Færsluflokkur: íþróttir og útivist

Reykjavíkurmaraþon!!!

Fór út í skóg að skokka eftir vinnu. Hljóp upp að helli og til baka og svo aftur út að ferju og til baka. Lauslega áætlað 6 km. Litli kútur skildi ekkert í allri þessari hreyfingu en var svosem alveg sáttur við að taka þátt Tounge

Gerðist ægilega brött og skráði mig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis í 10 km. hlaup!!!! Nú verðið þið öll að koma og hvetja mig. Allavega getið þið farið inn á marathon.is og heitið á mig

Ég skráði mig til hlaups til styrktar ABC barnahjálp. Ákveðinn þrýstingur líka á mig að klára ef þið skráið áheit á mig.....

Picture 279 Hawai rósin mín blómstaði í gær - ægifallegu blómi og annað á leiðinni - Er þetta hamingjan eða er ég í endorfínflippi? Tounge

Fórum, systurnar, og heimsóttum Eyfa litla bró með gjöfina sem við keyptum handa honum um daginn. Keyptum svakalega fallega mynd í Gallery List

- Eyfi og Viktor -                            - Elizabeth og Magga -                    - Eygló -

Picture 277 Picture 276 Picture 278

fertugur drengurinn og flottur enn - eins og við systkinin reyndar öll!!

Er að spá í að taka mér sumarfrí á föstudaginn og mánudaginn, enda ekki á hverjum degi sem kona hleypur 10 km. Get þá jafnað mig á mánudaginn, áður en ég mæti til vinnu á þriðjudaginn og læt engan bilbug á mér finna - jafnvel þótt ég geti ekki hreyft mig.....

Fattaði í morgun að ég hafði gleymt að hringja í Lindu í gær og knúsa hana og Auði Erlu bless, en þær voru að fara "heim" til Danmerkur í morgun. Linda ef þú lest þetta þá áttu inni hjá mér 10 þúsund knús og ég vona að allt gangi vel og þá meina ég ALLT!!

Knús til ykkar Heart


Draugar, skokk og ungir drengir

Búin að fara út að hlaupa alla vikuna - nema í dag. Í dag kom ég heim eftir vinnu lagðist upp í rúm og sofnaði.......

Hef hlaupið eins og skrattinn sé á hælunum á mér - það skal tekið fram að ég er ekki mjög hrædd við hann..... Tounge í gegnum skógræktina upp að helli. Rúma fjóra kílómetra. Ég gæti verið komin á Hellu núna.....allavega að Þjórsárbrú LoL

Alla dagana hefur Magga komið með nema í gær, þegar hún sveikst undan merkjum - les. þurfti að vinna!

Sagan segir að í hellinum sé reimt, þar hafi ungur drengur í ástarsorg hengt sig í bláum trefli og sjáist síðan vafra um skóginn í nágrenni hellisins.

Í gær hitti ég þar fjóra unga drengi á hjólum. Spurði þá hvort þeir hefðu séð strákinn með bláa trefilinn. Þeir veltu því fyrir sér smástund hvort ég væri skrýtin, ákváðu svo að taka enga sénsa og kváðu nei við. Spurðu mig síðan hvort hann hefði virkilega hengt sig í hellinum - eins og þeir héldu bókstaflega að ég myndi eftir því......

Ég sagði: já, já, hann gerði það og að ég hefði líka komið þarna í gær að leita að honum og hann hefði heldur ekki verið þar þá..... Þeir brostu voða sætt til mín og einn spurði: En hvernig gat hann hengt sig inni í hellinum? Í hvað gat hann fest trefilinn?

Efahyggjumenn.............

Hef að sjálfsögðu tekið stubbaling með mér alla dagana. Hann er nú ekki par hrifinn af bílnum hennar Möggu! Þykist ekki sjá hann né heyra í mér þegar ég segi honum að koma. Svolítill Lúkas í honum LoL

Knús Heart

 

 


Góður maður og göngukort

lodumundarfjordur vor Heyrði í manni í síma í gær sem er skrifstofustjóri í Fjarðarbyggð. Agalega almennilegur maður. Símtalið hófst á faglegum nótum og þróaðist síðan yfir í spjall um gönguleiðir á Austurlandi. Ég trúði honum fyrir því að ég væri alltaf á leiðinni austur í gönguferð. Stefnan væri sett á Loðmundarfjörð. Hann var búinn að fara margar ferðir þangað og vissi allt um svæðið.

Benti mér á við hverja ég ætti að tala ef ég vildi fara í skipulagðar ferðir með leiðsögn - sem er náttúrulega alltaf skemmtilegra. Alltaf gaman að láta segja sér sögur af fyrirbrigðum í náttúrunni. Svo klikkti hann út með því að segja mér að hann ætti í geymslu þarna á bak við sig fullt af kortum yfir gönguleiðir á Austurlandi og hann skyldi senda mér þau með því skilyrði að ég kæmi austur og notaði þau.

Geri það örugglega! hugsið ykkur - enginn sími - engin tölva - ekkert áreiti..............                     bara ég, hundurinn, fjöllin og þögnin

Vúnderbar!!

 


Snúinn ökkli og heitur pottur

02Magga hringdi í mig í gær! Spurði hvort við ættum að stofna hlaupahóp.... Ég fylltist tortryggni - enda tortryggin að eðlisfari og spurði hvort hún væri búin að ákveða nafn - Systurnar! Sagði Magga. Ég benti henni á að þó ástarlíf mitt væri ekki upp á marga fiska þessa dagana væri ég ekki alveg tilbúin að ganga í klaustur og stakk þess í stað upp á sister slut Tounge Hún var ekki aaaaalveg til í það......

Fórum svo og hlupum í fjörtíu mínútur seinni partinn í gær og allt gekk svona glimrandi vel, alveg01 þar til Magga sparkaði í mig og ég missteig mig hrikalega. Og þegar ég segi hrikalega er það ekki vegna þess að ég sé að fara fram á samúð eða vegna þess að ég sé einhver væluskjóða, heldur vegna þess að það var HRIKALEGT! LoL Og VÍST sparkaðirðu - bara vegna þess að ég var á undan! Ég á sko eftir að segja mömmu.......

Mamma hringdi svo í mig í gærkveldi þegar ég var í miðjum klíðum að hlúa að mínum særða ökkla og bauð mér í heita pottinn. Ég spratt á fætur og hjólaði í einum spreng suð´rúr - Ég meina ég vissi að hún átti líka rauðvín Smile Við sátum svo í heita pottinum og sötruðum rauðvín - að sjálfsögðu, maður þekkir nú sitt heimafólk, og spjölluðum. - Alveg hreint frábær dagur. Ég segi það enn og aftur - ég er ótrúlega heppin með ættingja

Magga hringdi svo hikandi í mig í dag, sjálfsagt minnug ópanna sem endurómuðu um skóginn í gær, svo hátt að stúfurinn faldi sig bak við Birkikvist, og spurði hvort ég treysti mér aftur í dag......

....að sjálfsögðu gerði ég það - við erum í hlaupahóp!

Fórum svo aftur og hlupum enn lengra ef eitthvað er - stubbalingur fékk að koma með aftur, hann er að vísu ekki einlægur aðdáandi þess að sitja í aftasta sætinu og gerði heiðarlega tilraun til þess að þykjast ekki sjá bílinn í dag. En hvað lætur hundur sig ekki hafa til að fá að koma með? Hver veit nema hann rekist á mús......

Knús Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband