugga hjá Soffíu Páls. Fundum hund í óskilum og leyfðum honum að vera samferða okkur yfir götu. Hann snéri svo upp á sig og þóttist yfir það hafinn að vera í fylgd með fullorðnum og hvarf inn í einhverja hliðargötu. Fundum líka mann í óskilum - hann vildi endilega fylgja okkur áleiðis og sagði okkur frá öllum sínum hundum og köttum........ það endaði með því að við stungum hann af inn í einhverja hliðargötu! Við höfum nefnilega ekki áhuga á mönnum í óskilum...... Halo

Þegar ég var búin að teygja eftir öllum kúnstarinnar reglum og röðin var komin að því sem ég virkilega var búin að hlakka til frá því að ég vaknaði....... sumsé að hella mér uppá gott kaffi - búin að fara út í bakarí og allt, maður tekur enga sénsa á að missa vigt - það er jú kreppa, sjáðu til og ef það er eitthvað sem ég get haldið í, þá eru það kílóin..... Tounge þá uppgötvaði ég að ég átti ekkert kaffi! 

Hvert ykkar er búið að hella uppá? Ég get lagt til rúnstykki og sætabrauð en ég lofa engu með skemmtilegan félagsskap!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorrí, ekkert kaffi hér.  Drekkur það sjaldanur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég á gott kaffi og þér er guðvelkomið að líta við. Geri hins vegar ráð fyrir að þú sért búin að græja þér sopa einhversstaðar! Var ekki Frú Páls með ljós í glugganum ....

Hvernig var það ertu ekki að fara að taka út heila bjórverksmiðju?

www.zordis.com, 8.11.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Vilma Kristín

Ég var næstum farin að halda að maðurinn í óskilum og hundurinn í óskilum ættu saman og þetta yrði svona "happy ending"...

Vilma Kristín , 8.11.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Vilma! Við erum ekkert fyrir "happy ending...."

Frú Páls var með megaflott ljós í glugganum Zordís.

Jenný! Ekkert kaffi?? Hvernig ferðu að? 

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 17:31

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Fórstu ekki að henda vínarbrauðum í Alþingishúsið?

Þröstur Unnar, 8.11.2008 kl. 17:42

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þröstur! Það er kreppa - ég borða mín vínarbrauð sjálf.....

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég varð náttúrulega að koma og skoða þig á blogginu, takk fyrir síðast   Við sem erum svona vel nærð lifum náttúrulega lengst í kreppunni sem er handan við hornið..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 02:12

8 Smámynd: Tína

Það er alltaf til kaffi hjá mér krútta. Tala nú ekki um ef þú átt í hlut. Enda félagsskapurinn einstæður. Takk fyrir síðast tjelling.

Knús og kram á þig.

P.s manst bara að koma með muffins ef þú átt. Þá verður húsið ekki bara ólæst heldur galopið sjáðu

Tína, 9.11.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Elskan mín ég get alveg hellt upp á........svo á ég líka kalda-bjór  En þú vildir þetta í gærmorgun....þannig

Solla Guðjóns, 9.11.2008 kl. 11:14

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með nýja manninn, flott mynd af ykkur á síðunni hennar Tínu, örugglega þægur og góður þessi

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 15:34

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.11.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband