Góður maður og göngukort

lodumundarfjordur vor Heyrði í manni í síma í gær sem er skrifstofustjóri í Fjarðarbyggð. Agalega almennilegur maður. Símtalið hófst á faglegum nótum og þróaðist síðan yfir í spjall um gönguleiðir á Austurlandi. Ég trúði honum fyrir því að ég væri alltaf á leiðinni austur í gönguferð. Stefnan væri sett á Loðmundarfjörð. Hann var búinn að fara margar ferðir þangað og vissi allt um svæðið.

Benti mér á við hverja ég ætti að tala ef ég vildi fara í skipulagðar ferðir með leiðsögn - sem er náttúrulega alltaf skemmtilegra. Alltaf gaman að láta segja sér sögur af fyrirbrigðum í náttúrunni. Svo klikkti hann út með því að segja mér að hann ætti í geymslu þarna á bak við sig fullt af kortum yfir gönguleiðir á Austurlandi og hann skyldi senda mér þau með því skilyrði að ég kæmi austur og notaði þau.

Geri það örugglega! hugsið ykkur - enginn sími - engin tölva - ekkert áreiti..............                     bara ég, hundurinn, fjöllin og þögnin

Vúnderbar!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Hrönn gerðu það endilega ég er vissu að þetta verðu skemmtileg ferð já hugsa sér  eins og þú segir ekkert áreiti.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.7.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Ólafur fannberg

biddu bara ég finn þig hehehe sleppur ekki alveg svona vel frá áreiti.....

Ólafur fannberg, 20.7.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert prótótýpan af hermit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehee þeink jú ol só möts

og Jenný - það eru engin afrit

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 15:57

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

---- og Austurland..............

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband