Færsluflokkur: íþróttir og útivist

Næturleikfimi...

Skokkaði út á Golfvöll áðan með Ljónshjartað, eða það er að segja út að rimlahliðinu, þar tiplaði ég mjög varlega yfir bæði vegna þess að ég er logandi hrædd um að falla niður á milli og svo er bara 35 km. hámarkshraði þar Tounge Tók brekkuna tvisvar í staðinn á leiðinni heim.

Nú er ég búin að mála tvö herbergi og ganginn á milli þeirra. Þarf að forfæra eitthvað af húsgögnum. Held ég láti þetta duga af innanhússframkvæmdum í bili. Mundi aldrei nenna að vera málari.............. Ætli ég snúi mér ekki af fullum krafti að nýju vinnuni í staðinn. Mér sýnist ekki vanþörf á einhverri skipulagningu þar og alltaf kem ég sterk inn ef einhversstaðar er skortur á ákveðni LoL

Jarðskjálftarnir virðast vera í rénum, kom nú samt einn ansi hryssingslegur í gær þegar ég var að klára að mála ganginn og svo annar í gærkvöldi, en það er eins og áður, það þykir ekki fréttnæmt þótt ég skjálfi hér á beinum ef enginn titrar í Reykjavík Devil

Góða helgi InLove


Harðsperrur og annars konar sperringur!

Það var svakalega erfiður tími í sundleikfiminni sl. þriðjudag. Beta, kennarinn, missti sig gjörsamlega í framspörkum og vildi fá að sjá tær fyrir ofan vatnsyfirboð!! Trúðu mér, það ER erfitt þegar maður er með ökklalóð og stendur á mörkum djúpu laugarinnar......

Finn að það eru að hellast í mig harðsperrur núna og samt fékk ég mér banana strax eftir síðasta tíma.

Það rignir eins og hellt sé úr fötu, stórri fötu, annað en í morgun þegar við stubbalingur gengum upp með á, komumst þurrum fótum yfir mýrina, svolítið eins og Jesú.....

Náði ekki að vinka Fanney morgun, þar sem ég er með afbrigðum óglögg á bíla. Hugsaði þó um leið og ég sá á eftir móðguðum afturendanum á henni - eða sko bílnum hennar..... að líklega hefði þetta verið hún. Fanney! Bannað að vera alltaf að skipta um bíl. Trúi því samt að hún hafi ekki tekið þetta óstinnt upp og komi til með að tala við mig í framtíðinni. Jafnvel þótt það verði bara um hluti sem skipta engu máli Tounge

Í fyrramálið er aftur sundleikfimi þannig að það er líklega bezt að fara að halla sér núna og vona að ég geti hreyft mig á morgun.

Góða nótt InLove


Dramadrottning

Það var með kuldaherkjum að ég heilsaði Fanney og Bóndanum þegar þau flautuðu lauslætislega á mig þegar ég var nærri dauða en lífi að reyna að krafla mig heim aftur úr morgungöngunni með Stúf. Var samt í öllum fötunum mínum. Nei Fanney!! Ég er EKKI svona feit Tounge Var nú svolítið sár að þau buðu mér ekki far þessa 7 metra sem ég átti ófarna. Ég hélt að þeim - allavega Fanney - þætti vænt um mig........

Hjólaði síðan í vinnuna á móti vindi í austnorðaustan stórsjó, þótt næsta strönd sé einhverja 26 km. í suðvesturátt. Svínaði þrjá bílstjóra þegar ég skellti mér yfir á vitlausa akrein, þar af var einn sæti skólabílstjórinn minn, sá alveg fyrir mér í anda þegar ég tæki síðustu andvörpin í fangi hans og hann sæi líf sitt án mín í hnotskurn og tárin rynnu jafn hjá gestum sem gangandi á meðan hjólið lægi beyglað í kantinum. Bíð nú eftir kæru frá Þvagleggnum.

Flissaði lítillega með Dúa wonder á msn. Það var gaman. Takk fyrir spjallið Dúa og gangi þér vel á morgun Wizard

Frétti seint og um síðir þegar vinnudeginum var að ljúka að einn vinnufélagi minn er að breiða út sögu um mig! Mér fannst það fyndið fyrst en ekki svo mjög lengur..... Er að spá í að mæta á morgun með alls kyns mótlyf, s.s. sólokóf, svitakóf, andemon og hvað þetta nú allt saman heitir, stilla þeim á borðbrúnina mína með þungum andvörpum og laumast öðru hvoru til að strjúka tár......

Læt mér þó kannski nægja að hita grænt te - óvíst þó að hann fatti samhengið LoL


Réttir!!

Picture 295  Fór í réttir í morgun. Magga hringdi í mig í gærkvöldi og spurði hvort við ættum ekki að skella okkur og þar sem ég læt ekkert tækifæri ónotað til að kíkja á sæta stráka var ég að sjálfsögðu meira en tilbúin..... Tounge Við fórum að sjálfsögðu í Reykjaréttir á Skeiðum, þar sem Skeiða- og Flóamenn eiga sitt fé, paufuðumst upp á réttarvegginn, sem maður flaug uppá í gamla daga, og fikruðum okkur yfir í almenninginn. Stukkum svo þar niður eins og hver annar meðalbóndi LoL 

Hrikalega mikil rigning sem á tímabili breyttist í slyddu með tilheyrandi kólnun og nóg var nú kalt fyrir - trúðu mér! Einn sem ég hitti var voða feginn að það var hætt að rigna......... Hann sagði líka að hann ætti bara neikvætt eigið fé.......

Picture 300 Picture 301 Picture 299

Við Magga skunduðum inn í bíl þegar við nálguðumst alkul, sælar og hamingjusamar að þurfa ekki að reka safnið heim. Ég er ekki frá því að við höfuð sloppið naumlega við kalbletti...........

Takk Magga fyrir góðan dag.

 


Mér finnst rigning góð

Var komin út klukkan hálfsex í morgun. Við gengum rúntinn okkar í gegnum grasið, upp með á, í ausandi rigningu. Alveg ausandi..........

Komum svo heim, hundblaut LoL og ég stormaði í leikfimi. Rosalega var gott að standa undir heitri sturtunni.

Skundaði svo í vinnuna og er rétt að verða nógu þurr til að geta farið út aftur........

Ætli það sé mjög áberandi ef ég sit hérna sofandi? Tounge Annars er ég ekki þreytt, allavega ekki enn. Fór svo snemma í háttinn í gær. Sé á öllu að ég er efnilegt gamalmenni. Skundaði svona líka kinesiologiskt - (sem ég hef ekki hugmynd um hvernig mundi útleggjast á áskæra ylhýra, sá þetta bara á blogginu hjá Björgu og af því að ég er svoddan orðasökker, heillaðist ég gjörsamlega..........) á eftir hvutta sem skildi ekkert í þessum asa. Venjulega er ég að lötra þetta á eftir honum.

Gat allavega sleppt upphituninni í leikfiminni í staðinn.

 


Einu sinni var......

Rifjaðist upp í morgun fyrir mér svolítið sem henti mig á árum mínum sem skvísa.....

Þannig er að án gleraugna sé ég.......tjah það er hægt að orða það þannig að ég sjái afskaplega takmarkað í kringum mig án þeirra Cool Sleppur þó alveg til í umhverfi sem ég þekki.

Eitt sinn tók ég að mér það óeigingjarna, en þó gefandi verkefni, að kíkja á strákana á Akureyri Wink og þurfti m.a. að skreppa í sundlaugina þar.

Eins og lög gera ráð fyrir geymdi ég öll verðmæti í afgreiðslunni, þar á meðal gleraugun - bæði vegna þess að þau flokkast undir verðmæti og ekki síður vegna þess að skvísur fara EKKI í sund með gleraugu. Skondraðist svo inn í búningsklefann.

Trítlaði svo niður stigana á leið minni út. Þá vildi ekki betur til en svo að einhvers staðar á leiðinni tók ég ranga beygju og gekk inn í búningsklefa karla!!!

Ég er enn hálfsúr að hafa ekki verið með gleraugun. Efast um að betra rannsóknarfæri á norðlenzkum karlmönnum hafi gefist fyrr eða síðar........

Tounge


Dagur tvö.....

.....enn veik. Fór ekkert í vinnuna í dag! Nenni ekki að sitja þar raddlaus með tár á hvarmi......

Svei því hvað mér leiðist!! Sjónvarpsdagskráin gæti drepið mann úr leiðindum, hvað þá konu sem er veik fyrir......... Er að bíða eftir að dr. Phil byrji. Spáið í það!!!!

Sendi danskinum mynd af mér úr hlaupinu, aðeins að monta mig, hann svaraði m.a.: Du ser da ufattelig frisk ud....." sem gæti útlagst eitthvað á þessa leið: "Þú lítur frísklega út og virkar alls ekki feit......"

marathon

Tounge


Reykjavíkurmaraþon og menning

Hljóp 10 kílómetra í gær. Trúi því varla enn að ég hafi meikað það.

Kom í mark um leið og fyrsti maraþonhlauparinn..... Hann er frá Kenya sem er vel við hæfi þar sem ég er alltaf að æfa mig að hlaupa Kenyastæl...... LoL Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ég lét að sjálfsögðu eins og þau væru öll ætluð mér.

Ofsalega gaman að hlaupa þetta. Hlaupaleiðin stórskemmtileg, hlaupið meðfram sjónum á Nesinu og stemmningin var hreint ótrúleg. Íbúar á Nesinu voru flestallir úti að hvetja hlaupara. Á einum stað var heil fjölskylda úti á tröppum með tóm kökubox og sleifar, á öðrum stað var fjölskyldan úti að borða morgunmatinn og stóð svo upp og spilaði lag á gítar og söng hvatningarsöng á meðan hlaupið var fram hjá.........

Ég er harðákveðin í því að taka þátt að ári. Enda 365 dagar í það LoL

Hinsvegar er ég með strengi í lærum í dag - en það er allt í lagi - þeir hverfa. Sofnaði snemma í gær og dreymdi að ég væri að hlaupa út í Hveragerði undan mannræningjum. Kannski ekki skrýtið að ég sé með harðsperrur í dag?

Glitnir á hrós skilið fyrir að standa að þessu hlaupi. Vel skipulagt á allan hátt!!

Eftir hlaup fórum við heim til Eyfa og Elizabethar sem eldaði stórgott pasta með túnfiski. Namm það var svo gott. Fórum svo í bæinn og nutum menningarinnar í sólinni. Keyptum okkur kaffi og vöfflur með rjóma í Lækjargötu, ómissandi þáttur í hverri menningu.....LoL

Kissing Vona að allir hafi það gott í dag


Púff.....

Hljóp 10 km. í dag, ótrúlega falleg með nýklippt og litað hár, með Möggu og Eyfa sem skráði sig í hlaupið á síðustu metrunum. Gat ekki verið þekktur fyrir að láta systur sínar hlaupa einar......

Gleymdi myndavélinni heima - en tók aukabatterý með, sem munar öllu þegar maður gleymir myndavélinni.... LoL annars hefði ég getað sýnt ykkur mynd af Degi Eggertssyni sem er alltaf svo sætur!!!!

Frábær dagur í sól og blíðu.... ég náttúrulega týndist eins og mín er von og vísa og fjölskyldan var öll komin út í leitir - enda haust..... LoL

Er ótrúlega sæl að hafa klára 10 km. Keypti mér líka svaka flottan rauðan kjól í Flash - hvar annarsstaðar. Er hinsvegar orðin fremur lúin og sængin mín er freeeeeekar freistandi ásamt góðri bók.

Ástarþakkir Magga og Eyfi fyrir yndislegan dag.

Góða nótt Tounge

 


Áflog og áheit.....

........af hverju er blóð á bróður mínum? Spurði einkasonurinn þegar ég sótti hann í vinnuna......

Ég leyfði litla kút að liggja á pallinum og virða fyrir sér umferðina eins og hann gerir svo oft á meðan ég undirbý matinn. Allt í einu heyrði ég gjamm og urr, stökk út, og sá að litli drengurinn minn var kominn í hávaðaáflog við tvo bolabíta. Ég sveif niður tröppurnar - ég meina það ræðst enginn á litla saklausa stúfinn minn og kemst upp með það Wink - og gaf öðrum bolanum drag í afturendann, algjörlega hamslaus.....

"Ekki sparka í þá" sagði konan sem var að reyna að ná þeim í burtu frá litla stubbaling. "Reyndu þá að hirða þessa varga þína" sagði ég, ekki svo blíðlega enda lá stúfurinn undir þeim báðum og grét á meðan annar reyndi að rífa af honum eyrað og hinn beit hann í makkann, ég sparkaði aftur....

"Hann kom bara allt í einu" sagði konan eymdarlega um leið og hún togaði í rófuna á öðrum skelfinum..... "Hann á heima hérna" sagði ég og var allt í einu orðin jafn grimm og hundarnir hennar......

Stúfurinn kom svo nötrandi af skelfingu með mér inn þegar konan var loks búin að ná vörgunum sínum.

En hann er svo sem búinn að jafna sig. En rosalega varð ég snöggreið, enda hefur saklausi engillinn minn ábyggilega ekki gert neitt til að ögra þeim...... Tounge eða þannig sko! Við erum nú ekki þekkt fyrir það í þessari fjölskyldu að ögra.......

Fékk atvinnurekandann til að heita á mig fyrir hlaupið á laugardaginn. Þeir voru aðeins að tuða um að 10 km. væru nú ekki nóg......Þar til ég bauð þeim að hlaupa með mér. Þá væri hægt að styrkja okkur öll......

Þeir voru ekki aaaaalveg tilbúnir í það, strákarnir!

Sé núna að þeir eru búnir að ganga frá sínu áheiti.

Á morgun fer ég í langþráða klippingu og litun. Ég er orðin eins og hver annar hippi. Með hárið út um allt. Ætla sko að lúkka vel í hlaupinu. Eða eins og maðurinn sagði: "Ég verð kannski ekki fljótur að hlaupa en ég kem til með að hlaupa fallega"

Ég ætla að gera þessi orð að mínum með smá breytingum..... ég kem nefnilega til með að hlaupa falleg LoL

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.